Frí Hagstofunnar kosti skattgreiðendur hátt í 25 milljónir króna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. desember 2022 18:59 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur frí Hagstofunnar milli jóla og nýars ekki geta orðið fordæmisgefandi. Hrafnhildur Arnkelsdóttir Hagstofustjóri segir hins vegar að starfsfólk stofnunarinnar hafi unnið fyrir fríinu. samsett/vísir Frí starfsfólks Hagstofunnar milli jóla og nýárs kostar skattgreiðendur milli 20 og 25 milljónir króna. Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni Hagstofan ákvað að veita starfsmönnum sínum vikulangt frí til viðbótar milli jóla og nýárs og er Hagstofan lokuð fram á nýtt ár. Hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins sagði fríið skjóta skökku við í ljósi aðstæðna á opinberum vinnumarkaði. Hrafnhildur Arnkelsdóttir, Hagstofustjóri sagði starfsfólk hins vegar hafa unnið fyrir fríinu. Þá sé fríið hluti af því að aðlagast breyttu þjóðfélagi. Sjá einnig: Vikulangt jólafrí Hagstofunnar skjóti skökku við Sjá einnig: Segir starfsfólk hafa unnið fyrir fríinu „Þetta er fordæmi sem getur aldrei talist gott,“ segir Óli Björn og bendir á að Hagstofan sé opinber þjónustustofnun sem þjónusti alla landsmenn. Á síðasta ári hafi reksturinn kostað 1,9 milljarða. 120 stöðugildi séu hjá stofnuninni og launakostnaður svipaður og framlag ríkisins til stofnunarinnar, um 1,6 milljarðar. „Ef þið viljið síðan fá tölu á hvað þetta gæti hugsanlega kostað er það tiltölulega einfaldur reikningur. Miðað við þessar tölur er meðalkostnaður á starfsmann, ekki laun, 13 milljónir á liðnu ári. Ef það eru 120 stöðugildi í fjóra daga eru þetta 20 til 25 milljónir sem þetta kostar skattgreiðendur,“ segir Óli Björn. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan: Tilefni til að kanna fjárframlög til Hagstofunnar Hann bætir við að Hagstofan sé afar mikilvæg þjónustustofnun sem hann vilji ekki kasta rýrð á. „Þetta er eitthvað sem gæti komið til skoðunar þegar fjárveitingarvaldið fer yfir hversu háa fjárhæð skuli renna til stofnunarinnar í fjárlögum ársins 2024,“ segir Óli Björn. Stofnun sem telur sig vera rekna með halla, en hafa burði til að veita fólki frí í næstum heila viku á launum. Maður spyr sig hvort eitthvað sé í skipulagi hennar sem geri það að verkum að hægt sé að ná betri árangri í rekstri en raun ber vitni og spara þá þessar 20-25 milljónir sem þetta kostar. Hann dregur hins vegar ekki í efa mat Hagstofustjóra um að starfsmenn stofnunarinnar hafi lagt mikið á sig sé rétt. „En það á líka við um nær alla aðra starfsmenn sem ég hef kynnst hjá hinu opinbera,“ segir Óli Björn og nefnir kennara og hjúkrunarfræðinga sem hafi unnið kraftaverk á tímum Covid. „Hafa þau þá unnið ársleyfi á launum? Hvert ætlum við að fara?“ segir hann. Hann telur þó að viðbrögð atvinnulífs og fjármálaráðherra við ákvörðuninni bendi til þess að ákvörðunin verði ekki fordæmisgefandi. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lét eftir sér í kjölfar ákvörðunar Hagstofustjóra, að honum þætti óþarfi að ríkið væri að ganga lengra en almennur markaður varðandi frídaga. Stjórnsýsla Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni Hagstofan ákvað að veita starfsmönnum sínum vikulangt frí til viðbótar milli jóla og nýárs og er Hagstofan lokuð fram á nýtt ár. Hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins sagði fríið skjóta skökku við í ljósi aðstæðna á opinberum vinnumarkaði. Hrafnhildur Arnkelsdóttir, Hagstofustjóri sagði starfsfólk hins vegar hafa unnið fyrir fríinu. Þá sé fríið hluti af því að aðlagast breyttu þjóðfélagi. Sjá einnig: Vikulangt jólafrí Hagstofunnar skjóti skökku við Sjá einnig: Segir starfsfólk hafa unnið fyrir fríinu „Þetta er fordæmi sem getur aldrei talist gott,“ segir Óli Björn og bendir á að Hagstofan sé opinber þjónustustofnun sem þjónusti alla landsmenn. Á síðasta ári hafi reksturinn kostað 1,9 milljarða. 120 stöðugildi séu hjá stofnuninni og launakostnaður svipaður og framlag ríkisins til stofnunarinnar, um 1,6 milljarðar. „Ef þið viljið síðan fá tölu á hvað þetta gæti hugsanlega kostað er það tiltölulega einfaldur reikningur. Miðað við þessar tölur er meðalkostnaður á starfsmann, ekki laun, 13 milljónir á liðnu ári. Ef það eru 120 stöðugildi í fjóra daga eru þetta 20 til 25 milljónir sem þetta kostar skattgreiðendur,“ segir Óli Björn. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan: Tilefni til að kanna fjárframlög til Hagstofunnar Hann bætir við að Hagstofan sé afar mikilvæg þjónustustofnun sem hann vilji ekki kasta rýrð á. „Þetta er eitthvað sem gæti komið til skoðunar þegar fjárveitingarvaldið fer yfir hversu háa fjárhæð skuli renna til stofnunarinnar í fjárlögum ársins 2024,“ segir Óli Björn. Stofnun sem telur sig vera rekna með halla, en hafa burði til að veita fólki frí í næstum heila viku á launum. Maður spyr sig hvort eitthvað sé í skipulagi hennar sem geri það að verkum að hægt sé að ná betri árangri í rekstri en raun ber vitni og spara þá þessar 20-25 milljónir sem þetta kostar. Hann dregur hins vegar ekki í efa mat Hagstofustjóra um að starfsmenn stofnunarinnar hafi lagt mikið á sig sé rétt. „En það á líka við um nær alla aðra starfsmenn sem ég hef kynnst hjá hinu opinbera,“ segir Óli Björn og nefnir kennara og hjúkrunarfræðinga sem hafi unnið kraftaverk á tímum Covid. „Hafa þau þá unnið ársleyfi á launum? Hvert ætlum við að fara?“ segir hann. Hann telur þó að viðbrögð atvinnulífs og fjármálaráðherra við ákvörðuninni bendi til þess að ákvörðunin verði ekki fordæmisgefandi. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lét eftir sér í kjölfar ákvörðunar Hagstofustjóra, að honum þætti óþarfi að ríkið væri að ganga lengra en almennur markaður varðandi frídaga.
Stjórnsýsla Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira