Rannsaka fall Kísildalsbankans Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2023 18:47 Silicon Valley Bank í Kaliforníu lánaði meðal annars tækni- og sprotafyrirtækjum. Yfirvöld tóku hann yfir í skugga áhlaups í síðustu viku. AP/Jeff Chiu Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú fall Silicon Valley Bank og gjörðir æðstu stjórnenda hans. Yfirvöld tóku bankann yfir eftir að áhlaup var gert á hann í síðustu viku. Gjaldþrot bankans er það næststærsta í sögu Bandaríkjanna. Fjármálafyrirtæki réttu úr kútnum á hlutabréfamörkuðum í dag eftir dýfu sem þau tóku í kjölfar falls SVB á föstudag og Signature Bank, minni banka í New Jersey, um helgina. Fall bankanna hefur verið tengt við nýlegar tilslakanir á reglum um fjármálastofnanir af þeirra stærð og þeir hafi farið flatt á viðskiptum með skuldabréf vegna síhækkandi vaxta. Washington Post hefur nú eftir heimildarmönnum sínum að sakamálarannsókn sé hafin á falli SVB hjá bandaríska dómsmálaráðuneytinu. Sú rannsókn sé þó eðli málsins samkvæmt á frumstigum. Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) lýsti því yfir strax um helgina að það ætlaði að fara ofan í saumana á því sem gekk á hjá bönkunum tveimur og bandaríski seðlabankinn sömuleiðis. Fram hefur komið að sjóður í eigu Gregs Becker, forstjóra SVB, hafi selt hlutabréf í bankanum fyrir 3,6 milljónir dollara, jafnvirði um 506 milljóna íslenskra króna, á sama tíma og gengi hans féll seint í febrúar. Becker var á meðal fjölda háttsettra bankamanna sem þrýstu á Bandaríkjaþing að slaka á reglum um fjármálastofnanir sem voru settar eftir bankahrunið árið 2018. Hópmálsókn gegn móðurfélagi SVB, forstjóra og fjármálastjóra er nú í undirbúningi. Forsenda þess er að félagið hafi ekki gert fjárfestum grein fyrir hættunni sem vaxtahækkanir hefðu á rekstur bankans. Fjármálamarkaðir Bandaríkin Tengdar fréttir Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum Gjaldþrot Silicon Valley Bank (SVB) sýnir að sú stefna sem fjármálayfirvöld hafa rekið í einn og hálfan áratug var röng. Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum. Fleiri bankar glími við samskonar vanda og SVB en það stefnir þó ekki í aðra bankakrísu, segir Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics. 14. mars 2023 15:00 Bréf í bönkum taka dýfu Hlutabréf í bönkum hafa fallið talsvert í Asíu og í Evrópu þrátt fyrir staðhæfingar Bandaríkjaforseta um að bandaríska fjármálakerfið sé öruggt þrátt fyrir fall tveggja banka á örfáum dögum. 14. mars 2023 07:16 Bréf í bönkum taka dýfu Hlutabréf í bönkum hafa fallið talsvert í Asíu og í Evrópu þrátt fyrir staðhæfingar Bandaríkjaforseta um að bandaríska fjármálakerfið sé öruggt þrátt fyrir fall tveggja banka á örfáum dögum. 14. mars 2023 07:16 Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. 13. mars 2023 08:49 Mest lesið Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjármálafyrirtæki réttu úr kútnum á hlutabréfamörkuðum í dag eftir dýfu sem þau tóku í kjölfar falls SVB á föstudag og Signature Bank, minni banka í New Jersey, um helgina. Fall bankanna hefur verið tengt við nýlegar tilslakanir á reglum um fjármálastofnanir af þeirra stærð og þeir hafi farið flatt á viðskiptum með skuldabréf vegna síhækkandi vaxta. Washington Post hefur nú eftir heimildarmönnum sínum að sakamálarannsókn sé hafin á falli SVB hjá bandaríska dómsmálaráðuneytinu. Sú rannsókn sé þó eðli málsins samkvæmt á frumstigum. Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) lýsti því yfir strax um helgina að það ætlaði að fara ofan í saumana á því sem gekk á hjá bönkunum tveimur og bandaríski seðlabankinn sömuleiðis. Fram hefur komið að sjóður í eigu Gregs Becker, forstjóra SVB, hafi selt hlutabréf í bankanum fyrir 3,6 milljónir dollara, jafnvirði um 506 milljóna íslenskra króna, á sama tíma og gengi hans féll seint í febrúar. Becker var á meðal fjölda háttsettra bankamanna sem þrýstu á Bandaríkjaþing að slaka á reglum um fjármálastofnanir sem voru settar eftir bankahrunið árið 2018. Hópmálsókn gegn móðurfélagi SVB, forstjóra og fjármálastjóra er nú í undirbúningi. Forsenda þess er að félagið hafi ekki gert fjárfestum grein fyrir hættunni sem vaxtahækkanir hefðu á rekstur bankans.
Fjármálamarkaðir Bandaríkin Tengdar fréttir Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum Gjaldþrot Silicon Valley Bank (SVB) sýnir að sú stefna sem fjármálayfirvöld hafa rekið í einn og hálfan áratug var röng. Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum. Fleiri bankar glími við samskonar vanda og SVB en það stefnir þó ekki í aðra bankakrísu, segir Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics. 14. mars 2023 15:00 Bréf í bönkum taka dýfu Hlutabréf í bönkum hafa fallið talsvert í Asíu og í Evrópu þrátt fyrir staðhæfingar Bandaríkjaforseta um að bandaríska fjármálakerfið sé öruggt þrátt fyrir fall tveggja banka á örfáum dögum. 14. mars 2023 07:16 Bréf í bönkum taka dýfu Hlutabréf í bönkum hafa fallið talsvert í Asíu og í Evrópu þrátt fyrir staðhæfingar Bandaríkjaforseta um að bandaríska fjármálakerfið sé öruggt þrátt fyrir fall tveggja banka á örfáum dögum. 14. mars 2023 07:16 Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. 13. mars 2023 08:49 Mest lesið Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum Gjaldþrot Silicon Valley Bank (SVB) sýnir að sú stefna sem fjármálayfirvöld hafa rekið í einn og hálfan áratug var röng. Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum. Fleiri bankar glími við samskonar vanda og SVB en það stefnir þó ekki í aðra bankakrísu, segir Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics. 14. mars 2023 15:00
Bréf í bönkum taka dýfu Hlutabréf í bönkum hafa fallið talsvert í Asíu og í Evrópu þrátt fyrir staðhæfingar Bandaríkjaforseta um að bandaríska fjármálakerfið sé öruggt þrátt fyrir fall tveggja banka á örfáum dögum. 14. mars 2023 07:16
Bréf í bönkum taka dýfu Hlutabréf í bönkum hafa fallið talsvert í Asíu og í Evrópu þrátt fyrir staðhæfingar Bandaríkjaforseta um að bandaríska fjármálakerfið sé öruggt þrátt fyrir fall tveggja banka á örfáum dögum. 14. mars 2023 07:16
Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. 13. mars 2023 08:49
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent