„Af hverju ættum við að fara í þrot?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. febrúar 2023 12:04 Birgir Jónsson forstjóri Play segir sögusagnir um yfirvofandi gjaldþrot flugfélagsins ekki hafa áhrif á sig. Vísir/Arnar „Af hverju ættum við að fara í þrot?“ spyr Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, sem kveðst þreyttur á sögusögnum um að félagið sé á barmi gjaldþrots. Hann segir að merki séu um að þrotlaus vinna sé farin að skila sér. „Flugfélag eins og Play verður alltaf á milli tannanna á fólki. Við vitum það. Íslendingar eru ekki bara sérfræðingar í bólusetningum, þeir eru líka sérfræðingar í flugrekstri,“ er haft eftir Birgi í Fréttablaði dagsins. Hann geti skilið að almenningur fylgist grannt með genginu en erfitt sé að sitja undir flökkusögum sem Birgir segir ekki eiga neina stoð í raunveruleikanum. „Við erum skráð félag og okkur ber að opna bókhaldið fjórum sinnum á ári. Það er enginn feluleikur í boði og tölurnar tala sínu máli. Svo er bara spurning hvort það sé nóg og hvort fólk vilji frekar trúa dómsdagsspám,“ segir Birgir. Hann viðurkennir hins vegar að fyrstu ár Play hafi ekki einkennst af „eintómri sól og sælu,“ eins og hann orðar það. Ferðabann og olíukrísa hafi meðal annars sett strik í reikninginn sem hljóðaði upp á 45 milljóna dollara tap í fyrra. Áform félagsins hafi því farið út af sporinu. „Þetta var algjörlega galið ár í flugrekstri og í þessu umhverfi vorum við að stíga okkar fyrstu skref,“ segir hann. Ekki sé sanngjarnt að ætlast til þess að félagið standi Icelandair á sporði strax frá fyrsta degi. En þrátt fyrir hrakspár hafi 25 prósent Íslendinga valið að fljúga með Play á síðasta ári og því sé þrotlaus vinna farin að skila sér. „Við skuldum ekki neitt, erum með lausafjárstöðu upp á fimm milljarða og allar helstu kennitölur á uppleið. Af hverju ættum við að vera á leiðinni í þrot?“ svarar Birgir því orðrómi um að félagið sé á barmi gjaldþrots. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Tengdar fréttir Play tapaði 6,5 milljörðum króna Heildartap flugfélagsins Play árið 2022 nemur 6,5 milljörðum króna. Tap sem má rekja til ófærðar á Reykjanesbrautinni í desember er metið á 317 milljónir króna. Heildarfjöldi farþega árið 2022 var 789 þúsund og vonast flugfélagið eftir því að tvöfalda þann fjölda á næsta ári. 15. febrúar 2023 15:53 „Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli“ „Sumir ferðamenn kunna að spila þennan leik og hafa tíma og sveigjanleika. Í þeim tilfellum er mjög auðvelt að fá mjög gott verð,“ segir Birgir Jónsson forstjóri Play. 15. janúar 2023 11:03 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira
„Flugfélag eins og Play verður alltaf á milli tannanna á fólki. Við vitum það. Íslendingar eru ekki bara sérfræðingar í bólusetningum, þeir eru líka sérfræðingar í flugrekstri,“ er haft eftir Birgi í Fréttablaði dagsins. Hann geti skilið að almenningur fylgist grannt með genginu en erfitt sé að sitja undir flökkusögum sem Birgir segir ekki eiga neina stoð í raunveruleikanum. „Við erum skráð félag og okkur ber að opna bókhaldið fjórum sinnum á ári. Það er enginn feluleikur í boði og tölurnar tala sínu máli. Svo er bara spurning hvort það sé nóg og hvort fólk vilji frekar trúa dómsdagsspám,“ segir Birgir. Hann viðurkennir hins vegar að fyrstu ár Play hafi ekki einkennst af „eintómri sól og sælu,“ eins og hann orðar það. Ferðabann og olíukrísa hafi meðal annars sett strik í reikninginn sem hljóðaði upp á 45 milljóna dollara tap í fyrra. Áform félagsins hafi því farið út af sporinu. „Þetta var algjörlega galið ár í flugrekstri og í þessu umhverfi vorum við að stíga okkar fyrstu skref,“ segir hann. Ekki sé sanngjarnt að ætlast til þess að félagið standi Icelandair á sporði strax frá fyrsta degi. En þrátt fyrir hrakspár hafi 25 prósent Íslendinga valið að fljúga með Play á síðasta ári og því sé þrotlaus vinna farin að skila sér. „Við skuldum ekki neitt, erum með lausafjárstöðu upp á fimm milljarða og allar helstu kennitölur á uppleið. Af hverju ættum við að vera á leiðinni í þrot?“ svarar Birgir því orðrómi um að félagið sé á barmi gjaldþrots.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Tengdar fréttir Play tapaði 6,5 milljörðum króna Heildartap flugfélagsins Play árið 2022 nemur 6,5 milljörðum króna. Tap sem má rekja til ófærðar á Reykjanesbrautinni í desember er metið á 317 milljónir króna. Heildarfjöldi farþega árið 2022 var 789 þúsund og vonast flugfélagið eftir því að tvöfalda þann fjölda á næsta ári. 15. febrúar 2023 15:53 „Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli“ „Sumir ferðamenn kunna að spila þennan leik og hafa tíma og sveigjanleika. Í þeim tilfellum er mjög auðvelt að fá mjög gott verð,“ segir Birgir Jónsson forstjóri Play. 15. janúar 2023 11:03 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira
Play tapaði 6,5 milljörðum króna Heildartap flugfélagsins Play árið 2022 nemur 6,5 milljörðum króna. Tap sem má rekja til ófærðar á Reykjanesbrautinni í desember er metið á 317 milljónir króna. Heildarfjöldi farþega árið 2022 var 789 þúsund og vonast flugfélagið eftir því að tvöfalda þann fjölda á næsta ári. 15. febrúar 2023 15:53
„Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli“ „Sumir ferðamenn kunna að spila þennan leik og hafa tíma og sveigjanleika. Í þeim tilfellum er mjög auðvelt að fá mjög gott verð,“ segir Birgir Jónsson forstjóri Play. 15. janúar 2023 11:03