Prófessor dæmir í máli Ástríðar sem vill ekki endurgreiða ofgreidd laun Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2023 11:46 Allir dómarar Héraðsdóms Reykjavíkur voru taldir vanhæfir til þess að fjalla um stefnu Ástríðar Grímsdóttur. Því var Gunnar Þór Pétursson settur dómari í málinu. Vísir/samsett/Háskólinn í Reykjavík Gunnar Þór Pétursson, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, er settur dómari í máli Ástríðar Grímsdóttur, héraðsdómara, gegn ríkinu vegna endurgreiðslna á launum sem ríkið ofgreiddi henni og öðrum háttsettum embættismönnum. Ástríður, sem er dómari við Héraðsdóm Reykjaness, höfðaði mál gegn íslenska ríkinu eftir að fjármálaráðuneytið krafði á þriðja hundrað æðstu embættismanna þjóðarinnar um endurgreiðslu á ofgreiddum launum í fyrra. Mál hennar verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, úrskurðaði að allir dómarar við dómstólinn væru vanhæfir til þess að fara með málið í desember. Þar sem ágreiningsefnið málsins lyti að launakjörum dómara væri augljóst að úrlausn þess hefði bein áhrif á launakjör allra dómara landsins. Eftir þann úrskurð var Gunnar Þór settur dómari í málinu. Hann var settur dómari við Landsrétt síðasta vor og við EFTA-dómstólinn frá 1. júlí í fyrra. Þá var hann framkvæmdastjóri hjá eftirlitsstofnun EFTA frá 2017 til 2020. Aðalmeðferð í máli Ástríðar gegn ríkinu á að hefjast í næsta mánuði. Miðuðu við rangan launataxta Fjársýslan greindi frá því í júlí í fyrra að 260 af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam um 105 milljónum króna. Launin voru ofgreidd vegna þess að fjársýslan notaðist ekki við lögbundið viðmið um laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna frá því að lög um þau tóku gildi árið 2019. Laun voru greidd samkvæmt réttum launataxta frá 1. júlí í fyrra en fjármálaráðuneytið ákvað jafnframt að krefja embættismennina um endurgreiðslu á ofgreiddu laununum. Endurgreiðslan átti að fara fram í áföngum á tólf mánaða tímabili. Þeir sem fengu ofgreitt voru forsetinn, ráðherra, þingmenn, dómarar, saksóknarar, lögreglustjórar, ráðuneytisstjórar, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri og ríkissáttasemjari. Byrjað var að draga af launum embættismanna sem enn starfa hjá ríkinu og senda kröfur á aðra í september. Fjársýslan sagði að algengt væri að endurgreiðslufjárhæðin svaraði til um þriðjungs einna mánaðarlauna þeirra sem þáðu laun allt tímabili sem greitt var eftir röngum taxta. Endurgreiðslukrafan hleypur þá á hundruð þúsundum króna í tilfelli þeirra sem hafa hæstu launin. Dómstólar Dómsmál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Ástríður, sem er dómari við Héraðsdóm Reykjaness, höfðaði mál gegn íslenska ríkinu eftir að fjármálaráðuneytið krafði á þriðja hundrað æðstu embættismanna þjóðarinnar um endurgreiðslu á ofgreiddum launum í fyrra. Mál hennar verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, úrskurðaði að allir dómarar við dómstólinn væru vanhæfir til þess að fara með málið í desember. Þar sem ágreiningsefnið málsins lyti að launakjörum dómara væri augljóst að úrlausn þess hefði bein áhrif á launakjör allra dómara landsins. Eftir þann úrskurð var Gunnar Þór settur dómari í málinu. Hann var settur dómari við Landsrétt síðasta vor og við EFTA-dómstólinn frá 1. júlí í fyrra. Þá var hann framkvæmdastjóri hjá eftirlitsstofnun EFTA frá 2017 til 2020. Aðalmeðferð í máli Ástríðar gegn ríkinu á að hefjast í næsta mánuði. Miðuðu við rangan launataxta Fjársýslan greindi frá því í júlí í fyrra að 260 af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam um 105 milljónum króna. Launin voru ofgreidd vegna þess að fjársýslan notaðist ekki við lögbundið viðmið um laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna frá því að lög um þau tóku gildi árið 2019. Laun voru greidd samkvæmt réttum launataxta frá 1. júlí í fyrra en fjármálaráðuneytið ákvað jafnframt að krefja embættismennina um endurgreiðslu á ofgreiddu laununum. Endurgreiðslan átti að fara fram í áföngum á tólf mánaða tímabili. Þeir sem fengu ofgreitt voru forsetinn, ráðherra, þingmenn, dómarar, saksóknarar, lögreglustjórar, ráðuneytisstjórar, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri og ríkissáttasemjari. Byrjað var að draga af launum embættismanna sem enn starfa hjá ríkinu og senda kröfur á aðra í september. Fjársýslan sagði að algengt væri að endurgreiðslufjárhæðin svaraði til um þriðjungs einna mánaðarlauna þeirra sem þáðu laun allt tímabili sem greitt var eftir röngum taxta. Endurgreiðslukrafan hleypur þá á hundruð þúsundum króna í tilfelli þeirra sem hafa hæstu launin.
Dómstólar Dómsmál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira