Treysta ekki ESB í varnarmálum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. október 2022 10:01 Við getum ekki treyst á Evrópusambandið þegar kemur að varnarmálum. Fyrir vikið var ákveðið að sækja um aðild að NATO. Þetta kom efnislega fram í máli Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, fyrr í vikunni á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg landsins, samkvæmt frétt mbl.is. Haavisto sagði þannig ekki hægt að treysta á grein 42.7 í Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins um aðstoð frá öðrum ríkjum þess ef ráðist væri á eitt þeirra. Ráðherrann sagði ákvæðið enda ekki stutt af neinum innviðum, hersveitum eða heræfingum. Veran í sambandinu tryggði því ekki varnir Finnlands. Fulltrúi Svíþjóðar á þinginu tók undir þessi ummæli finnska utanríkisráðherrans inntur eftir því af Njáli Trausta Friðbertssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og formanni Íslandsdeildar NATO-þingsins, en sænsk stjórnvöld líkt og finnsk sóttu sem kunnugt er formlega um aðild að NATO fyrr á þessu ári. Hverju ætti ESB að bæta við? Hérlendir stuðningsmenn þess að Íslandi gangi í Evrópusambandið hafa ítrekað haldið því fram í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu að innganga í sambandið væri nauðsynleg til þess að tryggja varnir landsins og að aðildin að NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin væru ekki nóg til þess. Minna hefur hins vegar farið fyrir haldbærum rökum fyrir því hverju nákvæmlega Evrópusambandið ætti að bæta við í þeim efnum. Ekki sízt í ljósi þess að eftir aðild Finnlands og Svíþjóðar að NATO verða 23 af 27 ríkjum sambandsins þar innanborðs. Eftir standa Austurríki, Írland, Kýpur og Malta. Hafa má einnig í huga í þessu sambandi að þau aðildarríki NATO sem eru ekki innan Evrópusambandsins standa undir 80% af útgjöldum aðildarríkja bandalagsins til varnarmála. Þar vega Bandaríkin langþyngst með um 70% þeirra eða rúmlega þreföld samanlögð útgjöld allra hinna aðildarríkjanna. Ófært um að tryggja eigið öryggi Fullyrðingar um að nauðsynlegt sé fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja varnir landsins standast þannig enga skoðun. Fyrir utan það sem innganga í sambandið hefði í för með sér. Þá ekki sízt framsal valds yfir flestum málum þjóðarinnar og vægi við ákvarðanatöku út frá íbúafjölda. Viðbrögð stuðningsmanna inngöngu í Evrópusambandið, þegar bent hefur verið á dugleysi þess í varnarmálum, hafa verið þau að segja inngönguna snúast um efnahagslegt öryggi. Á sama tíma liggur fyrir að sambandið hefur reynzt alls ófært um að tryggja eigið efnahagslegt öryggi gagnvart Rússlandi. Fyrir liggur einfaldlega að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Varnarhagsmunir Íslands verða fyrir vikið áfram bezt tryggðir með aðildinni að NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Utanríkismál Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Við getum ekki treyst á Evrópusambandið þegar kemur að varnarmálum. Fyrir vikið var ákveðið að sækja um aðild að NATO. Þetta kom efnislega fram í máli Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, fyrr í vikunni á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg landsins, samkvæmt frétt mbl.is. Haavisto sagði þannig ekki hægt að treysta á grein 42.7 í Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins um aðstoð frá öðrum ríkjum þess ef ráðist væri á eitt þeirra. Ráðherrann sagði ákvæðið enda ekki stutt af neinum innviðum, hersveitum eða heræfingum. Veran í sambandinu tryggði því ekki varnir Finnlands. Fulltrúi Svíþjóðar á þinginu tók undir þessi ummæli finnska utanríkisráðherrans inntur eftir því af Njáli Trausta Friðbertssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og formanni Íslandsdeildar NATO-þingsins, en sænsk stjórnvöld líkt og finnsk sóttu sem kunnugt er formlega um aðild að NATO fyrr á þessu ári. Hverju ætti ESB að bæta við? Hérlendir stuðningsmenn þess að Íslandi gangi í Evrópusambandið hafa ítrekað haldið því fram í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu að innganga í sambandið væri nauðsynleg til þess að tryggja varnir landsins og að aðildin að NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin væru ekki nóg til þess. Minna hefur hins vegar farið fyrir haldbærum rökum fyrir því hverju nákvæmlega Evrópusambandið ætti að bæta við í þeim efnum. Ekki sízt í ljósi þess að eftir aðild Finnlands og Svíþjóðar að NATO verða 23 af 27 ríkjum sambandsins þar innanborðs. Eftir standa Austurríki, Írland, Kýpur og Malta. Hafa má einnig í huga í þessu sambandi að þau aðildarríki NATO sem eru ekki innan Evrópusambandsins standa undir 80% af útgjöldum aðildarríkja bandalagsins til varnarmála. Þar vega Bandaríkin langþyngst með um 70% þeirra eða rúmlega þreföld samanlögð útgjöld allra hinna aðildarríkjanna. Ófært um að tryggja eigið öryggi Fullyrðingar um að nauðsynlegt sé fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja varnir landsins standast þannig enga skoðun. Fyrir utan það sem innganga í sambandið hefði í för með sér. Þá ekki sízt framsal valds yfir flestum málum þjóðarinnar og vægi við ákvarðanatöku út frá íbúafjölda. Viðbrögð stuðningsmanna inngöngu í Evrópusambandið, þegar bent hefur verið á dugleysi þess í varnarmálum, hafa verið þau að segja inngönguna snúast um efnahagslegt öryggi. Á sama tíma liggur fyrir að sambandið hefur reynzt alls ófært um að tryggja eigið efnahagslegt öryggi gagnvart Rússlandi. Fyrir liggur einfaldlega að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Varnarhagsmunir Íslands verða fyrir vikið áfram bezt tryggðir með aðildinni að NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun