Íhuga að taka eigin herbergi undir starfsfólk Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2022 20:31 Ferðasumarið lítur vel út, að sögn framkvæmdastjóra SAF. VÍSIR/VILHELM Áskorun verður að anna eftirspurn eftir gistingu á Norður- og Austurlandi í sumar, að mati framkvæmdastjóra samtaka ferðaþjónustunnar - en þar er allt að fyllast. Í höfuðborginni íhuga hóteleigendur að taka eigin herbergi undir starfsfólk vegna húsnæðisskorts. Tvær milljónir ferðamanna komu til landsins fyrir faraldur 2019. Algjört hrun varð vitanlega í ferðamannafjölda árið 2020, bransinn tók aðeins við sér í fyrra en búist er við sprengingu í ár; Íslandsbanki spáði 1,2 milljónum í byrjun árs en hefur nú hækkað spána upp í 1,5 milljónir. Þannig að útlitið er bjart. En önnum við þessu? Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Vísir/Arnar Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir eftirspurn í sumar meiri en vonast var til - og þegar orðið mjög þétt bókað á ákveðnum vígstöðvum. „Til dæmis gisting á Norður- og Austurlandi, við sjáum líka ýmsa afþreyingu, bílaleigubíla og fleira, þar sem verður áskorun að anna eftirspurn væntanlega hjá fyrirtækjum,“ segir Jóhannes. Húsnæðisskorturinn bítur Já, gisting á Norður og Austurlandi - fréttamaður gerði lauslega athugun. Það virðist einmitt geta orðið þrautinni þyngri að finna gistingu í sumar. Þegar leitað er í gegnum bókunarvélina Booking.com eru það oftar en ekki skilaboð af þessu tagi sem blasa við: „94 prósent gististaða eru ekki með framboð á völdum dagsetningum.“ Eða hreinlega ekkert í boði. Jóhannes segir meira þarna að baki en aðeins hina gríðarlegu eftirspurn. Ferðamenn, einkum frá Bandaríkjunum og Þýskalandi, eyði nú til dæmis lengri tíma í fríinu hér á landi en fyrir faraldur - og svo er það húsnæðisvandinn sem bítur um allt land. „Hér á höfuðborgarsvæðinu hafa hótel verið að velta því fyrir sér hvort þau þurfi að taka töluvert af herbergjum undir starfsfólk sem náttúrulega minnkar framboðið og tekjumöguleikana. Við sjáum það líka úti á landi, sem hefur verið í gangi fyrir faraldur líka, en bara einfaldlega að versna.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Tvær milljónir ferðamanna komu til landsins fyrir faraldur 2019. Algjört hrun varð vitanlega í ferðamannafjölda árið 2020, bransinn tók aðeins við sér í fyrra en búist er við sprengingu í ár; Íslandsbanki spáði 1,2 milljónum í byrjun árs en hefur nú hækkað spána upp í 1,5 milljónir. Þannig að útlitið er bjart. En önnum við þessu? Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Vísir/Arnar Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir eftirspurn í sumar meiri en vonast var til - og þegar orðið mjög þétt bókað á ákveðnum vígstöðvum. „Til dæmis gisting á Norður- og Austurlandi, við sjáum líka ýmsa afþreyingu, bílaleigubíla og fleira, þar sem verður áskorun að anna eftirspurn væntanlega hjá fyrirtækjum,“ segir Jóhannes. Húsnæðisskorturinn bítur Já, gisting á Norður og Austurlandi - fréttamaður gerði lauslega athugun. Það virðist einmitt geta orðið þrautinni þyngri að finna gistingu í sumar. Þegar leitað er í gegnum bókunarvélina Booking.com eru það oftar en ekki skilaboð af þessu tagi sem blasa við: „94 prósent gististaða eru ekki með framboð á völdum dagsetningum.“ Eða hreinlega ekkert í boði. Jóhannes segir meira þarna að baki en aðeins hina gríðarlegu eftirspurn. Ferðamenn, einkum frá Bandaríkjunum og Þýskalandi, eyði nú til dæmis lengri tíma í fríinu hér á landi en fyrir faraldur - og svo er það húsnæðisvandinn sem bítur um allt land. „Hér á höfuðborgarsvæðinu hafa hótel verið að velta því fyrir sér hvort þau þurfi að taka töluvert af herbergjum undir starfsfólk sem náttúrulega minnkar framboðið og tekjumöguleikana. Við sjáum það líka úti á landi, sem hefur verið í gangi fyrir faraldur líka, en bara einfaldlega að versna.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira