Nýsamþykkt fjármálaáætlun er pólitísk markleysa Eyjólfur Ármannsson skrifar 15. júní 2022 08:31 Fyrsta fjármálaáætlun hverrar ríkisstjórnar gegnir lykilhlutverki í opinberri stefnumótun. Ný ríkisstjórn sýnir þá framkvæmd helstu verkefna sem boðuð eru í stjórnarsáttmála og hver verði forgangsröðun næstu ára. Nýsamþykkt fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 er annars eðlis. Í stað þess að uppfylla kosningaloforð sem mynda stjórnarsáttmálann er gefið í skyn að nánast engar breytingar verði á ríkisfjármálum næstu fimm ár, nema hvað ytri áhrif varðar, þ.e. hagtölur og fólksfjölgun. Gildandi fjárlög virðast sett í Excel-skjal og hliðrað til hægri. Einu pólitísku áherslurnar eru hvernig skuli draga úr skuldasöfnun á kostnað samfélagslega mikilvægra verkefna. Samkvæmt fjármálaáætlun er stefnt að því að raunvöxtur frumgjalda ríkissjóðs verði um 1% á ári næstu fimm árin. Það er óraunhæft og skapar ekki grundvöll fyrir þær umbætur sem ríkisstjórnin boðar í stjórnarsáttmála. Ef fjármálaáætlun á að endurspegla þróun ríkisfjármála á kjörtímabilinu verður að draga upp skýrari ramma. Vanfjármögnuð velferð og heilbrigðisþjónusta Ekki er gert ráð fyrir fyrirhugaðri endurskoðun almannatryggingakerfisins í fjármálaáætlun og er hún ekki fjármögnuð. Eingöngu eru gerðar breytingar til samræmis við spár um lýðfræðilega fjölgun og ekki er tekið tillit til hækkandi verðbólgu. Kjör öryrkja hafa ekki fylgt launaþróun áratugum saman. Til að markmið um aukna atvinnuþátttöku öryrkja náist þarf að draga verulega úr tekjutengingum Tryggingastofnunar. Ríkisstjórnin ætlar því miður ekki að verða við sjálfsögðum kröfum öryrkja til aukinnar atvinnuþáttöku. Neyðarástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans. Álag á starfsfólk er allt of mikið og biðtími sjúklinga of langur. Mannekla, skortur á legurýmum og undirfjármögnun eru helstu einkenni heilbrigðisþjónustunnar. Fjármálaáætlunin horfir fram hjá því ástandi sem nú ríkir. Ekki stendur til að auka fjárheimildir til reksturs heilbrigðiskerfisins á tímabili áætlunarinnar. Fjármálaráðherra hefur sagt að peninga vanti ekki, vandamálið sé ekki vanfjármögnun. Allir sem til þekkja vita að þetta er ekki rétt. Staðreyndin er að fjármálaáætlun ráðherrans tryggir ekki fjármögnun Landspítalans frekar en fyrri fjármálaáætlanir og enn á ný vanmetur fjármálaráðherra verulega þjónustuþörf heilbrigðiskerfisins á næstu árum. Verulegur skortur er á hjúkrunarrýmum og biðlistar eftir úthlutun langir. Árleg 0,9% hækkun í fjármálaáætlun til að fjármagna rekstur hjúkrunarheimila dugar ekki til að efna loforð ríkisins miðað við forsendur þjónustusamninga ríkisins við hjúkrunarheimilin. Þá er ekki áætlað að ráðast í frekari uppbyggingu á hjúkrunarheimilum umfram eldri áætlanir, sem hafa tafist alltof lengi. Máttleysi gegn verðbólgu Flokkur fólksins, ásamt öðrum stjórnarandstöðuflokkum, kallaði strax í febrúar eftir aðgerðum til að koma til móts við lágtekjuhópa og fjölskyldufólk í ljósi hækkandi verðbólgu. Viðbrögð ríkisstjórnarflokkanna voru lítil sem engin. Svo fór sem á horfði og verðbólgan jókst og jókst. Það var svo ekki fyrr en í maí að ríkisstjórnin kynnti mótvægisaðgerðir gegn verðbólgu. Eins og venja er komu þær fram of seint og ganga allt of skammt. Í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til að sporna við þenslu í hagkerfinu, sem kynntur var í síðustu viku, kemur fram að til standi að hækka ýmiss gjöld, endurskoða verðmætagjald vegna sjókvíaeldis og auka tekjur af ferðamönnum. Þetta eru atvinnugreinar sem munu undirbyggja hagvöxt næstu ára. Við eigum að styðja við vöxt þeirra, ekki hamla honum. Hækkun veiðigjalds og bankaskatts hefði verið mun nærtækari ráðstafanir. Ekki er fyrirséður vöxtur í stórútgerð á næstu árum og samkeppnisleysi skilar bönkunum sjálftöku-ofur-hagnaði. Til að sporna gegn þenslu er mikilvægt að samhliða verði milduð áhrif verðbólgu á tekjulága hópa, sérstaklega aldraða og öryrkja. Sem og fólk með verðtryggð íbúðalán, en verðbólga stórskaðar eignastöðu þessa hóps. Ríkinu ber skylda til að verja eignamyndun fólks. Flokkur fólksins hefur lagt fram frumvarp til að tryggja að áhrif verðbólgu bitni ekki með harkalegum hætti á lágtekjuhópum og fólki með verðtryggð lán. Því miður hyggst ríkisstjórnin greiða atkvæði gegn frumvarpi Flokks fólksins. Ekki fjárfest til framtíðar Fjárfestingarstig hins opinbera er ekki hátt í sögulegu samhengi, sérstaklega í ljósi mikils samdráttar á árunum eftir fjármálahrun. Fjölmörg þjóðhagslega arðbær fjárfestingartækifæri eru til staðar og auðveldlega má réttlæta skuldsetningu til að fjármagna slík verkefni ef arðsemin er meiri en fjármagnskostnaður. Því miður er lítið fjallað um tækifæri til fjárfestingar í fjármálaáætlun og þvert á móti hefur ríkisstjórnin samþykkt að fresta fjárfestingum að verðmæti 10 milljarða króna. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri-grænna ætlar sem sagt ekki að fjárfesta í framtíðinni. Fjármálaáætlun án markmiða Fjármálaáætlun sem hefur hvorki skýr markmið um að tryggja fjármagn til nauðsynlegra úrbóta á almannatryggingakerfinu né örugga heilbrigðisþjónustu er pólitísk markleysa. Sama á við um fjárfestingar. Það segir sína sögu um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í þessum mikilvægu málaflokkum í samfélaginu. Við munu áfram búa við tekjuskerðingar almannatrygginga, fátæktargildrur, fréttir af neyðarástandinu á Landspítala, skort á hjúkrunarrýmum og stefnuleysi í fleiri samfélagslega mikilvægum málum. Það er ekkert að frétta og markmiðin fyrir fólkið engin. Fólkið er ekki fyrst í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar, svo mikið er víst. Fjármálaáætlun 2023-2027 er áætlun ríkisstjórnarflokka sem sameinast um völd en ekki markmið og stefnu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og 2. varaformaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Fyrsta fjármálaáætlun hverrar ríkisstjórnar gegnir lykilhlutverki í opinberri stefnumótun. Ný ríkisstjórn sýnir þá framkvæmd helstu verkefna sem boðuð eru í stjórnarsáttmála og hver verði forgangsröðun næstu ára. Nýsamþykkt fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 er annars eðlis. Í stað þess að uppfylla kosningaloforð sem mynda stjórnarsáttmálann er gefið í skyn að nánast engar breytingar verði á ríkisfjármálum næstu fimm ár, nema hvað ytri áhrif varðar, þ.e. hagtölur og fólksfjölgun. Gildandi fjárlög virðast sett í Excel-skjal og hliðrað til hægri. Einu pólitísku áherslurnar eru hvernig skuli draga úr skuldasöfnun á kostnað samfélagslega mikilvægra verkefna. Samkvæmt fjármálaáætlun er stefnt að því að raunvöxtur frumgjalda ríkissjóðs verði um 1% á ári næstu fimm árin. Það er óraunhæft og skapar ekki grundvöll fyrir þær umbætur sem ríkisstjórnin boðar í stjórnarsáttmála. Ef fjármálaáætlun á að endurspegla þróun ríkisfjármála á kjörtímabilinu verður að draga upp skýrari ramma. Vanfjármögnuð velferð og heilbrigðisþjónusta Ekki er gert ráð fyrir fyrirhugaðri endurskoðun almannatryggingakerfisins í fjármálaáætlun og er hún ekki fjármögnuð. Eingöngu eru gerðar breytingar til samræmis við spár um lýðfræðilega fjölgun og ekki er tekið tillit til hækkandi verðbólgu. Kjör öryrkja hafa ekki fylgt launaþróun áratugum saman. Til að markmið um aukna atvinnuþátttöku öryrkja náist þarf að draga verulega úr tekjutengingum Tryggingastofnunar. Ríkisstjórnin ætlar því miður ekki að verða við sjálfsögðum kröfum öryrkja til aukinnar atvinnuþáttöku. Neyðarástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans. Álag á starfsfólk er allt of mikið og biðtími sjúklinga of langur. Mannekla, skortur á legurýmum og undirfjármögnun eru helstu einkenni heilbrigðisþjónustunnar. Fjármálaáætlunin horfir fram hjá því ástandi sem nú ríkir. Ekki stendur til að auka fjárheimildir til reksturs heilbrigðiskerfisins á tímabili áætlunarinnar. Fjármálaráðherra hefur sagt að peninga vanti ekki, vandamálið sé ekki vanfjármögnun. Allir sem til þekkja vita að þetta er ekki rétt. Staðreyndin er að fjármálaáætlun ráðherrans tryggir ekki fjármögnun Landspítalans frekar en fyrri fjármálaáætlanir og enn á ný vanmetur fjármálaráðherra verulega þjónustuþörf heilbrigðiskerfisins á næstu árum. Verulegur skortur er á hjúkrunarrýmum og biðlistar eftir úthlutun langir. Árleg 0,9% hækkun í fjármálaáætlun til að fjármagna rekstur hjúkrunarheimila dugar ekki til að efna loforð ríkisins miðað við forsendur þjónustusamninga ríkisins við hjúkrunarheimilin. Þá er ekki áætlað að ráðast í frekari uppbyggingu á hjúkrunarheimilum umfram eldri áætlanir, sem hafa tafist alltof lengi. Máttleysi gegn verðbólgu Flokkur fólksins, ásamt öðrum stjórnarandstöðuflokkum, kallaði strax í febrúar eftir aðgerðum til að koma til móts við lágtekjuhópa og fjölskyldufólk í ljósi hækkandi verðbólgu. Viðbrögð ríkisstjórnarflokkanna voru lítil sem engin. Svo fór sem á horfði og verðbólgan jókst og jókst. Það var svo ekki fyrr en í maí að ríkisstjórnin kynnti mótvægisaðgerðir gegn verðbólgu. Eins og venja er komu þær fram of seint og ganga allt of skammt. Í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til að sporna við þenslu í hagkerfinu, sem kynntur var í síðustu viku, kemur fram að til standi að hækka ýmiss gjöld, endurskoða verðmætagjald vegna sjókvíaeldis og auka tekjur af ferðamönnum. Þetta eru atvinnugreinar sem munu undirbyggja hagvöxt næstu ára. Við eigum að styðja við vöxt þeirra, ekki hamla honum. Hækkun veiðigjalds og bankaskatts hefði verið mun nærtækari ráðstafanir. Ekki er fyrirséður vöxtur í stórútgerð á næstu árum og samkeppnisleysi skilar bönkunum sjálftöku-ofur-hagnaði. Til að sporna gegn þenslu er mikilvægt að samhliða verði milduð áhrif verðbólgu á tekjulága hópa, sérstaklega aldraða og öryrkja. Sem og fólk með verðtryggð íbúðalán, en verðbólga stórskaðar eignastöðu þessa hóps. Ríkinu ber skylda til að verja eignamyndun fólks. Flokkur fólksins hefur lagt fram frumvarp til að tryggja að áhrif verðbólgu bitni ekki með harkalegum hætti á lágtekjuhópum og fólki með verðtryggð lán. Því miður hyggst ríkisstjórnin greiða atkvæði gegn frumvarpi Flokks fólksins. Ekki fjárfest til framtíðar Fjárfestingarstig hins opinbera er ekki hátt í sögulegu samhengi, sérstaklega í ljósi mikils samdráttar á árunum eftir fjármálahrun. Fjölmörg þjóðhagslega arðbær fjárfestingartækifæri eru til staðar og auðveldlega má réttlæta skuldsetningu til að fjármagna slík verkefni ef arðsemin er meiri en fjármagnskostnaður. Því miður er lítið fjallað um tækifæri til fjárfestingar í fjármálaáætlun og þvert á móti hefur ríkisstjórnin samþykkt að fresta fjárfestingum að verðmæti 10 milljarða króna. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri-grænna ætlar sem sagt ekki að fjárfesta í framtíðinni. Fjármálaáætlun án markmiða Fjármálaáætlun sem hefur hvorki skýr markmið um að tryggja fjármagn til nauðsynlegra úrbóta á almannatryggingakerfinu né örugga heilbrigðisþjónustu er pólitísk markleysa. Sama á við um fjárfestingar. Það segir sína sögu um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í þessum mikilvægu málaflokkum í samfélaginu. Við munu áfram búa við tekjuskerðingar almannatrygginga, fátæktargildrur, fréttir af neyðarástandinu á Landspítala, skort á hjúkrunarrýmum og stefnuleysi í fleiri samfélagslega mikilvægum málum. Það er ekkert að frétta og markmiðin fyrir fólkið engin. Fólkið er ekki fyrst í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar, svo mikið er víst. Fjármálaáætlun 2023-2027 er áætlun ríkisstjórnarflokka sem sameinast um völd en ekki markmið og stefnu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og 2. varaformaður fjárlaganefndar.
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun