Einkavæðing banka og ábyrgð ráðherra Oddný G. Harðardóttir skrifar 22. nóvember 2022 13:30 Það má öllum vera ljóst að stjórnarsamstarfið er undir þegar ráðherrar tjá sig um bankasöluna og ábyrgð fjármálaráðherrans. Ef þau viðurkenna ábyrgð hans þá verður krafan eindregnari um að hann segi af sér, fari þau ekki fram á það sjálf. En hversu langt ætla þau að ganga? Fyrst þóttust þau hólpin og hafa haldreipi í einhverju sem þau kölluðu armslengd, að fjármálaráðherra hefði ekki mátt skipta sér af framkvæmdinni. Svo gera þau sér flest grein fyrir að það átti ekki við. Þá tala þau um að stjórnsýslan hafi ekki verið nógu góð en minnast ekkert á ábyrgð ráðherrans í þeim efnum. Umgjörðin var ekki nógu góð segja þau sum og eiga þá væntanlega við lögin sem gilda um söluna, þó ég efist um að þau hafi öll lesið þau. Lögin eru hvorki flókin né torskilin og þar er ekkert svigrúm til að senda ábyrgðina eitthvert annað - í burtu frá fjármálaráðherranum. Að selja banka sé ekki líkt og að selja prívateign segir forsætisráðherrann og hefur áhyggjur af rýrnandi trausti eftir bankasöluna. Lausnin sé að leggja Bankasýsluna niður og setja alla framkvæmd til fjármálaráðherrans. Ætli hún haldi að það sé til þess fallið að auka traustið? Út á við lítur út fyrir að hér sé spillt stjórnkerfi þar sem ráðherrar nýta sér stöðu sína til að gæta að sérhagsmunum. Forsætisráðherra segir mikilvægt að taka skýrslu Ríkisendurskoðanda alvarlega. Ætli hún vilji líka taka það alvarlega sem skrifað er á blaðsíðu 26 í skýrslunni?: „Þótt ekki sé gert ráð fyrir aðkomu ráðherra að framkvæmd sölunnar ber hann engu að síður ábyrgð á því að söluferlið sé í samræmi við þær forsendur og þau skilyrði sem lögð voru til grundvallar í greinargerð hans. Honum ber því að hafa eftirlit með söluferlinu og ganga í skugga um að það hafi verið í samræmi við greinargerðina áður en hann tekur ákvörðun um sölu.“. Ráðherranum er með öðrum orðum ætlað samkvæmt lögum að hafa virkt hlutverk í ákvarðanatöku um sölumeðferðina. Lagaleg og pólitísk ábyrgð Lögin um bankasöluna eru skýr . Myndin sem fylgir er myndræn skýring á lögunum nr.155/2012 um sölu á hlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hér er slóð á lagatextann: https://www.althingi.is/lagas/nuna/2012155.html Lögunum var ætlað að skapa trausta umgjörð ef og þegar til þess kæmi að selja hluti ríkisins. Leiðarstef laganna eru gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Þar átti að draga lærdóm af bankahruninu. Salan í höndum fjármála- og efnahagsráðherrans vekur upp spurningar um hvort ráðherrann hafi ekkert lært af bankahruninu og aðdraganda þess. Almenn óánægja ríkir um söluna og traust til ráðherrans og ríkisstjórnarinnar hefur beðið hnekki. Ásakanir um spillingu og vanrækslu eru háværar og um að lögin um söluna hafi verið brotin. Ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og þingmenn Vinstri grænna, Framsóknar og að sjálfsögðu Sjálfstæðisflokksins, slá skjaldborg um fjármála- og efnahagsráðherra. Þau láta eins og ábyrgð hans á sölunni og söluferlinu sé engin, hvorki lagaleg né pólitísk. Því ef þau verja hann ekki er ríkisstjórnin fallin. En væri það svo slæmt? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Það má öllum vera ljóst að stjórnarsamstarfið er undir þegar ráðherrar tjá sig um bankasöluna og ábyrgð fjármálaráðherrans. Ef þau viðurkenna ábyrgð hans þá verður krafan eindregnari um að hann segi af sér, fari þau ekki fram á það sjálf. En hversu langt ætla þau að ganga? Fyrst þóttust þau hólpin og hafa haldreipi í einhverju sem þau kölluðu armslengd, að fjármálaráðherra hefði ekki mátt skipta sér af framkvæmdinni. Svo gera þau sér flest grein fyrir að það átti ekki við. Þá tala þau um að stjórnsýslan hafi ekki verið nógu góð en minnast ekkert á ábyrgð ráðherrans í þeim efnum. Umgjörðin var ekki nógu góð segja þau sum og eiga þá væntanlega við lögin sem gilda um söluna, þó ég efist um að þau hafi öll lesið þau. Lögin eru hvorki flókin né torskilin og þar er ekkert svigrúm til að senda ábyrgðina eitthvert annað - í burtu frá fjármálaráðherranum. Að selja banka sé ekki líkt og að selja prívateign segir forsætisráðherrann og hefur áhyggjur af rýrnandi trausti eftir bankasöluna. Lausnin sé að leggja Bankasýsluna niður og setja alla framkvæmd til fjármálaráðherrans. Ætli hún haldi að það sé til þess fallið að auka traustið? Út á við lítur út fyrir að hér sé spillt stjórnkerfi þar sem ráðherrar nýta sér stöðu sína til að gæta að sérhagsmunum. Forsætisráðherra segir mikilvægt að taka skýrslu Ríkisendurskoðanda alvarlega. Ætli hún vilji líka taka það alvarlega sem skrifað er á blaðsíðu 26 í skýrslunni?: „Þótt ekki sé gert ráð fyrir aðkomu ráðherra að framkvæmd sölunnar ber hann engu að síður ábyrgð á því að söluferlið sé í samræmi við þær forsendur og þau skilyrði sem lögð voru til grundvallar í greinargerð hans. Honum ber því að hafa eftirlit með söluferlinu og ganga í skugga um að það hafi verið í samræmi við greinargerðina áður en hann tekur ákvörðun um sölu.“. Ráðherranum er með öðrum orðum ætlað samkvæmt lögum að hafa virkt hlutverk í ákvarðanatöku um sölumeðferðina. Lagaleg og pólitísk ábyrgð Lögin um bankasöluna eru skýr . Myndin sem fylgir er myndræn skýring á lögunum nr.155/2012 um sölu á hlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hér er slóð á lagatextann: https://www.althingi.is/lagas/nuna/2012155.html Lögunum var ætlað að skapa trausta umgjörð ef og þegar til þess kæmi að selja hluti ríkisins. Leiðarstef laganna eru gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Þar átti að draga lærdóm af bankahruninu. Salan í höndum fjármála- og efnahagsráðherrans vekur upp spurningar um hvort ráðherrann hafi ekkert lært af bankahruninu og aðdraganda þess. Almenn óánægja ríkir um söluna og traust til ráðherrans og ríkisstjórnarinnar hefur beðið hnekki. Ásakanir um spillingu og vanrækslu eru háværar og um að lögin um söluna hafi verið brotin. Ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og þingmenn Vinstri grænna, Framsóknar og að sjálfsögðu Sjálfstæðisflokksins, slá skjaldborg um fjármála- og efnahagsráðherra. Þau láta eins og ábyrgð hans á sölunni og söluferlinu sé engin, hvorki lagaleg né pólitísk. Því ef þau verja hann ekki er ríkisstjórnin fallin. En væri það svo slæmt? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun