Löng og ströng bið eftir heilbrigðisþjónustu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 11. júlí 2022 07:01 Embætti landlæknis hefur sett ákveðin viðmiðunarmörk um hvað getur talist ásættanleg bið eftir heilbrigðisþjónustu, en mörkin eru sett með hliðsjón af markmiðum í nágrannalöndum okkar varðandi aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Viðmiðunarmörkin eru þessi: Samband við heilsugæslustöð samdægurs. Viðtal við heilsugæslulækni innan 5 daga. Skoðun hjá sérfræðingi innan 30 daga. Aðgerð/meðferð hjá sérfræðingi innan 90 daga frá greiningu. Af ástæðum sem blasa við lagði ég inn formlega fyrirspurn í fjórum liðum á Alþingi til heilbrigðisráðherra um ásættanlegan biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu með vísan til þessara viðmiðunarmarka. Mér hefur nú borist svar frá ráðherranum. Í fyrsta lagi spurði ég um samband sjúklinga samdægurs við heilsugæslustöðvar. Í svarinu kemur fram að „samband samdægurs“ sé ekki nánar skilgreint í viðmiðunum og bent á að allir hafi aðgang að heilsugæslu t.a.m. gegnum síma og netspjall. Þá kemur fram að mjög sé mismunandi milli heilbrigðisumdæma hvernig haldið er utan um upplýsingar um veitta þjónustu. Í könnun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á ánægju og trausti meðal notenda heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu kemur hins vegar fram að hlutfall þeirra, sem töldu sig hafa haft mjög brýnt erindi og fengið þjónustu samdægurs, lækkaði talsvert á tímabilinu 2019-2021. Í öðru lagi óskaði ég eftir upplýsingum um hversu margir fengju viðtal við heilsugæslulækni innan fimm daga. Hér er sama uppi á teningnum varðandi utanumhald upplýsinga, en meðal þess sem kemur fram í svarinu er að þjónustukannanir sýni að bið eftir læknistíma sé stærsta umkvörtunarefni skjólstæðinga Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þá kemur fram að hlutfall þeirra sem töldu sig hafa haft mjög brýnt erindi og fengið þjónustu innan viku lækkaði umtalsvert 2019-2021, eða um tæp 10% samkvæmt framangreindri könnun SÍ. Í þriðja og fjórða lagi óskaði ég eftir upplýsingum um biðtíma eftir sérfræðingum og aðgerðum og annarri meðferð hjá þeim en í svarinu kemur fram að ekki séu til heildstæðar upplýsingar um bið eftir tíma hjá sjálfstætt starfandi sérfræðingum. Þá sé bið afar mismunandi eftir tegundum aðgerða og meðferðar. Reglulega sé kallað eftir upplýsingum um bið eftir völdum skurðaðgerðum. Staðan er einfaldlega ekki eins og best verður á kosið varðandi bið eftir heilbrigðisþjónustu. Róðurinn þyngdist vissulega verulega t.d. á heilsugæslustöðvum vegna skertrar þjónustu í heimsfaraldrinum. Það er hins vegar nánast sama hvar borið er niður. Það er margra mánaða bið eftir tímum hjá sérfræðilæknum og áralöng bið eftir fjölmörgum aðgerðum með tilheyrandi lífsgæðaskerðingu. M.a. af þessum sökum er mikilvægt að utanumhald upplýsinga sé gott; að rýnt sé í vandann og hvernig eigi að bregðast við honum. Heilbrigðisráðherra hefur vissulega beint sjónum að forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu og lagt áherslu á styttingu biðtíma. Það er hins vegar ekki nóg að plástra kerfi sem ekki virkar. Það er því löngu orðið tímabært að nýta fjölbreyttara rekstrarform í heilbrigðiskerfinu til að bæta aðgengi og stytta biðlista. Það hefur gefist vel við heilsugæslurekstur á höfuðborgarsvæðinu. Kannanir sýna að ánægja og traust notenda einkarekinna heilsugæslustöðva mælist meira en þar sem þær sem eru reknar af hinu opinbera. Ég hef áður velt því upp hér hvort gamaldags hugsun komi í veg fyrir skynsama uppbygginu í heilbrigðiskerfinu og sömuleiðis skrifað um þjáningar þeirra sem þjást af endómetríósu og bíða eftir réttri greiningu og meðhöndlun. Ég hvet heilbrigðisráðherra til að hafa áfram opinn hug við að bæta heilbrigðiskerfið og þjónustu við sjúklinga. Þeir geta eðlilega ekki sætt sig við skert lífsgæði meðan þeir bíða eftir heilbrigðisþjónustu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Diljá Mist Einarsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Sjá meira
Embætti landlæknis hefur sett ákveðin viðmiðunarmörk um hvað getur talist ásættanleg bið eftir heilbrigðisþjónustu, en mörkin eru sett með hliðsjón af markmiðum í nágrannalöndum okkar varðandi aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Viðmiðunarmörkin eru þessi: Samband við heilsugæslustöð samdægurs. Viðtal við heilsugæslulækni innan 5 daga. Skoðun hjá sérfræðingi innan 30 daga. Aðgerð/meðferð hjá sérfræðingi innan 90 daga frá greiningu. Af ástæðum sem blasa við lagði ég inn formlega fyrirspurn í fjórum liðum á Alþingi til heilbrigðisráðherra um ásættanlegan biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu með vísan til þessara viðmiðunarmarka. Mér hefur nú borist svar frá ráðherranum. Í fyrsta lagi spurði ég um samband sjúklinga samdægurs við heilsugæslustöðvar. Í svarinu kemur fram að „samband samdægurs“ sé ekki nánar skilgreint í viðmiðunum og bent á að allir hafi aðgang að heilsugæslu t.a.m. gegnum síma og netspjall. Þá kemur fram að mjög sé mismunandi milli heilbrigðisumdæma hvernig haldið er utan um upplýsingar um veitta þjónustu. Í könnun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á ánægju og trausti meðal notenda heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu kemur hins vegar fram að hlutfall þeirra, sem töldu sig hafa haft mjög brýnt erindi og fengið þjónustu samdægurs, lækkaði talsvert á tímabilinu 2019-2021. Í öðru lagi óskaði ég eftir upplýsingum um hversu margir fengju viðtal við heilsugæslulækni innan fimm daga. Hér er sama uppi á teningnum varðandi utanumhald upplýsinga, en meðal þess sem kemur fram í svarinu er að þjónustukannanir sýni að bið eftir læknistíma sé stærsta umkvörtunarefni skjólstæðinga Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þá kemur fram að hlutfall þeirra sem töldu sig hafa haft mjög brýnt erindi og fengið þjónustu innan viku lækkaði umtalsvert 2019-2021, eða um tæp 10% samkvæmt framangreindri könnun SÍ. Í þriðja og fjórða lagi óskaði ég eftir upplýsingum um biðtíma eftir sérfræðingum og aðgerðum og annarri meðferð hjá þeim en í svarinu kemur fram að ekki séu til heildstæðar upplýsingar um bið eftir tíma hjá sjálfstætt starfandi sérfræðingum. Þá sé bið afar mismunandi eftir tegundum aðgerða og meðferðar. Reglulega sé kallað eftir upplýsingum um bið eftir völdum skurðaðgerðum. Staðan er einfaldlega ekki eins og best verður á kosið varðandi bið eftir heilbrigðisþjónustu. Róðurinn þyngdist vissulega verulega t.d. á heilsugæslustöðvum vegna skertrar þjónustu í heimsfaraldrinum. Það er hins vegar nánast sama hvar borið er niður. Það er margra mánaða bið eftir tímum hjá sérfræðilæknum og áralöng bið eftir fjölmörgum aðgerðum með tilheyrandi lífsgæðaskerðingu. M.a. af þessum sökum er mikilvægt að utanumhald upplýsinga sé gott; að rýnt sé í vandann og hvernig eigi að bregðast við honum. Heilbrigðisráðherra hefur vissulega beint sjónum að forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu og lagt áherslu á styttingu biðtíma. Það er hins vegar ekki nóg að plástra kerfi sem ekki virkar. Það er því löngu orðið tímabært að nýta fjölbreyttara rekstrarform í heilbrigðiskerfinu til að bæta aðgengi og stytta biðlista. Það hefur gefist vel við heilsugæslurekstur á höfuðborgarsvæðinu. Kannanir sýna að ánægja og traust notenda einkarekinna heilsugæslustöðva mælist meira en þar sem þær sem eru reknar af hinu opinbera. Ég hef áður velt því upp hér hvort gamaldags hugsun komi í veg fyrir skynsama uppbygginu í heilbrigðiskerfinu og sömuleiðis skrifað um þjáningar þeirra sem þjást af endómetríósu og bíða eftir réttri greiningu og meðhöndlun. Ég hvet heilbrigðisráðherra til að hafa áfram opinn hug við að bæta heilbrigðiskerfið og þjónustu við sjúklinga. Þeir geta eðlilega ekki sætt sig við skert lífsgæði meðan þeir bíða eftir heilbrigðisþjónustu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun