Willum Þór að missa lykilleikmenn úr liðinu Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2022 14:05 Helga Vala sagði langt liðið á fyrri hálfleik hjá Willum Þór og út úr liðinu streyma lykilleikmenn sem haldið hafa liðinu á floti. Fólkið í stúkunni er farið að hvísla á milli sín að kominn sé tími á þjálfaraskipti. vísir/vilhelm Hart var sótt að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á þinginu nú rétt í þessu, undir liðnum „störf þingsins“ vegna ófremdarástands á bráðamóttökunni. Helga Vala Helgadóttir reyndi að ná til ráðherra með líkingarmáli sem hún ætlar að hann skilji. Eins og Vísir greindi frá í gær eru bráðahjúkrunarfræðingar að bugast. Soffía Steingrímsdóttir lýsti því yfir í gær að hún væri búin að gefast upp eftir erfiða vakt, hún ætlaði að láta það verða sitt fyrsta verk eftir hana að skrifa uppsagnarbréf. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar auglýsti eftir Willum Þór á þinginu nú fyrir skömmu: „Hvar er heilbrigðisráðherra Framsóknarflokksins eiginlega? Það er bókstaflega ekkert að frétta,“ sagði Helga Vala. Hún sagði að ekkert hefði verið gert af hálfu stjórnvalda til að bæta það ófremdarástand sem ríkt hefur í heilbrigðiskerfinu undanfarin ár. „Svo við tökum hér upp líkingamál sem hæstvirtur heilbrigðisráðherra skilur þá vil ég benda á að það er langt liðið á fyrri hálfleik hjá honum og út úr liðinu streyma lykilleikmenn sem haldið hafa liðinu á floti. Fólkið í stúkunni er farið að hvísla á milli sín að kominn sé tími á þjálfaraskipti, enda þolinmæðin lítil eftir slakt gengi á síðasta tímabili lítil,“ sagði Helga Vala háðslega. Hún sagði að ekki væri það bara einn starfsmaður sem sagði upp á Landspítalanum í gær – það var lykilstarfsmaður á bráðamóttöku í Fossvogi sem sagði upp vegna langvarandi álags og engrar lausnar í sjónmáli. „Fleiri lykilstarfsmenn hyggja á brottför – fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá en frá ríkisstjórninni er ekkert að frétta.” Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Staðan á bráðamóttökunni ákveðinn vítahringur: „Fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá“ Fyrrverandi yfirlæknir á bráðamóttökunni segir fregnir af uppsögnum starfsmanna vegna viðvarandi álags á bráðamóttöku mjög sorglegar. Lengi hafi verið látið vita af miklu álagi og með vaxandi flótta frá deildinni verði ástandið sífellt erfiðara. Hægt sé að bæta úr vandanum en til þess þurfi fjármagn og tíma. 31. maí 2022 13:00 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í gær eru bráðahjúkrunarfræðingar að bugast. Soffía Steingrímsdóttir lýsti því yfir í gær að hún væri búin að gefast upp eftir erfiða vakt, hún ætlaði að láta það verða sitt fyrsta verk eftir hana að skrifa uppsagnarbréf. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar auglýsti eftir Willum Þór á þinginu nú fyrir skömmu: „Hvar er heilbrigðisráðherra Framsóknarflokksins eiginlega? Það er bókstaflega ekkert að frétta,“ sagði Helga Vala. Hún sagði að ekkert hefði verið gert af hálfu stjórnvalda til að bæta það ófremdarástand sem ríkt hefur í heilbrigðiskerfinu undanfarin ár. „Svo við tökum hér upp líkingamál sem hæstvirtur heilbrigðisráðherra skilur þá vil ég benda á að það er langt liðið á fyrri hálfleik hjá honum og út úr liðinu streyma lykilleikmenn sem haldið hafa liðinu á floti. Fólkið í stúkunni er farið að hvísla á milli sín að kominn sé tími á þjálfaraskipti, enda þolinmæðin lítil eftir slakt gengi á síðasta tímabili lítil,“ sagði Helga Vala háðslega. Hún sagði að ekki væri það bara einn starfsmaður sem sagði upp á Landspítalanum í gær – það var lykilstarfsmaður á bráðamóttöku í Fossvogi sem sagði upp vegna langvarandi álags og engrar lausnar í sjónmáli. „Fleiri lykilstarfsmenn hyggja á brottför – fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá en frá ríkisstjórninni er ekkert að frétta.”
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Staðan á bráðamóttökunni ákveðinn vítahringur: „Fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá“ Fyrrverandi yfirlæknir á bráðamóttökunni segir fregnir af uppsögnum starfsmanna vegna viðvarandi álags á bráðamóttöku mjög sorglegar. Lengi hafi verið látið vita af miklu álagi og með vaxandi flótta frá deildinni verði ástandið sífellt erfiðara. Hægt sé að bæta úr vandanum en til þess þurfi fjármagn og tíma. 31. maí 2022 13:00 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
Staðan á bráðamóttökunni ákveðinn vítahringur: „Fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá“ Fyrrverandi yfirlæknir á bráðamóttökunni segir fregnir af uppsögnum starfsmanna vegna viðvarandi álags á bráðamóttöku mjög sorglegar. Lengi hafi verið látið vita af miklu álagi og með vaxandi flótta frá deildinni verði ástandið sífellt erfiðara. Hægt sé að bæta úr vandanum en til þess þurfi fjármagn og tíma. 31. maí 2022 13:00