Kínverskir tölvuþrjótar grunaðir um að stela milljörðum af Covid-styrkjum Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2022 11:25 Bandaríkjamenn hafa ákært nokkra meðlimi kínverska tölvuþrjótahópsins APT41 á undanförnum árum. Getty/EPA Kínverskir tölvuþrjótar sem taldir eru tengjast yfirvöldum í Kína, rændu milljónum dala af Covid-styrkjum í Bandaríkjunum. Þeir eru sagðir hafa rænt minnst tuttugu milljónum dala af atvinnuleysisbótum og stuðningslánum til fyrirtækja í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Tuttugu milljónir dala eru um það bil 2,8 milljarðar króna en ráðamenn segja að um helmingur peninganna hafi verið endurheimtur. NBC News sögðu frá ránunum í gær en yfirvöld í Bandaríkjunum beina spjótum sínum að hópi tölvuþrjóta sem kallast APT41 og er þetta í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn benda aðila tengda yfirvöldum annars ríkis við rán sem þetta. NBC hefur þó eftir embættismönnum og sérfræðingum að umrætt mál gæti verið það fyrsta af mörgum. Aðrar rannsóknir varðandi þjófnað á Covid-styrkjum bendi einnig til aðkomu tölvuþrjóta á vegum annars ríkis en þær rannsóknir séu ekki jafn langt komnar. Til að mynda sé líklegt að þessi sami hópur kínverskra tölvuþrjóta hafi gert árásir í fleiri ríkjum Bandaríkjanna. Reuters segir APT41 vera umsvifamikinn hóp sem hafi um nokkuð skeið gert tölvuárásir á stofnanir og fyrirtæki, bæði fyrir hönd kínverska ríkisins og til að stela peningum. Þó nokkrir meðlimir hópsins hafa verið ákærðir af yfirvöldum í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa sakað Kommúnistaflokk Kína um að hlífa hópum sem þessum og jafnvel aðstoða í skiptum fyrir það að þeir geri ekki árásir í Kína og að þeir steli tækni og gögnum sem nýtast kínverska ríkinu. Hópar eins og APT41 fá einnig sérstök verkefni frá yfirvöldum í Kína. Miklum fjármunum stolið Bandaríska löggæslustofnunin sem sér meðal annars um að rannsaka mál sem þessi og vernda forseta Bandaríkjanna og kallast á ensku „Secret Service“, segir meira en þúsund rannsóknir á styrkjaþjófnaði vera í gangi og þær snúist bæði að innlendum og erlendum aðilum. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa sagt að um fimmtungur þeirra 872,5 milljarða dala sem ríkið hafi varið til að styrkja atvinnulaust fólk á tímum Covid hafi endað í höndum svikahrappa og þjófa. Sérfræðingar segja líklegt að raunverulega hlutfallið sé enn hærra. Greining sem gerð var fyrir bandaríska þingið og opinberuð var í síðustu viku, bendir til þess að 42,4 prósent af atvinnuleysisstyrkjum sem greiddir voru út á fyrstu sex mánuðum þegar það var gert, hafi endað í höndum óprúttinna aðila. Bandaríkin Kína Tölvuárásir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Tuttugu milljónir dala eru um það bil 2,8 milljarðar króna en ráðamenn segja að um helmingur peninganna hafi verið endurheimtur. NBC News sögðu frá ránunum í gær en yfirvöld í Bandaríkjunum beina spjótum sínum að hópi tölvuþrjóta sem kallast APT41 og er þetta í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn benda aðila tengda yfirvöldum annars ríkis við rán sem þetta. NBC hefur þó eftir embættismönnum og sérfræðingum að umrætt mál gæti verið það fyrsta af mörgum. Aðrar rannsóknir varðandi þjófnað á Covid-styrkjum bendi einnig til aðkomu tölvuþrjóta á vegum annars ríkis en þær rannsóknir séu ekki jafn langt komnar. Til að mynda sé líklegt að þessi sami hópur kínverskra tölvuþrjóta hafi gert árásir í fleiri ríkjum Bandaríkjanna. Reuters segir APT41 vera umsvifamikinn hóp sem hafi um nokkuð skeið gert tölvuárásir á stofnanir og fyrirtæki, bæði fyrir hönd kínverska ríkisins og til að stela peningum. Þó nokkrir meðlimir hópsins hafa verið ákærðir af yfirvöldum í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa sakað Kommúnistaflokk Kína um að hlífa hópum sem þessum og jafnvel aðstoða í skiptum fyrir það að þeir geri ekki árásir í Kína og að þeir steli tækni og gögnum sem nýtast kínverska ríkinu. Hópar eins og APT41 fá einnig sérstök verkefni frá yfirvöldum í Kína. Miklum fjármunum stolið Bandaríska löggæslustofnunin sem sér meðal annars um að rannsaka mál sem þessi og vernda forseta Bandaríkjanna og kallast á ensku „Secret Service“, segir meira en þúsund rannsóknir á styrkjaþjófnaði vera í gangi og þær snúist bæði að innlendum og erlendum aðilum. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa sagt að um fimmtungur þeirra 872,5 milljarða dala sem ríkið hafi varið til að styrkja atvinnulaust fólk á tímum Covid hafi endað í höndum svikahrappa og þjófa. Sérfræðingar segja líklegt að raunverulega hlutfallið sé enn hærra. Greining sem gerð var fyrir bandaríska þingið og opinberuð var í síðustu viku, bendir til þess að 42,4 prósent af atvinnuleysisstyrkjum sem greiddir voru út á fyrstu sex mánuðum þegar það var gert, hafi endað í höndum óprúttinna aðila.
Bandaríkin Kína Tölvuárásir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira