Xi sagður hyggja á ferð til Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2023 16:21 Vladimír Pútín og Xi Jinping, forseta Rússlands og Kína, þann 4. febrúar í fyrra, nokkrum vikum fyrir innrás Rússa í Úkraínu. AP/Alexei Druzhinin Xi Jinping, forseti Kína, er að undirbúa ferð til Moskvu þar sem hann mun funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þessi ferð á að eiga sér stað á næstu mánuðum en ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því að Kínverjar ætli að aðstoða Rússa með því að veita þeim hergögn. Í frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur) um væntanlega ferð Xi, segir að Kínverjar taka virkan þátt í að binda enda á átökin og segja heimildarmenn miðilsins að Xi vilji hvetja Pútín til friðarviðræðna og ítreka að ekki eigi að nota kjarnorkuvopn í átökunum. Samkvæmt heimildum WSJ liggur ekki fyrir hvenær af heimsókninni verður en líklegast verður það í apríl eða snemma í maí. Ráðamenn í Kína hafa aldrei fordæmt innrás Rússa í Úkraínu né markvissar árásir þeirra á óbreytta borgara né ódæði rússneskra hermanna gegn borgurum. Þá hafa Kínverjar gagnrýnt refsiaðgerðir gegn Rússum og sagt að Rússum hafi verið ögrað. Sjá einnig: Aukinn stuðningur Kína við Rússa yrði dýru verði keyptur Talsmenn utanríkisráðuneytis Kína hafa kennt Bandaríkjunum um innrás Rússa í Úkraínu og gagnrýnt vopna- og hergagnasendingar til Úkraínu. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, sagði um helgina að ríkisstjórn Kína myndi birta skjal í vikunni þar sem staða ríkisins gagnvart átökunum í Úkraínu yrði tíunduð. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagðist í dag hafa rætt við Wang og heyrt lykilatriði þessa skjals. og áherslna Kínverja. Kuleba sagðist vilja sjá skjalið áður en hann tjáði sig um það. Hann sagði þó að heilindi landamæra Úkraínu væru mikilvæg. Sjá einnig: Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á sunnudaginn að Kínverjar væru á opinberum vettvangi að kalla eftir friði í Úkraínu. Á hinn bóginn væri ríkið að veita Rússum aðstoð. Hann sagði þá aðstoð ekki í formi hergagna en óttaðist að það myndi breytast. Kína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Í frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur) um væntanlega ferð Xi, segir að Kínverjar taka virkan þátt í að binda enda á átökin og segja heimildarmenn miðilsins að Xi vilji hvetja Pútín til friðarviðræðna og ítreka að ekki eigi að nota kjarnorkuvopn í átökunum. Samkvæmt heimildum WSJ liggur ekki fyrir hvenær af heimsókninni verður en líklegast verður það í apríl eða snemma í maí. Ráðamenn í Kína hafa aldrei fordæmt innrás Rússa í Úkraínu né markvissar árásir þeirra á óbreytta borgara né ódæði rússneskra hermanna gegn borgurum. Þá hafa Kínverjar gagnrýnt refsiaðgerðir gegn Rússum og sagt að Rússum hafi verið ögrað. Sjá einnig: Aukinn stuðningur Kína við Rússa yrði dýru verði keyptur Talsmenn utanríkisráðuneytis Kína hafa kennt Bandaríkjunum um innrás Rússa í Úkraínu og gagnrýnt vopna- og hergagnasendingar til Úkraínu. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, sagði um helgina að ríkisstjórn Kína myndi birta skjal í vikunni þar sem staða ríkisins gagnvart átökunum í Úkraínu yrði tíunduð. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagðist í dag hafa rætt við Wang og heyrt lykilatriði þessa skjals. og áherslna Kínverja. Kuleba sagðist vilja sjá skjalið áður en hann tjáði sig um það. Hann sagði þó að heilindi landamæra Úkraínu væru mikilvæg. Sjá einnig: Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á sunnudaginn að Kínverjar væru á opinberum vettvangi að kalla eftir friði í Úkraínu. Á hinn bóginn væri ríkið að veita Rússum aðstoð. Hann sagði þá aðstoð ekki í formi hergagna en óttaðist að það myndi breytast.
Kína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira