Löng og ströng bið eftir heilbrigðisþjónustu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 11. júlí 2022 07:01 Embætti landlæknis hefur sett ákveðin viðmiðunarmörk um hvað getur talist ásættanleg bið eftir heilbrigðisþjónustu, en mörkin eru sett með hliðsjón af markmiðum í nágrannalöndum okkar varðandi aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Viðmiðunarmörkin eru þessi: Samband við heilsugæslustöð samdægurs. Viðtal við heilsugæslulækni innan 5 daga. Skoðun hjá sérfræðingi innan 30 daga. Aðgerð/meðferð hjá sérfræðingi innan 90 daga frá greiningu. Af ástæðum sem blasa við lagði ég inn formlega fyrirspurn í fjórum liðum á Alþingi til heilbrigðisráðherra um ásættanlegan biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu með vísan til þessara viðmiðunarmarka. Mér hefur nú borist svar frá ráðherranum. Í fyrsta lagi spurði ég um samband sjúklinga samdægurs við heilsugæslustöðvar. Í svarinu kemur fram að „samband samdægurs“ sé ekki nánar skilgreint í viðmiðunum og bent á að allir hafi aðgang að heilsugæslu t.a.m. gegnum síma og netspjall. Þá kemur fram að mjög sé mismunandi milli heilbrigðisumdæma hvernig haldið er utan um upplýsingar um veitta þjónustu. Í könnun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á ánægju og trausti meðal notenda heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu kemur hins vegar fram að hlutfall þeirra, sem töldu sig hafa haft mjög brýnt erindi og fengið þjónustu samdægurs, lækkaði talsvert á tímabilinu 2019-2021. Í öðru lagi óskaði ég eftir upplýsingum um hversu margir fengju viðtal við heilsugæslulækni innan fimm daga. Hér er sama uppi á teningnum varðandi utanumhald upplýsinga, en meðal þess sem kemur fram í svarinu er að þjónustukannanir sýni að bið eftir læknistíma sé stærsta umkvörtunarefni skjólstæðinga Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þá kemur fram að hlutfall þeirra sem töldu sig hafa haft mjög brýnt erindi og fengið þjónustu innan viku lækkaði umtalsvert 2019-2021, eða um tæp 10% samkvæmt framangreindri könnun SÍ. Í þriðja og fjórða lagi óskaði ég eftir upplýsingum um biðtíma eftir sérfræðingum og aðgerðum og annarri meðferð hjá þeim en í svarinu kemur fram að ekki séu til heildstæðar upplýsingar um bið eftir tíma hjá sjálfstætt starfandi sérfræðingum. Þá sé bið afar mismunandi eftir tegundum aðgerða og meðferðar. Reglulega sé kallað eftir upplýsingum um bið eftir völdum skurðaðgerðum. Staðan er einfaldlega ekki eins og best verður á kosið varðandi bið eftir heilbrigðisþjónustu. Róðurinn þyngdist vissulega verulega t.d. á heilsugæslustöðvum vegna skertrar þjónustu í heimsfaraldrinum. Það er hins vegar nánast sama hvar borið er niður. Það er margra mánaða bið eftir tímum hjá sérfræðilæknum og áralöng bið eftir fjölmörgum aðgerðum með tilheyrandi lífsgæðaskerðingu. M.a. af þessum sökum er mikilvægt að utanumhald upplýsinga sé gott; að rýnt sé í vandann og hvernig eigi að bregðast við honum. Heilbrigðisráðherra hefur vissulega beint sjónum að forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu og lagt áherslu á styttingu biðtíma. Það er hins vegar ekki nóg að plástra kerfi sem ekki virkar. Það er því löngu orðið tímabært að nýta fjölbreyttara rekstrarform í heilbrigðiskerfinu til að bæta aðgengi og stytta biðlista. Það hefur gefist vel við heilsugæslurekstur á höfuðborgarsvæðinu. Kannanir sýna að ánægja og traust notenda einkarekinna heilsugæslustöðva mælist meira en þar sem þær sem eru reknar af hinu opinbera. Ég hef áður velt því upp hér hvort gamaldags hugsun komi í veg fyrir skynsama uppbygginu í heilbrigðiskerfinu og sömuleiðis skrifað um þjáningar þeirra sem þjást af endómetríósu og bíða eftir réttri greiningu og meðhöndlun. Ég hvet heilbrigðisráðherra til að hafa áfram opinn hug við að bæta heilbrigðiskerfið og þjónustu við sjúklinga. Þeir geta eðlilega ekki sætt sig við skert lífsgæði meðan þeir bíða eftir heilbrigðisþjónustu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Diljá Mist Einarsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Sjá meira
Embætti landlæknis hefur sett ákveðin viðmiðunarmörk um hvað getur talist ásættanleg bið eftir heilbrigðisþjónustu, en mörkin eru sett með hliðsjón af markmiðum í nágrannalöndum okkar varðandi aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Viðmiðunarmörkin eru þessi: Samband við heilsugæslustöð samdægurs. Viðtal við heilsugæslulækni innan 5 daga. Skoðun hjá sérfræðingi innan 30 daga. Aðgerð/meðferð hjá sérfræðingi innan 90 daga frá greiningu. Af ástæðum sem blasa við lagði ég inn formlega fyrirspurn í fjórum liðum á Alþingi til heilbrigðisráðherra um ásættanlegan biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu með vísan til þessara viðmiðunarmarka. Mér hefur nú borist svar frá ráðherranum. Í fyrsta lagi spurði ég um samband sjúklinga samdægurs við heilsugæslustöðvar. Í svarinu kemur fram að „samband samdægurs“ sé ekki nánar skilgreint í viðmiðunum og bent á að allir hafi aðgang að heilsugæslu t.a.m. gegnum síma og netspjall. Þá kemur fram að mjög sé mismunandi milli heilbrigðisumdæma hvernig haldið er utan um upplýsingar um veitta þjónustu. Í könnun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á ánægju og trausti meðal notenda heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu kemur hins vegar fram að hlutfall þeirra, sem töldu sig hafa haft mjög brýnt erindi og fengið þjónustu samdægurs, lækkaði talsvert á tímabilinu 2019-2021. Í öðru lagi óskaði ég eftir upplýsingum um hversu margir fengju viðtal við heilsugæslulækni innan fimm daga. Hér er sama uppi á teningnum varðandi utanumhald upplýsinga, en meðal þess sem kemur fram í svarinu er að þjónustukannanir sýni að bið eftir læknistíma sé stærsta umkvörtunarefni skjólstæðinga Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þá kemur fram að hlutfall þeirra sem töldu sig hafa haft mjög brýnt erindi og fengið þjónustu innan viku lækkaði umtalsvert 2019-2021, eða um tæp 10% samkvæmt framangreindri könnun SÍ. Í þriðja og fjórða lagi óskaði ég eftir upplýsingum um biðtíma eftir sérfræðingum og aðgerðum og annarri meðferð hjá þeim en í svarinu kemur fram að ekki séu til heildstæðar upplýsingar um bið eftir tíma hjá sjálfstætt starfandi sérfræðingum. Þá sé bið afar mismunandi eftir tegundum aðgerða og meðferðar. Reglulega sé kallað eftir upplýsingum um bið eftir völdum skurðaðgerðum. Staðan er einfaldlega ekki eins og best verður á kosið varðandi bið eftir heilbrigðisþjónustu. Róðurinn þyngdist vissulega verulega t.d. á heilsugæslustöðvum vegna skertrar þjónustu í heimsfaraldrinum. Það er hins vegar nánast sama hvar borið er niður. Það er margra mánaða bið eftir tímum hjá sérfræðilæknum og áralöng bið eftir fjölmörgum aðgerðum með tilheyrandi lífsgæðaskerðingu. M.a. af þessum sökum er mikilvægt að utanumhald upplýsinga sé gott; að rýnt sé í vandann og hvernig eigi að bregðast við honum. Heilbrigðisráðherra hefur vissulega beint sjónum að forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu og lagt áherslu á styttingu biðtíma. Það er hins vegar ekki nóg að plástra kerfi sem ekki virkar. Það er því löngu orðið tímabært að nýta fjölbreyttara rekstrarform í heilbrigðiskerfinu til að bæta aðgengi og stytta biðlista. Það hefur gefist vel við heilsugæslurekstur á höfuðborgarsvæðinu. Kannanir sýna að ánægja og traust notenda einkarekinna heilsugæslustöðva mælist meira en þar sem þær sem eru reknar af hinu opinbera. Ég hef áður velt því upp hér hvort gamaldags hugsun komi í veg fyrir skynsama uppbygginu í heilbrigðiskerfinu og sömuleiðis skrifað um þjáningar þeirra sem þjást af endómetríósu og bíða eftir réttri greiningu og meðhöndlun. Ég hvet heilbrigðisráðherra til að hafa áfram opinn hug við að bæta heilbrigðiskerfið og þjónustu við sjúklinga. Þeir geta eðlilega ekki sætt sig við skert lífsgæði meðan þeir bíða eftir heilbrigðisþjónustu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun