Launahækkanir nái ekki að halda í við verðbólguþróun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2022 17:34 Tólf ára samfelldri kaupmáttaraukningu virðist vera lokið. Vísir/Vilhelm Launahækkanir ná ekki lengur að halda í við verðbólguþróun og er kaupmáttur því á niðurleið. Þetta segir í nýrri skýrslu frá greiningardeild Landsbankans. Launavísitalan lækkaði um 0,1 prósentustig á milli júní og júlímánaðar en síðustu tólf máuði hefur launavísitala hækkað um 8,1 prósent. Fram kemur í skýrslunni að ekki sé óvenjulegt að launavísitalan hafi lækkað örlítið í júlí en þetta sé þriðja árið í röð sem að gerist. Júlímánuður sé óvenjulegur að mörgu leyti á vinnumarkaði aðallega vegna sumarleyfa starfsmanna. Verðbólga mældist 9,9 prósent í júlí en árshækkun launavísitölunnar var 8,1% þannig að kaupmáttur launa minnkaði um 1,7 prósent milli júlímánaða 2021 og 2022. Kaupmáttur í júlí var 4,1 prósenti lægri en hann var í janúar á þessu ári en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni. Verðbólga síðustu mánaða hafi því minnkað kaupmátt töluvert. Segir í skýrslunni að það geti haft í för með sér að minna af vörum og þjónustu fáist fyrir þau laun sem greidd eru þrátt fyrir launahækkanir. Þá segir í skýrslunni að júnímánuður hafi verið merkilegur á þann hátt að kaupmáttur minnkaði í fyrsta sinn í júnímánuði frá því árið 2010. Tæplega tólf ára samfelldri kaupmáttaraukningu hafi þannig verið lokið og nú hafi liðið tveir mánuðir þar sem kaupmáttur minnkaði miðað við sama tímabil á fyrra ári. Kaupmáttur hafi þannig ekki verið lægri síðan í desember 2020. Nokkuð víst megi telja að kaupmáttur haldi áfram að minnka á næstu mánuðum þar sem verðbólga er áfram mikil og ekki um frekari samningsbundnar launahækkanir að ræða á þessu sammningstímabili, sem lýkur í lok október á almenna markaðnum. Þá segir í skýrslunni að af starfsstéttum skeri verkafólk og þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk sig nokkuð úr hvað varðar launabreytingar frá maí 2021 til maí 2022. Laun beggja hópanna hafi hækkað um um það bil 10,5 prósent á þessu tímabili á meðan laun annarra hópa hafi hækkað um sex til átta prósent. Það sé enn ein staðfestingin á því að markmið lífskjarasamningsins um meiri hækkun lægri launa hafi náð fram að ganga. Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Kjaramál Tengdar fréttir Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. 18. ágúst 2022 12:30 Íbúðaverð aldrei hærra í samanburði við laun, áhyggjuefni segir hagfræðingur Fasteignaverð í hlutfalli við laun landsmanna hefur aldrei mælst hærra og er nú komið á sama stað og hámarkið frá því í október árið 2007. Hagfræðingar segja þetta vísbendingu um að toppnum í frekari hækkunum á raunverði fasteigna verði líklega náð á næstunni. 18. ágúst 2022 09:05 Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. 17. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Sjá meira
Fram kemur í skýrslunni að ekki sé óvenjulegt að launavísitalan hafi lækkað örlítið í júlí en þetta sé þriðja árið í röð sem að gerist. Júlímánuður sé óvenjulegur að mörgu leyti á vinnumarkaði aðallega vegna sumarleyfa starfsmanna. Verðbólga mældist 9,9 prósent í júlí en árshækkun launavísitölunnar var 8,1% þannig að kaupmáttur launa minnkaði um 1,7 prósent milli júlímánaða 2021 og 2022. Kaupmáttur í júlí var 4,1 prósenti lægri en hann var í janúar á þessu ári en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni. Verðbólga síðustu mánaða hafi því minnkað kaupmátt töluvert. Segir í skýrslunni að það geti haft í för með sér að minna af vörum og þjónustu fáist fyrir þau laun sem greidd eru þrátt fyrir launahækkanir. Þá segir í skýrslunni að júnímánuður hafi verið merkilegur á þann hátt að kaupmáttur minnkaði í fyrsta sinn í júnímánuði frá því árið 2010. Tæplega tólf ára samfelldri kaupmáttaraukningu hafi þannig verið lokið og nú hafi liðið tveir mánuðir þar sem kaupmáttur minnkaði miðað við sama tímabil á fyrra ári. Kaupmáttur hafi þannig ekki verið lægri síðan í desember 2020. Nokkuð víst megi telja að kaupmáttur haldi áfram að minnka á næstu mánuðum þar sem verðbólga er áfram mikil og ekki um frekari samningsbundnar launahækkanir að ræða á þessu sammningstímabili, sem lýkur í lok október á almenna markaðnum. Þá segir í skýrslunni að af starfsstéttum skeri verkafólk og þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk sig nokkuð úr hvað varðar launabreytingar frá maí 2021 til maí 2022. Laun beggja hópanna hafi hækkað um um það bil 10,5 prósent á þessu tímabili á meðan laun annarra hópa hafi hækkað um sex til átta prósent. Það sé enn ein staðfestingin á því að markmið lífskjarasamningsins um meiri hækkun lægri launa hafi náð fram að ganga.
Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Kjaramál Tengdar fréttir Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. 18. ágúst 2022 12:30 Íbúðaverð aldrei hærra í samanburði við laun, áhyggjuefni segir hagfræðingur Fasteignaverð í hlutfalli við laun landsmanna hefur aldrei mælst hærra og er nú komið á sama stað og hámarkið frá því í október árið 2007. Hagfræðingar segja þetta vísbendingu um að toppnum í frekari hækkunum á raunverði fasteigna verði líklega náð á næstunni. 18. ágúst 2022 09:05 Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. 17. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Sjá meira
Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. 18. ágúst 2022 12:30
Íbúðaverð aldrei hærra í samanburði við laun, áhyggjuefni segir hagfræðingur Fasteignaverð í hlutfalli við laun landsmanna hefur aldrei mælst hærra og er nú komið á sama stað og hámarkið frá því í október árið 2007. Hagfræðingar segja þetta vísbendingu um að toppnum í frekari hækkunum á raunverði fasteigna verði líklega náð á næstunni. 18. ágúst 2022 09:05
Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. 17. ágúst 2022 22:30