Auðkýfingur ætlar að reisa fimm stjörnu hótel við Skálafell Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2022 08:36 Vincent Tan, stofnandi Berjaya Corporation og eigandi Cardiff City Malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan hefur í hyggju að reisa fimm stjörnu hótel í nágrenni skíðasvæðisins í Skálafelli. Borgarstjóri lagði fram viljayfirlýsingu um byggingu hótelsins á fundi borgarráðs í gær og var hún samþykkt. Í greinargerð með tillögu borgarstjóra kemur fram að uppbygging á ferðaþjónustu á svæðinu sé í samræmi við aðalskipulag, ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar og áform Reykjavíkurborgar í Græna planinu um styrkingu á svæðum í námunda við græna trefilinn og helstu útivistarsvæði borgarinnar. Berjaya Land Berhad, fyrirtæki í eigu Vincent Tan, á og rekur í gegnum dótturfélög sín fasteignaþróunar- og fasteignafélög, hótel og aðra gistitengdaþjónustu. Berjaya hefur í hyggju að byggja upp fimm stjörnu hótel við Kýrhólaflóa, sem er hluti af eyðibýlinu Stardalur undir merkjum Four Seasons. Gert er ráð fyrir að á hótelinu verði heilsulind, baðlón og öllu því sem tilheyrir fimm stjörnu ferðaþjónustu. Áhersla yrði lögð á kyrrð, heilsu og útivist. Um yrði að ræða mikla fjárfestingu og fjölmennan vinnustað, segir í greinargerð borgarstjóra. Í bréfi frá Berjaya segir að um 250 herbergi verði á hótelinu en einnig lítil hús fyrir einkagesti. Þarna verði einblínt á ferðamennsku að vetri til í samstarfi við skíðasvæðið í Skálafelli. Alex Tan Ghee Keong, fulltrúi Berjaya Land Berhard í verkefninu, skrifar undir yfirlýsinguna ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Vincent Tan er eigandi knattspyrnufélagsins Cardiff City sem um tíma spilaði í ensku úrvalsdeildinni þegar Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði lék með liðinu. Berjaya hefur þegar fjárfest töluvert hér á landi en í fyrra gekk fyrirtækið frá kaupum á Icelandair Hotels. Skíðasvæði Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Borgarstjórn Tengdar fréttir Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Í greinargerð með tillögu borgarstjóra kemur fram að uppbygging á ferðaþjónustu á svæðinu sé í samræmi við aðalskipulag, ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar og áform Reykjavíkurborgar í Græna planinu um styrkingu á svæðum í námunda við græna trefilinn og helstu útivistarsvæði borgarinnar. Berjaya Land Berhad, fyrirtæki í eigu Vincent Tan, á og rekur í gegnum dótturfélög sín fasteignaþróunar- og fasteignafélög, hótel og aðra gistitengdaþjónustu. Berjaya hefur í hyggju að byggja upp fimm stjörnu hótel við Kýrhólaflóa, sem er hluti af eyðibýlinu Stardalur undir merkjum Four Seasons. Gert er ráð fyrir að á hótelinu verði heilsulind, baðlón og öllu því sem tilheyrir fimm stjörnu ferðaþjónustu. Áhersla yrði lögð á kyrrð, heilsu og útivist. Um yrði að ræða mikla fjárfestingu og fjölmennan vinnustað, segir í greinargerð borgarstjóra. Í bréfi frá Berjaya segir að um 250 herbergi verði á hótelinu en einnig lítil hús fyrir einkagesti. Þarna verði einblínt á ferðamennsku að vetri til í samstarfi við skíðasvæðið í Skálafelli. Alex Tan Ghee Keong, fulltrúi Berjaya Land Berhard í verkefninu, skrifar undir yfirlýsinguna ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Vincent Tan er eigandi knattspyrnufélagsins Cardiff City sem um tíma spilaði í ensku úrvalsdeildinni þegar Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði lék með liðinu. Berjaya hefur þegar fjárfest töluvert hér á landi en í fyrra gekk fyrirtækið frá kaupum á Icelandair Hotels.
Skíðasvæði Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Borgarstjórn Tengdar fréttir Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33