Willum Þór að missa lykilleikmenn úr liðinu Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2022 14:05 Helga Vala sagði langt liðið á fyrri hálfleik hjá Willum Þór og út úr liðinu streyma lykilleikmenn sem haldið hafa liðinu á floti. Fólkið í stúkunni er farið að hvísla á milli sín að kominn sé tími á þjálfaraskipti. vísir/vilhelm Hart var sótt að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á þinginu nú rétt í þessu, undir liðnum „störf þingsins“ vegna ófremdarástands á bráðamóttökunni. Helga Vala Helgadóttir reyndi að ná til ráðherra með líkingarmáli sem hún ætlar að hann skilji. Eins og Vísir greindi frá í gær eru bráðahjúkrunarfræðingar að bugast. Soffía Steingrímsdóttir lýsti því yfir í gær að hún væri búin að gefast upp eftir erfiða vakt, hún ætlaði að láta það verða sitt fyrsta verk eftir hana að skrifa uppsagnarbréf. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar auglýsti eftir Willum Þór á þinginu nú fyrir skömmu: „Hvar er heilbrigðisráðherra Framsóknarflokksins eiginlega? Það er bókstaflega ekkert að frétta,“ sagði Helga Vala. Hún sagði að ekkert hefði verið gert af hálfu stjórnvalda til að bæta það ófremdarástand sem ríkt hefur í heilbrigðiskerfinu undanfarin ár. „Svo við tökum hér upp líkingamál sem hæstvirtur heilbrigðisráðherra skilur þá vil ég benda á að það er langt liðið á fyrri hálfleik hjá honum og út úr liðinu streyma lykilleikmenn sem haldið hafa liðinu á floti. Fólkið í stúkunni er farið að hvísla á milli sín að kominn sé tími á þjálfaraskipti, enda þolinmæðin lítil eftir slakt gengi á síðasta tímabili lítil,“ sagði Helga Vala háðslega. Hún sagði að ekki væri það bara einn starfsmaður sem sagði upp á Landspítalanum í gær – það var lykilstarfsmaður á bráðamóttöku í Fossvogi sem sagði upp vegna langvarandi álags og engrar lausnar í sjónmáli. „Fleiri lykilstarfsmenn hyggja á brottför – fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá en frá ríkisstjórninni er ekkert að frétta.” Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Staðan á bráðamóttökunni ákveðinn vítahringur: „Fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá“ Fyrrverandi yfirlæknir á bráðamóttökunni segir fregnir af uppsögnum starfsmanna vegna viðvarandi álags á bráðamóttöku mjög sorglegar. Lengi hafi verið látið vita af miklu álagi og með vaxandi flótta frá deildinni verði ástandið sífellt erfiðara. Hægt sé að bæta úr vandanum en til þess þurfi fjármagn og tíma. 31. maí 2022 13:00 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í gær eru bráðahjúkrunarfræðingar að bugast. Soffía Steingrímsdóttir lýsti því yfir í gær að hún væri búin að gefast upp eftir erfiða vakt, hún ætlaði að láta það verða sitt fyrsta verk eftir hana að skrifa uppsagnarbréf. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar auglýsti eftir Willum Þór á þinginu nú fyrir skömmu: „Hvar er heilbrigðisráðherra Framsóknarflokksins eiginlega? Það er bókstaflega ekkert að frétta,“ sagði Helga Vala. Hún sagði að ekkert hefði verið gert af hálfu stjórnvalda til að bæta það ófremdarástand sem ríkt hefur í heilbrigðiskerfinu undanfarin ár. „Svo við tökum hér upp líkingamál sem hæstvirtur heilbrigðisráðherra skilur þá vil ég benda á að það er langt liðið á fyrri hálfleik hjá honum og út úr liðinu streyma lykilleikmenn sem haldið hafa liðinu á floti. Fólkið í stúkunni er farið að hvísla á milli sín að kominn sé tími á þjálfaraskipti, enda þolinmæðin lítil eftir slakt gengi á síðasta tímabili lítil,“ sagði Helga Vala háðslega. Hún sagði að ekki væri það bara einn starfsmaður sem sagði upp á Landspítalanum í gær – það var lykilstarfsmaður á bráðamóttöku í Fossvogi sem sagði upp vegna langvarandi álags og engrar lausnar í sjónmáli. „Fleiri lykilstarfsmenn hyggja á brottför – fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá en frá ríkisstjórninni er ekkert að frétta.”
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Staðan á bráðamóttökunni ákveðinn vítahringur: „Fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá“ Fyrrverandi yfirlæknir á bráðamóttökunni segir fregnir af uppsögnum starfsmanna vegna viðvarandi álags á bráðamóttöku mjög sorglegar. Lengi hafi verið látið vita af miklu álagi og með vaxandi flótta frá deildinni verði ástandið sífellt erfiðara. Hægt sé að bæta úr vandanum en til þess þurfi fjármagn og tíma. 31. maí 2022 13:00 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Staðan á bráðamóttökunni ákveðinn vítahringur: „Fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá“ Fyrrverandi yfirlæknir á bráðamóttökunni segir fregnir af uppsögnum starfsmanna vegna viðvarandi álags á bráðamóttöku mjög sorglegar. Lengi hafi verið látið vita af miklu álagi og með vaxandi flótta frá deildinni verði ástandið sífellt erfiðara. Hægt sé að bæta úr vandanum en til þess þurfi fjármagn og tíma. 31. maí 2022 13:00