Hvers virði er farsæld barna og kennara? Sigurður Sigurjónsson skrifar 5. október 2022 12:00 Á Alþjóðadegi kennara standa stjórnendur, kennarar og starfsfólk leikskóla sig langt umfram eðlilegar kröfur, sem og aðra daga. En hversu langt er hægt að ganga? Er ekki þegar komið að þolmörkum? Fyrir um ári síðan kom út skýrsla starfshóps Félags stjórnenda leikskóla og Félags leikskólakennara um vinnuumhverfi í leikskólum. Niðurstöður skýrslunnar sýna að bæta þarf starfsumhverfi barna og fullorðinna í leikskólum. Tryggja þarf börnum meira rými og bæta þarf samráð á milli rekstraraðila leikskólanna og stjórnenda þeirra um fjölda barna í leikskólum. Staðreyndin er sú að flestir rekstraraðilar gera stjórnendum leikskóla ekki kleift að fara eftir settum reglum. Samkvæmt reglum um húsnæði vinnustaða skal gera ráð fyrir rými fyrir starfsmenn sem starfa með börnum, en í fæstum tilfellum er það gert. Eins skal gera ráð fyrir að lágmarki þriggja fermetra leikrými fyrir hvert barn. Þeirri kröfu er þó sjaldnast mætt. Mörg dæmi eru um að veggir og skápar séu taldir með þegar leikrými barna er reiknað út. Allt of mörg börn í allt of litlu rými í allt of langan tíma hefur afleiðingar. Það hefur áhrif á menntun barnanna, líðan þeirra og geðtengsl. Einnig á starfsfólkið, starfsaðstæður og loftgæði. Líðan kennara hefur síðan bein áhrif á líðan barna. Nú, ári eftir útgáfu skýrslunnar berast reglulega fréttir af versnandi aðbúnaði í leikskólum. Starfsfólki og börnum er gert að flytja inn í óklárað húsnæði á ókláraðri lóð. Þeim er gert að flytja úr einu ófullnægjandi og heilsuspillandi starfsumhverfi í annað. Starfsfólk fer í langtímaveikindi, aðrir gefast upp og segja sína skoðun með því að skipta um starfsvettvang. Foreldrar þrýsta á að börn sín komist sem fyrst inn í leikskóla, leikskóla sem eru ekki tilbúnir til að taka á móti þeim. Þrýstingur foreldra og þjónustusækni rekstraraðila veldur of miklu álagi á leikskólakerfið. Við slíkar aðstæður hlýtur eitthvað að gefa sig á endanum. Foreldrar, tíminn er kominn til að berjast fyrir því að börnin ykkar fái það lágmarksleikrými sem þau þurfa og eiga rétt á. Hættum að sætta okkur við að rekstraraðilar brjóti gegn þessum rétti barnanna. Rekstraraðilar leikskóla, sveitarfélög, þið berið skyldu til að huga að öryggi og aðbúnaði barna og starfsmanna þeirra stofnana sem þið rekið. Ég hvet ykkur til að ganga strax til verka og gera úrbætur. Til hamingju með Alþjóðadag kennara. Höfundur er formaður Félags stjórnenda í leikskólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Á Alþjóðadegi kennara standa stjórnendur, kennarar og starfsfólk leikskóla sig langt umfram eðlilegar kröfur, sem og aðra daga. En hversu langt er hægt að ganga? Er ekki þegar komið að þolmörkum? Fyrir um ári síðan kom út skýrsla starfshóps Félags stjórnenda leikskóla og Félags leikskólakennara um vinnuumhverfi í leikskólum. Niðurstöður skýrslunnar sýna að bæta þarf starfsumhverfi barna og fullorðinna í leikskólum. Tryggja þarf börnum meira rými og bæta þarf samráð á milli rekstraraðila leikskólanna og stjórnenda þeirra um fjölda barna í leikskólum. Staðreyndin er sú að flestir rekstraraðilar gera stjórnendum leikskóla ekki kleift að fara eftir settum reglum. Samkvæmt reglum um húsnæði vinnustaða skal gera ráð fyrir rými fyrir starfsmenn sem starfa með börnum, en í fæstum tilfellum er það gert. Eins skal gera ráð fyrir að lágmarki þriggja fermetra leikrými fyrir hvert barn. Þeirri kröfu er þó sjaldnast mætt. Mörg dæmi eru um að veggir og skápar séu taldir með þegar leikrými barna er reiknað út. Allt of mörg börn í allt of litlu rými í allt of langan tíma hefur afleiðingar. Það hefur áhrif á menntun barnanna, líðan þeirra og geðtengsl. Einnig á starfsfólkið, starfsaðstæður og loftgæði. Líðan kennara hefur síðan bein áhrif á líðan barna. Nú, ári eftir útgáfu skýrslunnar berast reglulega fréttir af versnandi aðbúnaði í leikskólum. Starfsfólki og börnum er gert að flytja inn í óklárað húsnæði á ókláraðri lóð. Þeim er gert að flytja úr einu ófullnægjandi og heilsuspillandi starfsumhverfi í annað. Starfsfólk fer í langtímaveikindi, aðrir gefast upp og segja sína skoðun með því að skipta um starfsvettvang. Foreldrar þrýsta á að börn sín komist sem fyrst inn í leikskóla, leikskóla sem eru ekki tilbúnir til að taka á móti þeim. Þrýstingur foreldra og þjónustusækni rekstraraðila veldur of miklu álagi á leikskólakerfið. Við slíkar aðstæður hlýtur eitthvað að gefa sig á endanum. Foreldrar, tíminn er kominn til að berjast fyrir því að börnin ykkar fái það lágmarksleikrými sem þau þurfa og eiga rétt á. Hættum að sætta okkur við að rekstraraðilar brjóti gegn þessum rétti barnanna. Rekstraraðilar leikskóla, sveitarfélög, þið berið skyldu til að huga að öryggi og aðbúnaði barna og starfsmanna þeirra stofnana sem þið rekið. Ég hvet ykkur til að ganga strax til verka og gera úrbætur. Til hamingju með Alþjóðadag kennara. Höfundur er formaður Félags stjórnenda í leikskólum.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun