Golden State NBA meistari árið 2022 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2022 08:02 Stephen Curry, Klay Thompson og Golden State Warriors eru NBA meistarar árið 2022. Elsa/Getty Images Golden State Warriors lagði Boston Celtics með 13 stiga mun í sjötta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildairnnar í nótt, lokatölur 103-90 Warriors í vil. Um var að ræða fjórða sigur Golden State sem er þar með orðið NBA meistari árið 2022. Það var ljóst fyrir leik næturinnar að Stephen Curry og félagar gætu orðið meistarar í Boston þar sem leikur næturinnar fór fram. Enn og aftur var það frábær varnarleikur sem skilaði Golden State sigrinum. Í tveimur af fyrstu þremur leikjum einvígisins skoraði Boston yfir 115 stig en síðan þá hefur liðið ekki komist yfir 100 stiga múrinn. Pandemonium inside the @warriors locker room pic.twitter.com/FYUBDLHFak— NBA (@NBA) June 17, 2022 Heimamenn byrjuðu reyndar betur í nótt en í öðrum leikhluta var í raun orðið ljóst í hvað stefndi. Reynsla gestanna er kemur að því að vinna titla vó þungt enda var liðið þarna að vinna sinn fjórða titil á síðustu átta árum. Staðan í hálfleik var 39-54 og ljóst að heimamenn þyrftu kraftaverk til að jafna metin í einvíginu. Sóknarleikur þeirra var í molum en það er ekki oft sem lið í NBA skora aðeins 39 stig í heilum hálfleik. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu en það dugði ekki til. Lokatölur 90-103 og Golden State Warriors er NBA meistari árið 2022. Curry var langstigahæstur í liði Warriors með 34 stig ásamt því að bjóða upp á 7 stoðsendingar og 7 fráköst. Þar á eftir kom Andrew Wiggins með 18 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Check out the best of @StephenCurry30 in the 2022 #NBAFinals to see the plays that earned him the 2022 Bill Russell Trophy as Finals MVP! 31.2 PPG | 6 RPG | 5 APG pic.twitter.com/baNC3x67Rj— NBA (@NBA) June 17, 2022 Jordan Poole skoraði 18 stig á þeim stundarfjórðungi sem hann spilaði á meðan Draymond Green og Klay Thompson skoruðu 12 stig hvor. Green bauð einnig upp á 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Draymond Green was a force on both ends of the floor in Game 6 claiming the win and his 4th Championship in the process!@money23green: 12 PTS, 12 REB, 8 AST, 2 STL, 2 BLK pic.twitter.com/wIgsCq6rGP— NBA (@NBA) June 17, 2022 Hjá Boston var Jaylen Brown einnig langstigahæstur með 34 stig ásamt 7 fráköstum og 3 stoðsendingum. Al Horford skoraði 19 stig og tók 14 fráköst en Jayson Tatum átti erfitt uppdráttar í nótt. Hann skoraði 13 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 3 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Bandaríkin Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Sjá meira
Það var ljóst fyrir leik næturinnar að Stephen Curry og félagar gætu orðið meistarar í Boston þar sem leikur næturinnar fór fram. Enn og aftur var það frábær varnarleikur sem skilaði Golden State sigrinum. Í tveimur af fyrstu þremur leikjum einvígisins skoraði Boston yfir 115 stig en síðan þá hefur liðið ekki komist yfir 100 stiga múrinn. Pandemonium inside the @warriors locker room pic.twitter.com/FYUBDLHFak— NBA (@NBA) June 17, 2022 Heimamenn byrjuðu reyndar betur í nótt en í öðrum leikhluta var í raun orðið ljóst í hvað stefndi. Reynsla gestanna er kemur að því að vinna titla vó þungt enda var liðið þarna að vinna sinn fjórða titil á síðustu átta árum. Staðan í hálfleik var 39-54 og ljóst að heimamenn þyrftu kraftaverk til að jafna metin í einvíginu. Sóknarleikur þeirra var í molum en það er ekki oft sem lið í NBA skora aðeins 39 stig í heilum hálfleik. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu en það dugði ekki til. Lokatölur 90-103 og Golden State Warriors er NBA meistari árið 2022. Curry var langstigahæstur í liði Warriors með 34 stig ásamt því að bjóða upp á 7 stoðsendingar og 7 fráköst. Þar á eftir kom Andrew Wiggins með 18 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Check out the best of @StephenCurry30 in the 2022 #NBAFinals to see the plays that earned him the 2022 Bill Russell Trophy as Finals MVP! 31.2 PPG | 6 RPG | 5 APG pic.twitter.com/baNC3x67Rj— NBA (@NBA) June 17, 2022 Jordan Poole skoraði 18 stig á þeim stundarfjórðungi sem hann spilaði á meðan Draymond Green og Klay Thompson skoruðu 12 stig hvor. Green bauð einnig upp á 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Draymond Green was a force on both ends of the floor in Game 6 claiming the win and his 4th Championship in the process!@money23green: 12 PTS, 12 REB, 8 AST, 2 STL, 2 BLK pic.twitter.com/wIgsCq6rGP— NBA (@NBA) June 17, 2022 Hjá Boston var Jaylen Brown einnig langstigahæstur með 34 stig ásamt 7 fráköstum og 3 stoðsendingum. Al Horford skoraði 19 stig og tók 14 fráköst en Jayson Tatum átti erfitt uppdráttar í nótt. Hann skoraði 13 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 3 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Bandaríkin Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum