Hver þorir að eignast barn í Reykjavík? Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar 17. ágúst 2022 08:01 Árið 1991 var mamma vinar míns að opna fyrirtæki þegar hún varð ólétt af honum. Hún gat leyft sér mánaðarfrí í kjölfar fæðingarinnar en síðan varð hún að taka barnið með í vinnuna þar til hann varð nógu gamall til að fara til dagforeldris. Börn byrjuðu þá yfirleitt ekki á leikskóla fyrr en um 2 ½ - 3 ára og einungis einstæðir foreldrar fengu leikskóladvöl í heilan dag. Fyrir foreldra í sambúð eða hjúskap bauðst bara hálfur dagur, sem segir sitt um þær væntingar sem gerðar voru til foreldra eða réttar sagt, mæðra. Nú er öldin önnur og ekki er hjúskaparstaðan lengur til fyrirstöðu heldur áratugalangt ráðaleysi hjá meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkurborgar. Þegar ég átti frumburðinn minn fyrir 12 árum heyrði ég fyrst loforðið um leikskólapláss við 12 mánaða aldur. Samfylkingin hafði þá tekið við stjórn borgarinnar og til stóð að leggja niður dagforeldrakerfið því að þess í stað kæmu ungbarnaleikskólar. Því miður virðist engu skipta með hvaða flokki meirihlutasamstarf Samfylkingarinnar er: Vinstri Grænum, Pírötum, Viðreisn, Besta flokknum, Bjartri framtíð eða Framsókn, alltaf reynist verkefnið þeim ofviða. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn boðaði fyrir síðustu kosningar nýjar og fjölbreyttari lausnir í þágu þess að efna þetta loforð varð borgarfulltrúa Pírata ekki um sel og hóf þá að ásaka Sjálfstæðisflokkinn um lygar og tækifærismennsku. Leikskólavandinn væri alveg við það að fara leysast eins og fyrri árin og Sjálfstæðisflokkurinn væri bara að reyna að stela þeirra árangri. Augljóslega varð engum árangri stolið af Pírötum, vandinn er enn óleystur, enda hefur aldrei verið útlit fyrir endanlega lausn á honum í áætlunum borgarinnar. Píratar geta því haldið áfram að lofa úrbótum sem þeir efna aldrei. Frjálslynd viðhorf leysa vandann. Ekki forræðishyggja og einsleitni Sú stefna að grafa undan dagforeldrastéttinni hefur gengið ágætlega hjá öllum borgarstjórnarmeirihlutum Samfylkingarinnar síðan 2010 og nú er staðan orðin sú að börn fá hvorki pláss hjá dagforeldri né í leikskóla. Í kjölfarið hafa foreldrar fundið sig neydda til að hörfa af atvinnumarkaðnum eða minnka við sig vinnu, líkt og árið 1991. Það kostar þessi heimili 3,9 milljónir króna að meðaltali í töpuðum launatekjum. Til að bregðast við þessu lögðum við í Sjálfstæðisflokknum fram tillögu um að greiða þeim fjölskyldum sem eru fórnarlömb loforðasvikanna mánaðarlega 200.000 kr. í biðlistabætur. Því barneignir í Reykjavík eiga ekki að verða til þess að festa fjölskyldur í fjárhagslegri spennitreyju. Í þessu kristallast munurinn á hugmyndafræði allra vinstri meirihlutanna í borgarstjórn og Sjálfstæðisflokksins. Okkar hugmyndafræði byggir á því að þjónustuþörfum fjölskyldna sé best mætt með frjálslyndi að leiðarljósi. Við viljum ekki ákveða fyrir fjölskyldur hvernig þau ráðstafa degi barna sinna heldur að tryggja að þeim mæti fjölbreytt framboð á möguleikum tildagvistunar svo fjölskyldur hafi raunverulegt val. Framþróun á sviði dagvistunar þarf að geta svarað ólíkum þörfum. Einhverjar fjölskyldur vilja helst hafa börn sín á leikskóla á meðan aðrar vilja frekar hafa börn sín hjá dagforeldri. Það er munur á milli dagforeldra eins og leikskóla og einhver dagforeldri gætu ákveðið að bjóða upp á sértækari þjónustu en þá sem leikskólar geta boðið upp á. Ef við styðjum við fjölbreytt framboð af möguleikum til dagvistunar tryggjum við jafnframt að allir finni sér eitthvað við sitt hæfi. Það á ekki að refsa foreldrum fjárhagslega fyrir að fá pláss hjá dagforeldrum og þess vegna lögðum við í Sjálfstæðisflokknum fram tillögu um að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra svo kostnaðurinn sé til jafns við leikskólagjöld. Síðastliðinn áratug hafa forræðishyggja og einsleitni vinstri meirihlutans í borgarstjórn einkennt alla stefnumörkun í málefnum dagvistunar. Það er komin tími á frjálslynd viðhorf í dagvistunarmálum í Reykjavík því að áframhald á þessari braut eru skilaboð til foreldra um að hætta sér ekki í barneignir. Höfundur er Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1991 var mamma vinar míns að opna fyrirtæki þegar hún varð ólétt af honum. Hún gat leyft sér mánaðarfrí í kjölfar fæðingarinnar en síðan varð hún að taka barnið með í vinnuna þar til hann varð nógu gamall til að fara til dagforeldris. Börn byrjuðu þá yfirleitt ekki á leikskóla fyrr en um 2 ½ - 3 ára og einungis einstæðir foreldrar fengu leikskóladvöl í heilan dag. Fyrir foreldra í sambúð eða hjúskap bauðst bara hálfur dagur, sem segir sitt um þær væntingar sem gerðar voru til foreldra eða réttar sagt, mæðra. Nú er öldin önnur og ekki er hjúskaparstaðan lengur til fyrirstöðu heldur áratugalangt ráðaleysi hjá meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkurborgar. Þegar ég átti frumburðinn minn fyrir 12 árum heyrði ég fyrst loforðið um leikskólapláss við 12 mánaða aldur. Samfylkingin hafði þá tekið við stjórn borgarinnar og til stóð að leggja niður dagforeldrakerfið því að þess í stað kæmu ungbarnaleikskólar. Því miður virðist engu skipta með hvaða flokki meirihlutasamstarf Samfylkingarinnar er: Vinstri Grænum, Pírötum, Viðreisn, Besta flokknum, Bjartri framtíð eða Framsókn, alltaf reynist verkefnið þeim ofviða. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn boðaði fyrir síðustu kosningar nýjar og fjölbreyttari lausnir í þágu þess að efna þetta loforð varð borgarfulltrúa Pírata ekki um sel og hóf þá að ásaka Sjálfstæðisflokkinn um lygar og tækifærismennsku. Leikskólavandinn væri alveg við það að fara leysast eins og fyrri árin og Sjálfstæðisflokkurinn væri bara að reyna að stela þeirra árangri. Augljóslega varð engum árangri stolið af Pírötum, vandinn er enn óleystur, enda hefur aldrei verið útlit fyrir endanlega lausn á honum í áætlunum borgarinnar. Píratar geta því haldið áfram að lofa úrbótum sem þeir efna aldrei. Frjálslynd viðhorf leysa vandann. Ekki forræðishyggja og einsleitni Sú stefna að grafa undan dagforeldrastéttinni hefur gengið ágætlega hjá öllum borgarstjórnarmeirihlutum Samfylkingarinnar síðan 2010 og nú er staðan orðin sú að börn fá hvorki pláss hjá dagforeldri né í leikskóla. Í kjölfarið hafa foreldrar fundið sig neydda til að hörfa af atvinnumarkaðnum eða minnka við sig vinnu, líkt og árið 1991. Það kostar þessi heimili 3,9 milljónir króna að meðaltali í töpuðum launatekjum. Til að bregðast við þessu lögðum við í Sjálfstæðisflokknum fram tillögu um að greiða þeim fjölskyldum sem eru fórnarlömb loforðasvikanna mánaðarlega 200.000 kr. í biðlistabætur. Því barneignir í Reykjavík eiga ekki að verða til þess að festa fjölskyldur í fjárhagslegri spennitreyju. Í þessu kristallast munurinn á hugmyndafræði allra vinstri meirihlutanna í borgarstjórn og Sjálfstæðisflokksins. Okkar hugmyndafræði byggir á því að þjónustuþörfum fjölskyldna sé best mætt með frjálslyndi að leiðarljósi. Við viljum ekki ákveða fyrir fjölskyldur hvernig þau ráðstafa degi barna sinna heldur að tryggja að þeim mæti fjölbreytt framboð á möguleikum tildagvistunar svo fjölskyldur hafi raunverulegt val. Framþróun á sviði dagvistunar þarf að geta svarað ólíkum þörfum. Einhverjar fjölskyldur vilja helst hafa börn sín á leikskóla á meðan aðrar vilja frekar hafa börn sín hjá dagforeldri. Það er munur á milli dagforeldra eins og leikskóla og einhver dagforeldri gætu ákveðið að bjóða upp á sértækari þjónustu en þá sem leikskólar geta boðið upp á. Ef við styðjum við fjölbreytt framboð af möguleikum til dagvistunar tryggjum við jafnframt að allir finni sér eitthvað við sitt hæfi. Það á ekki að refsa foreldrum fjárhagslega fyrir að fá pláss hjá dagforeldrum og þess vegna lögðum við í Sjálfstæðisflokknum fram tillögu um að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra svo kostnaðurinn sé til jafns við leikskólagjöld. Síðastliðinn áratug hafa forræðishyggja og einsleitni vinstri meirihlutans í borgarstjórn einkennt alla stefnumörkun í málefnum dagvistunar. Það er komin tími á frjálslynd viðhorf í dagvistunarmálum í Reykjavík því að áframhald á þessari braut eru skilaboð til foreldra um að hætta sér ekki í barneignir. Höfundur er Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun