Hver vitleysan rekur aðra Hildur Björnsdóttir skrifar 4. október 2022 11:01 Starfsemi grunnskóla og leikskóla í Reykjavík er víða í uppnámi. Áralöng vanræksla innviða og innantóm fyrirheit um hvers kyns endurbætur skilja fjölskyldur eftir í þröngri stöðu. Leikskólastarf í uppnámi Á dögunum bárust fregnir af því að flytja þyrfti alla starfsemi leikskólans Grandaborgar á aðra leikskóla. Í ljós hafði komið að skólplögn undir húsinu hafði farið í sundur, með þeim afleiðingum að mengun barst í jarðveg. Kanna þarf hvort skólpmengun gæti hafa borist í loftræstikerfi hússins og skapað óheilnæmt umhverfi fyrir börn og starfsfólk. Einungis örfáum vikum fyrr hafði skólastarf í Grandaborg þegar orðið fyrir töluverðu raski vegna myglu sem upp kom í húsnæðinu. Ekki er langt síðan skólastarf komst í uppnám á leikskólunum Vesturborg og Ægisborg – sem tilheyra sama borgarhverfi – af sömu ástæðu. Athygli vekur að heildarúttekt á skólahúsnæði borgarinnar, sem framkvæmd var síðastliðið haust, leiddi ekki í ljós fyrirliggjandi skemmdir – og vekur upp spurningar um áreiðanleika úttektarinnar. Leikskólavandinn snýr nefnilega ekki aðeins að skorti á leikskólarýmum, heldur jafnframt áralöngu viðhaldsleysi. Til að kóróna vitleysuna - og fullkomna afneitun borgarstjóra á fyrirliggjandi vanda - veitti borgin sjálfri sér verðlaun á dögunum fyrir hálfkláraðar endurbætur á húsnæði sem nú hýsir leikskólann Brákaborg. Viðbrögð starfsmanna létu ekki á sér standa. Þarna var borgarstjóri að verðlauna sjálfan sig fyrir ófullnægjandi verk - á leikskóla sem ekki hefur verið fullkláraður og starfar nú við óviðunandi skilyrði. Skilyrði sem hvorki geta talist viðunandi fyrir börn né starfsfólk. Grunnskólastarf í uppnámi Melaskóli náði hámarksafkastagetu fyrir fjölmörgum árum og kosningar eftir kosningar lofa fulltrúar meirihlutans bót og betrun. Á liðnu kjörtímabili skilaði stýrihópur niðurstöðu forgangsröðunar vegna viðbygginga og endurbóta á skólahúsnæði í Reykjavík. Af fjórum verkefnum sem röðuðust í fyrsta forgang voru tveir skólar í Vesturbæ - Melaskóli og Hagaskóli - auk Réttarholtsskóla og skólanna í Laugardal. Nemendur og starfsfólk Hagaskóla hafa verið á vergangi vegna myglu sem upp kom í húsnæðinu. Tveir árgangar voru fluttir í Ármúla meðan viðgerðir standa yfir en á dögunum var þó ákveðið að senda einn árgang í Korpuskóla í Grafarvogi, vegna óviðunandi brunavarna í Ármúlanum. Hver vitleysan rekur aðra. Vandamálin eru víða og sannarlega ekki aðeins í Vesturbæ. Laugardalur glímir við erfiða stöðu vegna plássleysis. Skólastarf í Vogaskóla er nú í uppnámi vegna myglu. Öll þekkjum við vandræðaganginn úr Fossvogsskóla. Skólastarf var lagt niður í Staðarhverfi. Mygla hefur komið upp í skólum víða um borg og komið óviðunandi uppnámi á skólastarf. Gerum betur Starfsfólk grunnskóla og leikskóla borgarinnar á þakklæti og hrós skilið fyrir að starfa undir krefjandi aðstæðum við erfið skilyrði. Áralöng uppsöfnuð viðhaldsþörf á skólahúsnæði borgarinnar virðist nú hafa komið skólastarfi í uppnám víða um borg. Þúsundir barna fá ekki þann aðgang að menntun sem þau eiga rétt til. Á borgarstjórnarfundi í dag hefur Sjálfstæðisflokkur sett skóla- og íþróttamál í Vesturbæ á dagskrá. Áður höfum við fjallað um stöðuna í Laugardal – og munum á komandi mánuðum taka stöðuna innan sérhvers borgarhverfis. Málaflokkinn þarf að setja í forgang, því öll viljum við tryggja börnum í borginni aðgang að heilnæmu skólahúsnæði og framsæknu skólastarfi. Við getum gert betur. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Starfsemi grunnskóla og leikskóla í Reykjavík er víða í uppnámi. Áralöng vanræksla innviða og innantóm fyrirheit um hvers kyns endurbætur skilja fjölskyldur eftir í þröngri stöðu. Leikskólastarf í uppnámi Á dögunum bárust fregnir af því að flytja þyrfti alla starfsemi leikskólans Grandaborgar á aðra leikskóla. Í ljós hafði komið að skólplögn undir húsinu hafði farið í sundur, með þeim afleiðingum að mengun barst í jarðveg. Kanna þarf hvort skólpmengun gæti hafa borist í loftræstikerfi hússins og skapað óheilnæmt umhverfi fyrir börn og starfsfólk. Einungis örfáum vikum fyrr hafði skólastarf í Grandaborg þegar orðið fyrir töluverðu raski vegna myglu sem upp kom í húsnæðinu. Ekki er langt síðan skólastarf komst í uppnám á leikskólunum Vesturborg og Ægisborg – sem tilheyra sama borgarhverfi – af sömu ástæðu. Athygli vekur að heildarúttekt á skólahúsnæði borgarinnar, sem framkvæmd var síðastliðið haust, leiddi ekki í ljós fyrirliggjandi skemmdir – og vekur upp spurningar um áreiðanleika úttektarinnar. Leikskólavandinn snýr nefnilega ekki aðeins að skorti á leikskólarýmum, heldur jafnframt áralöngu viðhaldsleysi. Til að kóróna vitleysuna - og fullkomna afneitun borgarstjóra á fyrirliggjandi vanda - veitti borgin sjálfri sér verðlaun á dögunum fyrir hálfkláraðar endurbætur á húsnæði sem nú hýsir leikskólann Brákaborg. Viðbrögð starfsmanna létu ekki á sér standa. Þarna var borgarstjóri að verðlauna sjálfan sig fyrir ófullnægjandi verk - á leikskóla sem ekki hefur verið fullkláraður og starfar nú við óviðunandi skilyrði. Skilyrði sem hvorki geta talist viðunandi fyrir börn né starfsfólk. Grunnskólastarf í uppnámi Melaskóli náði hámarksafkastagetu fyrir fjölmörgum árum og kosningar eftir kosningar lofa fulltrúar meirihlutans bót og betrun. Á liðnu kjörtímabili skilaði stýrihópur niðurstöðu forgangsröðunar vegna viðbygginga og endurbóta á skólahúsnæði í Reykjavík. Af fjórum verkefnum sem röðuðust í fyrsta forgang voru tveir skólar í Vesturbæ - Melaskóli og Hagaskóli - auk Réttarholtsskóla og skólanna í Laugardal. Nemendur og starfsfólk Hagaskóla hafa verið á vergangi vegna myglu sem upp kom í húsnæðinu. Tveir árgangar voru fluttir í Ármúla meðan viðgerðir standa yfir en á dögunum var þó ákveðið að senda einn árgang í Korpuskóla í Grafarvogi, vegna óviðunandi brunavarna í Ármúlanum. Hver vitleysan rekur aðra. Vandamálin eru víða og sannarlega ekki aðeins í Vesturbæ. Laugardalur glímir við erfiða stöðu vegna plássleysis. Skólastarf í Vogaskóla er nú í uppnámi vegna myglu. Öll þekkjum við vandræðaganginn úr Fossvogsskóla. Skólastarf var lagt niður í Staðarhverfi. Mygla hefur komið upp í skólum víða um borg og komið óviðunandi uppnámi á skólastarf. Gerum betur Starfsfólk grunnskóla og leikskóla borgarinnar á þakklæti og hrós skilið fyrir að starfa undir krefjandi aðstæðum við erfið skilyrði. Áralöng uppsöfnuð viðhaldsþörf á skólahúsnæði borgarinnar virðist nú hafa komið skólastarfi í uppnám víða um borg. Þúsundir barna fá ekki þann aðgang að menntun sem þau eiga rétt til. Á borgarstjórnarfundi í dag hefur Sjálfstæðisflokkur sett skóla- og íþróttamál í Vesturbæ á dagskrá. Áður höfum við fjallað um stöðuna í Laugardal – og munum á komandi mánuðum taka stöðuna innan sérhvers borgarhverfis. Málaflokkinn þarf að setja í forgang, því öll viljum við tryggja börnum í borginni aðgang að heilnæmu skólahúsnæði og framsæknu skólastarfi. Við getum gert betur. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun