Ómerkilegir og merkilegir Siglfirðingar Valgeir Tómas Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2023 10:30 Saga Siglufjarðar er vörðuð afrekum fjölmargra merkismanna og má þar nefna séra Bjarna Þorsteinsson, Vigfús Friðjónsson athafnamann, Skafta Stefánsson útgerðarmann, Óla Tynes frumkvöðul, Þórodd Guðmundsson, Guðmund Skarphéðinsson verkalýðsforingja, Aage Schiöth lyfsala, Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir og Hinrik Thorarensen lækni og athafnaskáld, svo einhverjir séu tíndir til sögunnar. Allt voru þetta menn sem beittu kröftum sínum af hugsjón fyrir framtíð og uppbyggingu Íslands og Siglufjarðar. Salan á atvinnurétti Siglfirðinga Um áramótin var tilkynnt að Rammi og Ísfélag Vestmannaeyja stefndu á sameiningu og nú er einungis beðið eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins. Við svokallaða sameiningu á Ramma og Ísfélagi Vestmannaeyja flyst allt forræði á útgerð á Siglufirði úr byggðarlaginu og þar með getur útgerð hæglega lagst af á Siglufirði innan örfárra missera. Það gefur augaleið að það mun valda hinum almenna íbúa og framtíð byggðarlagsins miklum skaða, a.m.k. að óbreyttu kvótakerfi. Tilkynningin um sameininguna kom því eins og blaut tuska framan íbúa Siglufjarðar og þótti því ýmsum það taktlaust að bæjarstjórinn hefði á opnum fundi um sjávarútvegsmál óskað forsvarsmönnum Ramma til hamingju með hana. Það er áhugavert að rifja upp hvernig Þormóður rammi komst í hendurnar á þeim sem eru í þann mund að selja útróðrarréttinn úr Siglufirði, en kaup þeirra á fyrirtækinu Þormóði ramma voru svo umdeild að Alþingi Íslendinga ákvað að fá Ríkisendurskoðun til þess að gera skýrslu um málið. Niðurstaða skýrslunnar, sem kom út árið 1991, var kurteisisleg en þung ádrepa á þáverandi fjármálaráðherra, Ólaf Ragnar Grímsson, fyrir að hafa „selt“ eigur ríkisins á undirverði til pólitískra samherja. Meðal eigna Þormóðs ramma voru þrír togarar, Sigluvík, Stálvík og Stapavík, nýtt frystihús og auk annars húsakosts 6.000 tonna þorskígildiskvóti. Allar framangreindar ríkiseignir sem runnu inn í nýtt félag voru metnar á hrakvirði á meðan eigur pólitískra samherja Ólafs Ragnars sem voru tvö smáfyrirtæki, Drafnar og Egilssíld, voru metin langt yfir raunvirði. Þessi saga er ekki eldri en svo að þeir Siglfirðingar sem undirrituðu kaupsamninginn við Ólaf Ragnar Grímsson hafa nú gert samkomulag við Ísfélag Vestmannaeyja um yfirtöku á félaginu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 1991 er einnig greint frá því að samhliða kaupsamningi hafi „kaupendur“, m.a. núverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Ólafur Marteinsson, undirritað bindandi yfirlýsingu um að kaupendum Þormóðs ramma væri óheimilt að selja kvóta eða skip, sem hefði það í för með sér að minni afla yrði landað á Siglufirði. Bæjarstjórn Fjallabyggðar og Samkeppniseftirlitið eiga að ganga eftir því hvernig sameinað félag Ramma og Ísfélagsins ætlar að standa við þær bindandi kvaðir sem hvíla á Ramma. Varla er vilji til þess að hefja útgerð skuttogarans Sólbergsins í nýrri útgerð, með sama hætti og Samherji gerði með ísfirsku Gugguna. Hver sem niðurstaða Samkeppniseftirlitsins verður, þá er pottþétt að þeir sem standa að sölu á útróðrarrétti Siglufjarðar, þar með talinn núverandi formaður SFS, Ólafur Marteinsson, munu seint teljast til merkilegra Siglfirðinga. Höfundur er Siglfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjallabyggð Sjávarútvegur Samkeppnismál Tengdar fréttir Verður þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtækið mælt í veltu Fyrirhugaður samruni Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma á Siglufirði er nýjasti gjörningurinn í þeirri samrunahrinu sem hafin er í íslenskum sjávarútvegi. Mælt í veltu verður sameinað félag þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi miðað við rekstrartölur ársins 2021. 6. janúar 2023 07:55 Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi sameinast Stjórnir Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð hafa skrifað undir samkomulag um samruna félaganna undir nafninu Ísfélagið hf.. Sameiginleg aflahlutdeild félaganna tveggja er átta prósent heildarkvótans. Stefnt er að því að skrá félagið á markað. 29. desember 2022 20:44 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Sjá meira
Saga Siglufjarðar er vörðuð afrekum fjölmargra merkismanna og má þar nefna séra Bjarna Þorsteinsson, Vigfús Friðjónsson athafnamann, Skafta Stefánsson útgerðarmann, Óla Tynes frumkvöðul, Þórodd Guðmundsson, Guðmund Skarphéðinsson verkalýðsforingja, Aage Schiöth lyfsala, Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir og Hinrik Thorarensen lækni og athafnaskáld, svo einhverjir séu tíndir til sögunnar. Allt voru þetta menn sem beittu kröftum sínum af hugsjón fyrir framtíð og uppbyggingu Íslands og Siglufjarðar. Salan á atvinnurétti Siglfirðinga Um áramótin var tilkynnt að Rammi og Ísfélag Vestmannaeyja stefndu á sameiningu og nú er einungis beðið eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins. Við svokallaða sameiningu á Ramma og Ísfélagi Vestmannaeyja flyst allt forræði á útgerð á Siglufirði úr byggðarlaginu og þar með getur útgerð hæglega lagst af á Siglufirði innan örfárra missera. Það gefur augaleið að það mun valda hinum almenna íbúa og framtíð byggðarlagsins miklum skaða, a.m.k. að óbreyttu kvótakerfi. Tilkynningin um sameininguna kom því eins og blaut tuska framan íbúa Siglufjarðar og þótti því ýmsum það taktlaust að bæjarstjórinn hefði á opnum fundi um sjávarútvegsmál óskað forsvarsmönnum Ramma til hamingju með hana. Það er áhugavert að rifja upp hvernig Þormóður rammi komst í hendurnar á þeim sem eru í þann mund að selja útróðrarréttinn úr Siglufirði, en kaup þeirra á fyrirtækinu Þormóði ramma voru svo umdeild að Alþingi Íslendinga ákvað að fá Ríkisendurskoðun til þess að gera skýrslu um málið. Niðurstaða skýrslunnar, sem kom út árið 1991, var kurteisisleg en þung ádrepa á þáverandi fjármálaráðherra, Ólaf Ragnar Grímsson, fyrir að hafa „selt“ eigur ríkisins á undirverði til pólitískra samherja. Meðal eigna Þormóðs ramma voru þrír togarar, Sigluvík, Stálvík og Stapavík, nýtt frystihús og auk annars húsakosts 6.000 tonna þorskígildiskvóti. Allar framangreindar ríkiseignir sem runnu inn í nýtt félag voru metnar á hrakvirði á meðan eigur pólitískra samherja Ólafs Ragnars sem voru tvö smáfyrirtæki, Drafnar og Egilssíld, voru metin langt yfir raunvirði. Þessi saga er ekki eldri en svo að þeir Siglfirðingar sem undirrituðu kaupsamninginn við Ólaf Ragnar Grímsson hafa nú gert samkomulag við Ísfélag Vestmannaeyja um yfirtöku á félaginu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 1991 er einnig greint frá því að samhliða kaupsamningi hafi „kaupendur“, m.a. núverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Ólafur Marteinsson, undirritað bindandi yfirlýsingu um að kaupendum Þormóðs ramma væri óheimilt að selja kvóta eða skip, sem hefði það í för með sér að minni afla yrði landað á Siglufirði. Bæjarstjórn Fjallabyggðar og Samkeppniseftirlitið eiga að ganga eftir því hvernig sameinað félag Ramma og Ísfélagsins ætlar að standa við þær bindandi kvaðir sem hvíla á Ramma. Varla er vilji til þess að hefja útgerð skuttogarans Sólbergsins í nýrri útgerð, með sama hætti og Samherji gerði með ísfirsku Gugguna. Hver sem niðurstaða Samkeppniseftirlitsins verður, þá er pottþétt að þeir sem standa að sölu á útróðrarrétti Siglufjarðar, þar með talinn núverandi formaður SFS, Ólafur Marteinsson, munu seint teljast til merkilegra Siglfirðinga. Höfundur er Siglfirðingur.
Verður þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtækið mælt í veltu Fyrirhugaður samruni Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma á Siglufirði er nýjasti gjörningurinn í þeirri samrunahrinu sem hafin er í íslenskum sjávarútvegi. Mælt í veltu verður sameinað félag þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi miðað við rekstrartölur ársins 2021. 6. janúar 2023 07:55
Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi sameinast Stjórnir Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð hafa skrifað undir samkomulag um samruna félaganna undir nafninu Ísfélagið hf.. Sameiginleg aflahlutdeild félaganna tveggja er átta prósent heildarkvótans. Stefnt er að því að skrá félagið á markað. 29. desember 2022 20:44
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun