Hvernig má bjóða þér að ferðast? Hildur Björnsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 12:01 Fyrir fáeinum árum áætluðu Samtök iðnaðarins að borgarbúar sólunduðu níu milljónum klukkustundum í umferðartafir árlega. Umferðartafir á annatíma höfðu þá aukist um nærri 50% á örfáum árum. Þetta sýndu niðurstöður umferðarlíkans VSÓ og mælingar Vegagerðarinnar. Þessar tafir samsvara um 40 klukkustundum – eða heilli vinnuviku - á hvern höfuðborgarbúa árlega. Það eru váleg tíðindi. Samtök iðnaðarins töldu jafnframt mikla hagkvæmni geta falist í minni umferðartöfum. Ná mætti fram 80 milljarða króna ábata fyrir fólk og fyrirtæki á einungis fáum árum, ef umferðartafir myndu minnka um 15%. Þá eru ótalin þau auknu lífsgæði sem felast í greiðum samgöngum. Valfrelsi og sveigjanleiki Langflestir íbúar höfuðborgarsvæðisins telja það lífsgæðamál að bæta samgöngur. Það var því fagnaðarefni þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður árið 2019 en hann tryggði stóraukin framlög til nauðsynlegra samgönguframkvæmda á svæðinu. Tæp 90% af framkvæmdakostnaði yrði greiddur af ríkinu en sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu myndu greiða það sem eftir stæði í réttu hlutfalli við íbúafjölda. Sáttmálinn átti að tryggja breiða fjárfestingu í fjölbreyttum samgöngum. Stærstum hluta fjármagnsins skyldi varið til stofnvegaframkvæmda, því næst skyldi fjárfest í öflugum almenningssamgöngum og loks bættum innviðum fyrir gangandi og hjólandi. Unnið yrði út frá því markmiði að fjölga notendum almenningssamgangna, en þó gengið út frá þeirri forsendu að áfram færu flestir leiðar sinnar á bíl. Frá undirritun sáttmálans hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokks undirstrikað mikilvægi þess að gætt verði að tímaáætlun framkvæmda og ráðdeild hvað varðar framkvæmdakostnað. Með sáttmálanum þyrfti að tryggja frelsi og val um fjölbreyttar samgöngur - einn fararmáti skyldi ekki útiloka annan - framtíðin ætti að fela í sér valfrelsi og sveigjanleika. Áætlanir samgöngusáttmála verði endurmetnar Tæpum fjórum árum eftir undirritun sáttmálans ríkir hins vegar enn mikil óvissa um fjármögnun hans. Jafnframt kom nýverið í ljós að framkvæmdir við Arnarnesveg og Sæbrautarstokk voru stórlega vanáætlaðar, langt umfram verðbætur. Að auki hefur ekki verið lokið við neina þeirra flýtiframkvæmda sem tilgreindar voru sem forgangsverkefni í sáttmálanum. Það skiptir okkur sjálfstæðismenn máli að áætlanir fyrir svo veigamikil verkefni séu vandaðar og byggðar á skýrum forsendum. Af þessu tilefni munum við leggja til við borgarstjórn í dag, að áætlanir samgöngusáttmálans verði endurmetnar, með það fyrir augum að tryggja farsæla framvindu og framkvæmd nauðsynlegra samgöngubóta í Reykjavík. Við þurfum að setja aukinn kraft í samgönguframkvæmdir á svæðinu, en tryggja fyrirfram að áætlanir séu vandaðar, raunhæfar og standist skoðun. Einungis þannig náum við árangri. Sundabraut og hjólreiðar Þó samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins hafi sannarlega verið stórt framfaraskref í samgöngumálum svæðisins, þá verður hann seint talinn tæmandi. Samhliða innleiðingu sáttmálans þarf að vinna að uppbyggingu Sundabrautar án tafar, enda þjóðhagslega arðbær samgönguframkvæmd og mikilvæg tenging fyrir fjölmörg hverfi Reykjavíkur. Jafnframt mætti setja stóraukinn kraft í innleiðingu Hjólreiðaáætlunar Reykjavíkur enda hjólreiðar vaxandi samgöngumáti í borginni. Þá mætti bæta samgöngur með auknu samtali við atvinnulíf og menntastofnanir um breytilegt upphaf vinnudags og kennsludags, eða möguleikum til aukinnar fjarvinnu og fjarkennslu sem góð reynsla hefur fengist af á tímum heimsfaraldurs. Jafnframt mætti ná auknu jafnvægi á umferðarstrauma með fjölgun vinnustaða í austurborginni. Tækifærin til lausna samgönguvandans eru bæði fjölbreytt eru fjölmörg. Fjölbreyttar þarfir og frjálsir valkostir Sjálfstæðisflokkurinn vill skapa borg sem virkar fyrir fólk og fyrirtæki. Höfuðborg, þar sem fólk getur leitað hamingjunnar á eigin forsendum. Borg sem byggir á frjálsum valkostum – og býður lífsgæðin sem felast í greiðum samgöngum. Borg þar sem níu milljón klukkustundum er ekki sólundað í umferðartafir - heldur varið í verðmætasköpun og gæðastundir. Samgönguvanda höfuðborgarsvæðisins þarf að leysa með hliðsjón af fjölbreyttum þörfum samtímans en jafnframt væntingum og fyrirheitum framtíðarinnar. Ráðast þarf í nauðsynlegar samgöngubætur á svæðinu – með hliðjsón af fjölbreyttum þörfum og frjálsum valkostum. Úrbæturnar þurfa að byggja á raunhæfum og ábyrgum áætlununum - og þær þarf að framkvæma af skynsemi og festu. Það er til mikils að vinna fyrir okkur öll. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Sundabraut Borgarlína Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Fyrir fáeinum árum áætluðu Samtök iðnaðarins að borgarbúar sólunduðu níu milljónum klukkustundum í umferðartafir árlega. Umferðartafir á annatíma höfðu þá aukist um nærri 50% á örfáum árum. Þetta sýndu niðurstöður umferðarlíkans VSÓ og mælingar Vegagerðarinnar. Þessar tafir samsvara um 40 klukkustundum – eða heilli vinnuviku - á hvern höfuðborgarbúa árlega. Það eru váleg tíðindi. Samtök iðnaðarins töldu jafnframt mikla hagkvæmni geta falist í minni umferðartöfum. Ná mætti fram 80 milljarða króna ábata fyrir fólk og fyrirtæki á einungis fáum árum, ef umferðartafir myndu minnka um 15%. Þá eru ótalin þau auknu lífsgæði sem felast í greiðum samgöngum. Valfrelsi og sveigjanleiki Langflestir íbúar höfuðborgarsvæðisins telja það lífsgæðamál að bæta samgöngur. Það var því fagnaðarefni þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður árið 2019 en hann tryggði stóraukin framlög til nauðsynlegra samgönguframkvæmda á svæðinu. Tæp 90% af framkvæmdakostnaði yrði greiddur af ríkinu en sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu myndu greiða það sem eftir stæði í réttu hlutfalli við íbúafjölda. Sáttmálinn átti að tryggja breiða fjárfestingu í fjölbreyttum samgöngum. Stærstum hluta fjármagnsins skyldi varið til stofnvegaframkvæmda, því næst skyldi fjárfest í öflugum almenningssamgöngum og loks bættum innviðum fyrir gangandi og hjólandi. Unnið yrði út frá því markmiði að fjölga notendum almenningssamgangna, en þó gengið út frá þeirri forsendu að áfram færu flestir leiðar sinnar á bíl. Frá undirritun sáttmálans hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokks undirstrikað mikilvægi þess að gætt verði að tímaáætlun framkvæmda og ráðdeild hvað varðar framkvæmdakostnað. Með sáttmálanum þyrfti að tryggja frelsi og val um fjölbreyttar samgöngur - einn fararmáti skyldi ekki útiloka annan - framtíðin ætti að fela í sér valfrelsi og sveigjanleika. Áætlanir samgöngusáttmála verði endurmetnar Tæpum fjórum árum eftir undirritun sáttmálans ríkir hins vegar enn mikil óvissa um fjármögnun hans. Jafnframt kom nýverið í ljós að framkvæmdir við Arnarnesveg og Sæbrautarstokk voru stórlega vanáætlaðar, langt umfram verðbætur. Að auki hefur ekki verið lokið við neina þeirra flýtiframkvæmda sem tilgreindar voru sem forgangsverkefni í sáttmálanum. Það skiptir okkur sjálfstæðismenn máli að áætlanir fyrir svo veigamikil verkefni séu vandaðar og byggðar á skýrum forsendum. Af þessu tilefni munum við leggja til við borgarstjórn í dag, að áætlanir samgöngusáttmálans verði endurmetnar, með það fyrir augum að tryggja farsæla framvindu og framkvæmd nauðsynlegra samgöngubóta í Reykjavík. Við þurfum að setja aukinn kraft í samgönguframkvæmdir á svæðinu, en tryggja fyrirfram að áætlanir séu vandaðar, raunhæfar og standist skoðun. Einungis þannig náum við árangri. Sundabraut og hjólreiðar Þó samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins hafi sannarlega verið stórt framfaraskref í samgöngumálum svæðisins, þá verður hann seint talinn tæmandi. Samhliða innleiðingu sáttmálans þarf að vinna að uppbyggingu Sundabrautar án tafar, enda þjóðhagslega arðbær samgönguframkvæmd og mikilvæg tenging fyrir fjölmörg hverfi Reykjavíkur. Jafnframt mætti setja stóraukinn kraft í innleiðingu Hjólreiðaáætlunar Reykjavíkur enda hjólreiðar vaxandi samgöngumáti í borginni. Þá mætti bæta samgöngur með auknu samtali við atvinnulíf og menntastofnanir um breytilegt upphaf vinnudags og kennsludags, eða möguleikum til aukinnar fjarvinnu og fjarkennslu sem góð reynsla hefur fengist af á tímum heimsfaraldurs. Jafnframt mætti ná auknu jafnvægi á umferðarstrauma með fjölgun vinnustaða í austurborginni. Tækifærin til lausna samgönguvandans eru bæði fjölbreytt eru fjölmörg. Fjölbreyttar þarfir og frjálsir valkostir Sjálfstæðisflokkurinn vill skapa borg sem virkar fyrir fólk og fyrirtæki. Höfuðborg, þar sem fólk getur leitað hamingjunnar á eigin forsendum. Borg sem byggir á frjálsum valkostum – og býður lífsgæðin sem felast í greiðum samgöngum. Borg þar sem níu milljón klukkustundum er ekki sólundað í umferðartafir - heldur varið í verðmætasköpun og gæðastundir. Samgönguvanda höfuðborgarsvæðisins þarf að leysa með hliðsjón af fjölbreyttum þörfum samtímans en jafnframt væntingum og fyrirheitum framtíðarinnar. Ráðast þarf í nauðsynlegar samgöngubætur á svæðinu – með hliðjsón af fjölbreyttum þörfum og frjálsum valkostum. Úrbæturnar þurfa að byggja á raunhæfum og ábyrgum áætlununum - og þær þarf að framkvæma af skynsemi og festu. Það er til mikils að vinna fyrir okkur öll. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun