Kínverjar hóta gagnaðgerðum vegna skimunar ferðamanna á Vesturlöndum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2023 06:52 Mjög svo takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um stöðu faraldursins í Kína. AP/Andy Wong Stjórnvöld í Pekíng hafa gagnrýnt fyrirætlanir annarra ríkja um að skima ferðamenn frá Kína og hóta gagnaðgerðum. Kórónuveirubylgja gengur nú yfir Kína, eftir að stjórnvöld þar í landi afléttu sóttvarnaaðgerðum. Bandaríkin, Bretland, Indland, Japan og nokkur Evrópulönd eru meðal þeirra ríkja sem hafa ákveðið að grípa til aðgerða á landamærum sínum, ekki síst vegna skorts á gögnum frá Kína um smitfjölda, dauðsföll og þau afbrigði sem þar eru í dreifingu. Nokkrar áhyggjur eru uppi af því að ný afbrigði gætu borist þaðan, sem óvíst er hvernig svara bóluefnum. Mao Ning, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði á blaðamannafundi að landamæraaðgerðir ríkjanna væru ekki byggðar á vísindalegum grunni og að sum ríki hefðu gengið óásættanlega langt í viðbrögðum sínum. Sakaði hún ríki um að misnota Covid í pólitískum tilgangi og að Kínverjar myndu grípa til viðeigandi gagnaðgerða. Ned Price, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði aðgerðirnar hins vegar þvert á móti algjörlega í takt við vísindin og þær miðuðu að því að stand vörð um lýðheilsu á sama tíma og kórónuveiran væri í sókn í Kína og skortur væri á gögnum þaðan um stöðu faraldursins og þau afbrigði sem væru að greinast. Price ítrekaði að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til þess að deila bóluefnabirgðum sínum með Kínverjum, sem hafa hingað til viljað halda sig við eigið bóluefni sem sérfræðingar segja ekki jafn gott og þau sem hafa verið þróuð á Vesturlöndum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Kína Bandaríkin Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Bandaríkin, Bretland, Indland, Japan og nokkur Evrópulönd eru meðal þeirra ríkja sem hafa ákveðið að grípa til aðgerða á landamærum sínum, ekki síst vegna skorts á gögnum frá Kína um smitfjölda, dauðsföll og þau afbrigði sem þar eru í dreifingu. Nokkrar áhyggjur eru uppi af því að ný afbrigði gætu borist þaðan, sem óvíst er hvernig svara bóluefnum. Mao Ning, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði á blaðamannafundi að landamæraaðgerðir ríkjanna væru ekki byggðar á vísindalegum grunni og að sum ríki hefðu gengið óásættanlega langt í viðbrögðum sínum. Sakaði hún ríki um að misnota Covid í pólitískum tilgangi og að Kínverjar myndu grípa til viðeigandi gagnaðgerða. Ned Price, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði aðgerðirnar hins vegar þvert á móti algjörlega í takt við vísindin og þær miðuðu að því að stand vörð um lýðheilsu á sama tíma og kórónuveiran væri í sókn í Kína og skortur væri á gögnum þaðan um stöðu faraldursins og þau afbrigði sem væru að greinast. Price ítrekaði að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til þess að deila bóluefnabirgðum sínum með Kínverjum, sem hafa hingað til viljað halda sig við eigið bóluefni sem sérfræðingar segja ekki jafn gott og þau sem hafa verið þróuð á Vesturlöndum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Kína Bandaríkin Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira