Andstæðingur stéttarfélaga? Vilhjálmur Árnason skrifar 26. október 2022 10:00 Frelsi launafólks til að velja sér stéttarfélag hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið, bæði á Alþingi og í samfélaginu í kjölfar frumvarps til laga um félagafrelsi á vinnumarkaði sem við þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðum nýlega fram. Þrátt fyrir að frumvarpið mæli ekki fyrir um ógnvænlegri hluti en að afnema þær þvinganir til aðildar að tilteknum stéttarfélögum sem hvíla á launafólki og tryggi rétt allra launamanna til sjúkratrygginga hefur frumvarpið vakið upp mikinn ótta í verkalýðsforkólfum og ýmsum þingmönnum. Ótti þeirra og áhyggjur snúa að því að launafólk í stéttarfélögum taki sjálfstæða og óþvingaða ákvörðun um að ganga úr þeim með tilheyrandi lækkun á stéttarfélagsaðild á íslenskum vinnumarkaði sem muni veikja samstöðu launafólks. Ef litið er til íslensks vinnumarkaðs verður ekki séð að samstaða launafólks og há stéttarfélagsaðild haldist í hendur. Þrátt fyrir að hér sé rúmlega 90% launafólks í stéttarfélagi, sem er hæsta hlutfallið innan OECD ríkjanna, hefur ekki farið mikið fyrir samstöðu launafólks og má þá helst nefna ASÍ þingið sem haldið var um daginn, sem sýndi greinilegan klofning og grimmileg átök innan verkalýðshreyfingarinnar. Því er ljóst að ekki er hægt að ganga út frá því að há stéttarfélagsaðild leiði endilega af sér samstöðu innan stéttarfélaganna. Getur ekki verið að samstaða launafólks ráðist frekar af frelsi þeirra til að ákveða hvaða stéttarfélag gætir þeirra hagsmuna? Að stéttarfélag sé sterkara ef allir félagsmenn þess virkilega vilja eiga aðild að því. Gæti hugsast að samtakamáttur fjölmenns stéttarfélags sé ekki sérstaklega mikill ef launafólkið er þvingað til að ganga í félagið? Frumvarp Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi á vinnumarkaði er gert að fyrirmynd dönsku laganna um félagafrelsi á vinnumarkaði og myndi tryggja að félagafrelsi launafólks hér á landi nyti sömu verndar og kollega þeirra í Danmörku. Og ekki má ætla að slíku fyrirkomulagi fylgi sú ógn og skelfing sem andstæðingar frumvarpsins hafa haldið fram, enda er stéttarfélagsaðild í Danmörku sú næst hæsta innan OECD ríkjanna. Og mig grunar að samstaða og samtakamáttur launafólks þar í landi sé öllu meiri en á Íslandi sem stendur. Frelsi fylgir styrkur Að mati undirritaðs er ekki ástæða til að líta svo á að félagafrelsið, frekar en önnur mannréttindi, sé einhver andstæðingur eða óvinur stéttarfélaganna. Að ekki þurfi að velja á milli félagafrelsis og stéttarfélaga, heldur geti frelsið og félögin lifað í sátt og samlyndi. Nærtækara er að ætla að aukið félagafrelsi á vinnumarkaði styrki stéttarfélögin. Loksins þyrftu stéttarfélög, líkt og önnur félög, að hafa eitthvað fyrir því að fá til sín félagsmenn. Loksins væri kominn alvöru hvati fyrir stéttarfélög að veita félagsmönnum sínum framúrskarandi þjónustu, standa betur vörð um sína félagsmenn ef óánægður félagsmaður hefur möguleika á því að skipta um stéttarfélag. Stéttarfélög eiga ekki að geta verið í áskrift að launafólki, þau eiga ekki að fá félagsmenn og þeirra fjármuni í hendurnar sjálfkrafa. Launafólk á að geta ákveðið sjálft hvar hagsmunum þeirra er best borgið. Verði frumvarpið að lögum getur launafólk gert meiri kröfur til sinna stéttarfélaga sem mun án efa skila sér í öflugri stéttarfélögum, launafólki til hagsbóta. Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Frelsi launafólks til að velja sér stéttarfélag hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið, bæði á Alþingi og í samfélaginu í kjölfar frumvarps til laga um félagafrelsi á vinnumarkaði sem við þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðum nýlega fram. Þrátt fyrir að frumvarpið mæli ekki fyrir um ógnvænlegri hluti en að afnema þær þvinganir til aðildar að tilteknum stéttarfélögum sem hvíla á launafólki og tryggi rétt allra launamanna til sjúkratrygginga hefur frumvarpið vakið upp mikinn ótta í verkalýðsforkólfum og ýmsum þingmönnum. Ótti þeirra og áhyggjur snúa að því að launafólk í stéttarfélögum taki sjálfstæða og óþvingaða ákvörðun um að ganga úr þeim með tilheyrandi lækkun á stéttarfélagsaðild á íslenskum vinnumarkaði sem muni veikja samstöðu launafólks. Ef litið er til íslensks vinnumarkaðs verður ekki séð að samstaða launafólks og há stéttarfélagsaðild haldist í hendur. Þrátt fyrir að hér sé rúmlega 90% launafólks í stéttarfélagi, sem er hæsta hlutfallið innan OECD ríkjanna, hefur ekki farið mikið fyrir samstöðu launafólks og má þá helst nefna ASÍ þingið sem haldið var um daginn, sem sýndi greinilegan klofning og grimmileg átök innan verkalýðshreyfingarinnar. Því er ljóst að ekki er hægt að ganga út frá því að há stéttarfélagsaðild leiði endilega af sér samstöðu innan stéttarfélaganna. Getur ekki verið að samstaða launafólks ráðist frekar af frelsi þeirra til að ákveða hvaða stéttarfélag gætir þeirra hagsmuna? Að stéttarfélag sé sterkara ef allir félagsmenn þess virkilega vilja eiga aðild að því. Gæti hugsast að samtakamáttur fjölmenns stéttarfélags sé ekki sérstaklega mikill ef launafólkið er þvingað til að ganga í félagið? Frumvarp Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi á vinnumarkaði er gert að fyrirmynd dönsku laganna um félagafrelsi á vinnumarkaði og myndi tryggja að félagafrelsi launafólks hér á landi nyti sömu verndar og kollega þeirra í Danmörku. Og ekki má ætla að slíku fyrirkomulagi fylgi sú ógn og skelfing sem andstæðingar frumvarpsins hafa haldið fram, enda er stéttarfélagsaðild í Danmörku sú næst hæsta innan OECD ríkjanna. Og mig grunar að samstaða og samtakamáttur launafólks þar í landi sé öllu meiri en á Íslandi sem stendur. Frelsi fylgir styrkur Að mati undirritaðs er ekki ástæða til að líta svo á að félagafrelsið, frekar en önnur mannréttindi, sé einhver andstæðingur eða óvinur stéttarfélaganna. Að ekki þurfi að velja á milli félagafrelsis og stéttarfélaga, heldur geti frelsið og félögin lifað í sátt og samlyndi. Nærtækara er að ætla að aukið félagafrelsi á vinnumarkaði styrki stéttarfélögin. Loksins þyrftu stéttarfélög, líkt og önnur félög, að hafa eitthvað fyrir því að fá til sín félagsmenn. Loksins væri kominn alvöru hvati fyrir stéttarfélög að veita félagsmönnum sínum framúrskarandi þjónustu, standa betur vörð um sína félagsmenn ef óánægður félagsmaður hefur möguleika á því að skipta um stéttarfélag. Stéttarfélög eiga ekki að geta verið í áskrift að launafólki, þau eiga ekki að fá félagsmenn og þeirra fjármuni í hendurnar sjálfkrafa. Launafólk á að geta ákveðið sjálft hvar hagsmunum þeirra er best borgið. Verði frumvarpið að lögum getur launafólk gert meiri kröfur til sinna stéttarfélaga sem mun án efa skila sér í öflugri stéttarfélögum, launafólki til hagsbóta. Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun