„Árangur okkar þarf ekki að vera á kostnað Icelandair“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. mars 2023 17:18 Fram kemur að Play hafi náð stórum hluta af markaðnum á sínu fyrsta starfsári, einkum þegar litið er til áfangastaða við Miðjarðarhafið en Birgir viðurkennir að árangurinn hafi ekki verið eins góður þegar kemur að ferðamannastraumnum til Íslands. Vísir/Vilhelm „Ég lít á þetta eins og verslun. Ég er ekki að fara að bjóða upp á gosdrykkjamerki sem enginn vill kaupa. Ég er ekki af hrifinn af hugmyndinni að þú „þurfir að gefa þessu eitt til tvö ár,“ eða eitthvað þvíumlíkt. Þetta er eins og að hafa tilfinningu fyrir einhverju. Annaðhvort bregst markaðurinn við eða ekki,“ segir Birgir Jónsson forstjóri flugfélagsins Play. Í viðtali við flugvefinn FlightGlobal ræðir Birgir meðal annars um framtíð Play og horfur á flugmarkaði. Fram kemur að frá því að Play var stofnað árið 2021 hafi félagið fært út kvíarnar og bjóði nú flug til nær 40 áfangastaða víða um heim. Þá hefur flugfélagið tryggt sér afnot af 10 Airbus vélum. Birgir telur að félagið þurfi á stöðugleikatímabili að halda. „Ég held að á þessu ári munum við ná þeim mælikvarða sem við þurfum til að nýta fastan kostnað. Þetta er í raun árið þar sem Play fæðist sem fyrirtæki sem er komið af byrjunarstiginu, komið af ræktunarstiginu." Þá segir hann áætlunarferðir til Bandaríkjanna hafa keyrt félagið áfram og gert Play kleift að byggja brú þvert yfir Atlandshafið á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Telur hann að Play hefði skilað viðunandi fjárhagsafkomu á síðasta ári ef ekki hefði verið fyrir hækkun á eldsneytisverði. Búist sé við að félagið byrji að skila jákvæðri rekstrarafkomu á þessu ári. „Við þurftum nokkuð brattan vöxt. Frá núlli til 100 er brattur ferill,“ segir hann. „En við erum ekki ástfangin af vextinum. Við þurftum vöxt til að komast á mælikvarða og nýta alla kosti leiðakerfisins. Við þurftum ákveðinn fjölda áfangastaða í Bandaríkjunum til að komast inn á áfangastaði í Evrópu og þurftum ákveðinn fjölda flugvéla til þess.“ Ísland var uppselt Birgir segir það enn vera til skoðunar hvort flugfélagið muni tryggja sér afnot af einni eða tveimur Airbus vélum til viðbótar vorið 2024. Fram kemur að Play hafi náð stórum hluta af markaðnum á sínu fyrsta starfsári, einkum þegar litið er til áfangastaða við Miðjarðarhafið en Birgir viðurkennir að árangurinn hafi ekki verið eins góður þegar kemur að ferðamannastraumnum til Íslands. Telur hann að ferðaþjónustugeirinn á Íslandi hafi ekki gripið nógu hratt í taumana í kjölfar heimsfaraldursins. „Ísland var eiginlega uppselt á síðasta ári og við fengum ekki eins marga „til“ farþega og ef við hefðum viljað.“ Að sögn Birgis er Play komið á þann stað að „herða“ leiðakerfið með því að taka lítil skref, og einblína á tíðni í stað þess að fjölga áfangastöðum. Þá sé félagið reiðubúið að taka ákvarðanir varðandi hagkvæmni leiðakerfisins, ákvarðanir sem sumir kalli miskunnarlausar en Birgir telur vera raunsæjar. Þá segir hann flugfélagið vera „gífurlega gagnadrifið“ og það leiði af sér alls kyns furðulegar tengingar á milli borga sem áður hefðu kannski ekki verið teknar til greina. Félagið hóf nýlega að bjóða upp á áætlunarflug til Toronto og að sögn Birgis er kanadíska borgin á góðri leið með að verða einn af vinsælustu áfangastöðunum. „Ég held að þetta snúist um að horfa á gögnin. Ekki hugsa eins og fararstjóri, ekki keppast stöðugt við að bjóða upp á framandi og spennandi áfangastaði- lággjaldaflugfélög eru flutningafyrirtæki. Ef fólk vill fara á viðkomandi stað, og þú ert með gögnin, þá er mér sama hvað borgin heitir.“ Þá segir Birgir að þrátt fyrir að Play hafi öðlast stóra markaðshlutdeild á stuttum tíma þá sé pláss fyrir bæði Play og Icelandair á íslenska flugmarkaðnum. „Árangur okkar þarf ekki að vera á kostnað Icelandair.“ Play Fréttir af flugi Icelandair Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Sjá meira
Í viðtali við flugvefinn FlightGlobal ræðir Birgir meðal annars um framtíð Play og horfur á flugmarkaði. Fram kemur að frá því að Play var stofnað árið 2021 hafi félagið fært út kvíarnar og bjóði nú flug til nær 40 áfangastaða víða um heim. Þá hefur flugfélagið tryggt sér afnot af 10 Airbus vélum. Birgir telur að félagið þurfi á stöðugleikatímabili að halda. „Ég held að á þessu ári munum við ná þeim mælikvarða sem við þurfum til að nýta fastan kostnað. Þetta er í raun árið þar sem Play fæðist sem fyrirtæki sem er komið af byrjunarstiginu, komið af ræktunarstiginu." Þá segir hann áætlunarferðir til Bandaríkjanna hafa keyrt félagið áfram og gert Play kleift að byggja brú þvert yfir Atlandshafið á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Telur hann að Play hefði skilað viðunandi fjárhagsafkomu á síðasta ári ef ekki hefði verið fyrir hækkun á eldsneytisverði. Búist sé við að félagið byrji að skila jákvæðri rekstrarafkomu á þessu ári. „Við þurftum nokkuð brattan vöxt. Frá núlli til 100 er brattur ferill,“ segir hann. „En við erum ekki ástfangin af vextinum. Við þurftum vöxt til að komast á mælikvarða og nýta alla kosti leiðakerfisins. Við þurftum ákveðinn fjölda áfangastaða í Bandaríkjunum til að komast inn á áfangastaði í Evrópu og þurftum ákveðinn fjölda flugvéla til þess.“ Ísland var uppselt Birgir segir það enn vera til skoðunar hvort flugfélagið muni tryggja sér afnot af einni eða tveimur Airbus vélum til viðbótar vorið 2024. Fram kemur að Play hafi náð stórum hluta af markaðnum á sínu fyrsta starfsári, einkum þegar litið er til áfangastaða við Miðjarðarhafið en Birgir viðurkennir að árangurinn hafi ekki verið eins góður þegar kemur að ferðamannastraumnum til Íslands. Telur hann að ferðaþjónustugeirinn á Íslandi hafi ekki gripið nógu hratt í taumana í kjölfar heimsfaraldursins. „Ísland var eiginlega uppselt á síðasta ári og við fengum ekki eins marga „til“ farþega og ef við hefðum viljað.“ Að sögn Birgis er Play komið á þann stað að „herða“ leiðakerfið með því að taka lítil skref, og einblína á tíðni í stað þess að fjölga áfangastöðum. Þá sé félagið reiðubúið að taka ákvarðanir varðandi hagkvæmni leiðakerfisins, ákvarðanir sem sumir kalli miskunnarlausar en Birgir telur vera raunsæjar. Þá segir hann flugfélagið vera „gífurlega gagnadrifið“ og það leiði af sér alls kyns furðulegar tengingar á milli borga sem áður hefðu kannski ekki verið teknar til greina. Félagið hóf nýlega að bjóða upp á áætlunarflug til Toronto og að sögn Birgis er kanadíska borgin á góðri leið með að verða einn af vinsælustu áfangastöðunum. „Ég held að þetta snúist um að horfa á gögnin. Ekki hugsa eins og fararstjóri, ekki keppast stöðugt við að bjóða upp á framandi og spennandi áfangastaði- lággjaldaflugfélög eru flutningafyrirtæki. Ef fólk vill fara á viðkomandi stað, og þú ert með gögnin, þá er mér sama hvað borgin heitir.“ Þá segir Birgir að þrátt fyrir að Play hafi öðlast stóra markaðshlutdeild á stuttum tíma þá sé pláss fyrir bæði Play og Icelandair á íslenska flugmarkaðnum. „Árangur okkar þarf ekki að vera á kostnað Icelandair.“
Play Fréttir af flugi Icelandair Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Sjá meira