Aukið flækjustig í sáttameðferð foreldra Lárus Sigurður Lárusson skrifar 19. ágúst 2022 16:00 Árið 2012 var nýju ákvæði 33. gr. a bætt inn í barnalög nr. 76/2003. Með ákvæðinu, sem tók gildi 1. janúar 2013, var foreldrum gert skylt að leita sátta áður en krafist er úrskurðar eða höfðað mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför. Síðan þá hefur nokkuð reynt á túlkun og beitingu þessa ákvæðis fyrir dómi og hafa dómstólar markað nokkuð skýra túlkun á lágmarks inntaki sáttameðferðar samkvæmt ákvæðinu. Dómstólar hafa slegið því föstu að það sé lágmarksinntak sáttameðferðar að helstu ágreiningsefni og afstaða aðila til þeirra hafi komið fram en það sé að öðru leyti lagt í mat sáttamanns hvenær fullreynt sé að sættir náist. Hafi nokkuð misfarist í sáttameðferðinni getur það varðar frávísun málsins frá dómi. Fyrir dómstólum hefur oftast á það reynt hvort sáttameðferð hafi farið fram um tiltekið ágreiningsefni og hefur þá efni sáttavottorðs ráðið úrslitum um það. Dómara ber af sjálfsdáðum að gæta að því að fullnægjandi sáttameðferð samkvæmt 33. gr. a barnalaga hafi farið fram. Hinn 2. október 2020 féll í Landsrétti dómur þar sem aðila tókst að vefengja efni sáttavottorðs. Í máli þessu hafði faðir leitað til sýslumanns vegna ágreinings um þrjú mál – forjá, umgengni og meðlag. Málinu hafði verið vísað til sáttameðferðar á grundvelli beiðni föðurs sem rituð var á eyðublað sýslumanns fyrir beiðni „foreldris með sameiginilega forsjá um breytt lögheimili barns“. Í sáttavottorði kom fram að málinu hafi verið lokið án þess að móðir hefði mætt til boðaðra sáttafunda. Þess ber að gæta að þegar foreldri afþakkar eða hafnar sáttameðferð þá er litið svo á að það sé afstaða þess aðila að sáttameðferð sé tilgangslaus og muni ekki bera árangur. Í vottorðinu voru helstu ágreiningsefni aðila tilgreind sem forsjá og umgengni. Í athugasemdum í vottorðinu kom fram að ekki hafi farið fram virk sáttameðferð en upplýsingar um kröfur föður væri að finna í gögnum málsins. Þetta þýddi að til þess að finna upplýsingar um afstöðu föðurins til ágreiningsefnanna þurfi að skoða önnur gögn málsins. Þau gögn voru áðurnefnd beiðni föðurins. Sú beiðni hafði verið rituð á eyðublað fyrir beiðni „foreldris með sameiginilega forsjá um breytt lögheimili barns“. Jafnframt var vísað til skriflegrar greinargerðar áfrýjanda þar sem fram kom að um væri að ræða beiðni foreldris sem sameiginlega forsjá um breytt lögheimili ásamt beiðni um að úrskurðað yrði um umgengni og meðlag. Með þessum gögnum þótti sýnt fram á að málsbeiðandi, faðirinn, hefði ekki haft uppi kröfu um breytingu á forsjá í sáttameðferðinni enda ekki minnst á kröfur um breytta forsjá hvorki í umsókn né greinargerð. Með þessu þótti sýnt fram á að efni sáttavottorðsins væri rangt og því talið að fullnægjandi sáttameðferð hefði ekki farið fram um forsjá og málinu því vísað frá dómi með vísan til 3. mgr. 71. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Nýverið féll úrskurður í Hérðasdómi Reykjavíkur þar sem máli var vísað frá dómi á sömu rökum og með vísan til ofangreinds fordæmis Landsréttar. Þótt erfitt sé að fullyrða nokkuð um almennt fordæmisgildi ofangreindra mála þá verður samt sem áður að taka tillit til þeirra og reyna að draga af þeim nokkurn lærdóm. Sé það svo einfalt að vefengja efni sáttavottorða að það dugi að vísa til þess eyðublaðs hjá sýslumanni sem sáttameðferð grundvallast þarf að líta til þess að sýslumannsembættin öllu jafna gera þá kröfu að foreldrar fylli út tiltekin eyðublöð embættanna þegar þau óska eftir breytingum á málefnum barna sinna. Því er um að ræða stöðluð umsóknareyðublöð sem foreldrar hafa oft lítið val um hvort þau fylli út eður ei. Þannig kann málinu strax í upphafi að vera markaður farvegur að kröfu sýslumanns en ekki í samræmi við vilja málsaðila og því varhugavert að líta til þess eins. Hér þyrfti fleira að koma til skoðunar, eins og önnur gögn sem gætu varpað ljósi á kröfur aðila í sáttameðferðinni sjálfri og um hvað var rætt. Þannig gætu tölvubréfssamskipti milli aðila og sáttamiðlara leitt þetta í ljós eða greinargerðir aðila, hafi þeir á annað borð skilað inn greinargerðum um kröfur sínar. Því miður er því sjaldnast fyrir að fara að aðilar komi kröfum sínum á framfæri við sáttamiðlara með skriflegum hætti. Sé raunin sú að efni sáttavottorða dugar ekki lengur til þess að sanna hvort sáttameðferð hafi raunverulega farið fram kallar það á breytt verklag bæði hjá sýslumannsembættunum og þeim lögmönnum sem aðstoða foreldra í svona málum. Er brýnt að vanda vel til verka strax í öndverðu og þá tryggja sönnun um þær kröfur foreldris sem eiga að vera grundvöllur sáttameðferðar. Þetta mun að öllum líkindum leiða til þyngri málsmeðferðar og meiri kostnaðar fyrir foreldra sem verður að teljast bagalegt í viðkvæmum málaflokki sem kallar á skjóta og hnökralausa málsmeðferð. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Árið 2012 var nýju ákvæði 33. gr. a bætt inn í barnalög nr. 76/2003. Með ákvæðinu, sem tók gildi 1. janúar 2013, var foreldrum gert skylt að leita sátta áður en krafist er úrskurðar eða höfðað mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför. Síðan þá hefur nokkuð reynt á túlkun og beitingu þessa ákvæðis fyrir dómi og hafa dómstólar markað nokkuð skýra túlkun á lágmarks inntaki sáttameðferðar samkvæmt ákvæðinu. Dómstólar hafa slegið því föstu að það sé lágmarksinntak sáttameðferðar að helstu ágreiningsefni og afstaða aðila til þeirra hafi komið fram en það sé að öðru leyti lagt í mat sáttamanns hvenær fullreynt sé að sættir náist. Hafi nokkuð misfarist í sáttameðferðinni getur það varðar frávísun málsins frá dómi. Fyrir dómstólum hefur oftast á það reynt hvort sáttameðferð hafi farið fram um tiltekið ágreiningsefni og hefur þá efni sáttavottorðs ráðið úrslitum um það. Dómara ber af sjálfsdáðum að gæta að því að fullnægjandi sáttameðferð samkvæmt 33. gr. a barnalaga hafi farið fram. Hinn 2. október 2020 féll í Landsrétti dómur þar sem aðila tókst að vefengja efni sáttavottorðs. Í máli þessu hafði faðir leitað til sýslumanns vegna ágreinings um þrjú mál – forjá, umgengni og meðlag. Málinu hafði verið vísað til sáttameðferðar á grundvelli beiðni föðurs sem rituð var á eyðublað sýslumanns fyrir beiðni „foreldris með sameiginilega forsjá um breytt lögheimili barns“. Í sáttavottorði kom fram að málinu hafi verið lokið án þess að móðir hefði mætt til boðaðra sáttafunda. Þess ber að gæta að þegar foreldri afþakkar eða hafnar sáttameðferð þá er litið svo á að það sé afstaða þess aðila að sáttameðferð sé tilgangslaus og muni ekki bera árangur. Í vottorðinu voru helstu ágreiningsefni aðila tilgreind sem forsjá og umgengni. Í athugasemdum í vottorðinu kom fram að ekki hafi farið fram virk sáttameðferð en upplýsingar um kröfur föður væri að finna í gögnum málsins. Þetta þýddi að til þess að finna upplýsingar um afstöðu föðurins til ágreiningsefnanna þurfi að skoða önnur gögn málsins. Þau gögn voru áðurnefnd beiðni föðurins. Sú beiðni hafði verið rituð á eyðublað fyrir beiðni „foreldris með sameiginilega forsjá um breytt lögheimili barns“. Jafnframt var vísað til skriflegrar greinargerðar áfrýjanda þar sem fram kom að um væri að ræða beiðni foreldris sem sameiginlega forsjá um breytt lögheimili ásamt beiðni um að úrskurðað yrði um umgengni og meðlag. Með þessum gögnum þótti sýnt fram á að málsbeiðandi, faðirinn, hefði ekki haft uppi kröfu um breytingu á forsjá í sáttameðferðinni enda ekki minnst á kröfur um breytta forsjá hvorki í umsókn né greinargerð. Með þessu þótti sýnt fram á að efni sáttavottorðsins væri rangt og því talið að fullnægjandi sáttameðferð hefði ekki farið fram um forsjá og málinu því vísað frá dómi með vísan til 3. mgr. 71. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Nýverið féll úrskurður í Hérðasdómi Reykjavíkur þar sem máli var vísað frá dómi á sömu rökum og með vísan til ofangreinds fordæmis Landsréttar. Þótt erfitt sé að fullyrða nokkuð um almennt fordæmisgildi ofangreindra mála þá verður samt sem áður að taka tillit til þeirra og reyna að draga af þeim nokkurn lærdóm. Sé það svo einfalt að vefengja efni sáttavottorða að það dugi að vísa til þess eyðublaðs hjá sýslumanni sem sáttameðferð grundvallast þarf að líta til þess að sýslumannsembættin öllu jafna gera þá kröfu að foreldrar fylli út tiltekin eyðublöð embættanna þegar þau óska eftir breytingum á málefnum barna sinna. Því er um að ræða stöðluð umsóknareyðublöð sem foreldrar hafa oft lítið val um hvort þau fylli út eður ei. Þannig kann málinu strax í upphafi að vera markaður farvegur að kröfu sýslumanns en ekki í samræmi við vilja málsaðila og því varhugavert að líta til þess eins. Hér þyrfti fleira að koma til skoðunar, eins og önnur gögn sem gætu varpað ljósi á kröfur aðila í sáttameðferðinni sjálfri og um hvað var rætt. Þannig gætu tölvubréfssamskipti milli aðila og sáttamiðlara leitt þetta í ljós eða greinargerðir aðila, hafi þeir á annað borð skilað inn greinargerðum um kröfur sínar. Því miður er því sjaldnast fyrir að fara að aðilar komi kröfum sínum á framfæri við sáttamiðlara með skriflegum hætti. Sé raunin sú að efni sáttavottorða dugar ekki lengur til þess að sanna hvort sáttameðferð hafi raunverulega farið fram kallar það á breytt verklag bæði hjá sýslumannsembættunum og þeim lögmönnum sem aðstoða foreldra í svona málum. Er brýnt að vanda vel til verka strax í öndverðu og þá tryggja sönnun um þær kröfur foreldris sem eiga að vera grundvöllur sáttameðferðar. Þetta mun að öllum líkindum leiða til þyngri málsmeðferðar og meiri kostnaðar fyrir foreldra sem verður að teljast bagalegt í viðkvæmum málaflokki sem kallar á skjóta og hnökralausa málsmeðferð. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar