„Ef þú ætlar að nálgast þetta þannig, þá lendirðu örugglega í vandræðum“ Snorri Másson skrifar 16. mars 2023 09:00 Daði Kristjánsson hreifst af rafmyntum fyrir nokkrum árum, hætti svo í hefðbundna bankageiranum og rekur nú fyrsta íslenska rafmyntafjárfestingasjóðinn, Viska Digital, ásamt meðstofnendum og viðskiptafélögum. Hann segir rafmyntir langtímaverkefni, nýtt áhugavert hliðarkerfi, en ekki leið til skjótfengins gróða: „Þá lendirðu örugglega í vandræðum,“ segir hann. Á mánudag var forvitnilegt að heimsækja Daða á skrifstofu Visku, þar sem rafmyntasinnaðir fjárfestar og starfsmenn sjóðsins fylgdust náið með gífurlegum vendingum á bandarískum fjármálamarkaði eftir að tveir bankar fóru í greiðsluþrot. Viðtalið má sjá í innslaginu hér að ofan. Daði Kristjánsson hefur starfað við verðbréfamiðlun í fimmtán ár og starfaði síðast hjá Fossum mörkuðum. Síðan tók hann við sem framkvæmdastjóri Viska Digital Assets ehf., sem sérhæfir sig í rafmyntum.Vísir/Ívar „Ég held nú að það komist ró á þetta ástand. En það er hins vegar gríðarlega mikil óvissa í gangi. Einhverjir gætu haldið að einhvers konar fjármálahrun eins og 2008 sé að eiga sér stað. Ég á nú ekki von á því,“ segir Daði. Nú er Daði þó ekki sérstakur talsmaður bankakerfisins. Hann starfaði þar í fimmtán ár og kom víða við, hjá Arctica Finance, TM og Fossum. Síðan uppgötvaði hann Bitcoin þegar hann lá yfir fjármálakerfum heims og pirraði sig á peningaprentun og skuldsetningu stærstu ríkja. Bitcoin er að sögn Daða áhugavert hliðarkerfi, sem er búið að vera að sanna sig frá því að fyrsta myntin var gefin út árið 2009. Atburðir eins og nú þar sem hefðbundnir bankar og seðlabankar lenda í miklum ógöngum auki tiltrúna á rafmyntir, sem séu að hækka í verði á meðan almenn hlutabréf lækka. „Það er ekki hægt að svindla á þessu kerfi og það er ekki hægt að búa til peninga úr engu, sem er andstæðan við hefðbundið peningakerfi eins og það er í dag eftir að gullfóturinn var afnuminn árið 1971,“ segir Daði. Ekki til að verða ríkur á augabragði Daði hvetur fólk til að gefa sér tíma í að kynna sér Bitcoin í rólegheitunum, enda sé hugmyndafræðin að baki því að styrkjast með hverju ári sem líður og það stendur enn. Þar skuli ekki aðeins horfa í virði Bitcoin heldur tæknina sem liggur því til grundvallar. Nú sé svo komið að á meðal þingmanna í Bandaríkjunum og fjölskyldna þeirra sé nú fjórðungur kominn með fjárhagslega hagsmuni í Bitcoin, á sama tíma og meiriháttar eignastýringarfyrirtæki séu að stíga ákveðin skref á sviði rafmynta. Daði bendir þó á að Bitcoin og fjárfesting í því sé langtímaverkefni sem ekki skuli nálgast af ákafa og enn síður með lántöku. „Þetta er ekki eitthvert “get-rich-quick-scheme”, og ef þú ætlar að nálgast þetta þannig, þá lendirðu örugglega í vandræðum,“ segir Daði. Miklar sveiflur hafa verið á hlutabréfamarkaði; þar sem bankar lækka en virði rafmynta hækkar.Vísir Peningar að verða hraðari Daði segir meðvitund fólks gríðarlega litla um það hvað bankar geri við peninga þess. Hann sé vitaskuld ekki geymdur þar án þess að hann sé síðan lánaður út á meðan. Undanfarin áföll í Bandaríkjunum sýni hve illa geti farið þegar ekki er hægt að greiða fólki út innistæður þess þegar það kemur að leita þeirra. „Ég sé fyrir mér framtíð þar sem verður miklu flóknara að reka banka. Peningar eru að verða miklu hraðari. Upplýsingaflæðið er að verða miklu hraðara. Þannig að við sjáum bankaáhlaup bara gerast svona núna. Það bara gerist eitthvað á Twitter og allir fara í heimabankann og millifæra,“ segir Daði. Rafmyntir Efnahagsmál Seðlabankinn Ísland í dag Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Á mánudag var forvitnilegt að heimsækja Daða á skrifstofu Visku, þar sem rafmyntasinnaðir fjárfestar og starfsmenn sjóðsins fylgdust náið með gífurlegum vendingum á bandarískum fjármálamarkaði eftir að tveir bankar fóru í greiðsluþrot. Viðtalið má sjá í innslaginu hér að ofan. Daði Kristjánsson hefur starfað við verðbréfamiðlun í fimmtán ár og starfaði síðast hjá Fossum mörkuðum. Síðan tók hann við sem framkvæmdastjóri Viska Digital Assets ehf., sem sérhæfir sig í rafmyntum.Vísir/Ívar „Ég held nú að það komist ró á þetta ástand. En það er hins vegar gríðarlega mikil óvissa í gangi. Einhverjir gætu haldið að einhvers konar fjármálahrun eins og 2008 sé að eiga sér stað. Ég á nú ekki von á því,“ segir Daði. Nú er Daði þó ekki sérstakur talsmaður bankakerfisins. Hann starfaði þar í fimmtán ár og kom víða við, hjá Arctica Finance, TM og Fossum. Síðan uppgötvaði hann Bitcoin þegar hann lá yfir fjármálakerfum heims og pirraði sig á peningaprentun og skuldsetningu stærstu ríkja. Bitcoin er að sögn Daða áhugavert hliðarkerfi, sem er búið að vera að sanna sig frá því að fyrsta myntin var gefin út árið 2009. Atburðir eins og nú þar sem hefðbundnir bankar og seðlabankar lenda í miklum ógöngum auki tiltrúna á rafmyntir, sem séu að hækka í verði á meðan almenn hlutabréf lækka. „Það er ekki hægt að svindla á þessu kerfi og það er ekki hægt að búa til peninga úr engu, sem er andstæðan við hefðbundið peningakerfi eins og það er í dag eftir að gullfóturinn var afnuminn árið 1971,“ segir Daði. Ekki til að verða ríkur á augabragði Daði hvetur fólk til að gefa sér tíma í að kynna sér Bitcoin í rólegheitunum, enda sé hugmyndafræðin að baki því að styrkjast með hverju ári sem líður og það stendur enn. Þar skuli ekki aðeins horfa í virði Bitcoin heldur tæknina sem liggur því til grundvallar. Nú sé svo komið að á meðal þingmanna í Bandaríkjunum og fjölskyldna þeirra sé nú fjórðungur kominn með fjárhagslega hagsmuni í Bitcoin, á sama tíma og meiriháttar eignastýringarfyrirtæki séu að stíga ákveðin skref á sviði rafmynta. Daði bendir þó á að Bitcoin og fjárfesting í því sé langtímaverkefni sem ekki skuli nálgast af ákafa og enn síður með lántöku. „Þetta er ekki eitthvert “get-rich-quick-scheme”, og ef þú ætlar að nálgast þetta þannig, þá lendirðu örugglega í vandræðum,“ segir Daði. Miklar sveiflur hafa verið á hlutabréfamarkaði; þar sem bankar lækka en virði rafmynta hækkar.Vísir Peningar að verða hraðari Daði segir meðvitund fólks gríðarlega litla um það hvað bankar geri við peninga þess. Hann sé vitaskuld ekki geymdur þar án þess að hann sé síðan lánaður út á meðan. Undanfarin áföll í Bandaríkjunum sýni hve illa geti farið þegar ekki er hægt að greiða fólki út innistæður þess þegar það kemur að leita þeirra. „Ég sé fyrir mér framtíð þar sem verður miklu flóknara að reka banka. Peningar eru að verða miklu hraðari. Upplýsingaflæðið er að verða miklu hraðara. Þannig að við sjáum bankaáhlaup bara gerast svona núna. Það bara gerist eitthvað á Twitter og allir fara í heimabankann og millifæra,“ segir Daði.
Rafmyntir Efnahagsmál Seðlabankinn Ísland í dag Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira