Nám fyrir öll - Eldri borgara, miðaldra á krossgötum og nýstúdenta Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir skrifar 20. mars 2023 19:31 Ég heyrði fyrst um þjóðfræðinám fyrir um 15 árum þegar amma mín, þá um sjötugt, ákvað að taka námskeið í þjóðfræði sér til skemmtunar eftir að hún var komin á eftirlaun. Hún miðlaði svo þeim fróðleik til mín að allt væri í raun þjóðfræðiefni þar sem þjóðfræði rannsakar hversdaginn í fortíð og samtíma. Það var svo 10 árum eftir að amma byrjaði í þjóðfræði að ég fetaði í fótspor hennar. Þó eftir að hafa unnið svolítið eftir menntaskóla, mátað annað háskólanám og stofnað heimili. Því var ég svolítið hrædd um að vera elst í hópi nýnemana (já, þrátt fyrir sjötugu ömmuna). Það var þó aldeilis ekki raunin. Í þjóðfræðinni koma nefnilega saman nemar á víðu aldursbili, af ólíkum bakgrunni og búsett um allt land, sum jafnvel erlendis. Fjarnám hefur nefnilega verið í boði í þjóðfræði nánast frá aldamótum þar sem lagt er upp með að fjarnemar séu hluti af nemendahópnum líkt og staðnemar. Fjarnemum býðst að mæta í tíma í eigin persónu þegar það hentar, vera með í myndsímtali í rauntíma ef þau sem vilja eða horfa á upptökur úr kennslustund þegar hentar. Saman myndast þéttur hópur fólks úr ólíkum áttum sem öll hafa áhuga að skoða mannflóruna betur. Það frábæra við að hefja nám í þjóðfræði eftir að hafa átt millilendingu í öðrum lífsverkefnum er að námið er áhugasviðsdrifið og því er tilvalið að nýta reynslu sína og þekkingu í verkefnagerð. Þannig getur hlutverkaspilarinn sökkt sér í að rannsaka samfélög og menningu innan Dungeons & Dragons, miðaldra áhugabakarinn eða kokkurinn skoðað matarmenningu frá öllum hliðum og ungur maður með græna fingur skoðað plöntur og jurtir út frá samfélagslegu sjónarhorni. Möguleikarnir eru nánast endalausir. Þegar ég eignaðist son minn á öðru ári í náminu þótti því ekkert eðlilegra en að verkefni mín í námskeiðum það árið tengdust mörg hefðum og menningu óléttra kvenna og svo umönnun ungbarna. Þar sem það var þema lífs míns þá stundina. Eins var velkomið að taka eitt námskeið í fjarnámi til þess að minnka bundna viðveru á háskólasvæði en svo mæta með sofandi barn í vagni í önnur námskeið. Þjóðfræði er nefnilega nám sem er samofið samfélaginu og hentar því ungum sem öldnum þar sem hvert og eitt nýtir sína þekkingu, kosti og í náminu og tekur það á sínum hraða. Höfundur er þjóðfræðinemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Ég heyrði fyrst um þjóðfræðinám fyrir um 15 árum þegar amma mín, þá um sjötugt, ákvað að taka námskeið í þjóðfræði sér til skemmtunar eftir að hún var komin á eftirlaun. Hún miðlaði svo þeim fróðleik til mín að allt væri í raun þjóðfræðiefni þar sem þjóðfræði rannsakar hversdaginn í fortíð og samtíma. Það var svo 10 árum eftir að amma byrjaði í þjóðfræði að ég fetaði í fótspor hennar. Þó eftir að hafa unnið svolítið eftir menntaskóla, mátað annað háskólanám og stofnað heimili. Því var ég svolítið hrædd um að vera elst í hópi nýnemana (já, þrátt fyrir sjötugu ömmuna). Það var þó aldeilis ekki raunin. Í þjóðfræðinni koma nefnilega saman nemar á víðu aldursbili, af ólíkum bakgrunni og búsett um allt land, sum jafnvel erlendis. Fjarnám hefur nefnilega verið í boði í þjóðfræði nánast frá aldamótum þar sem lagt er upp með að fjarnemar séu hluti af nemendahópnum líkt og staðnemar. Fjarnemum býðst að mæta í tíma í eigin persónu þegar það hentar, vera með í myndsímtali í rauntíma ef þau sem vilja eða horfa á upptökur úr kennslustund þegar hentar. Saman myndast þéttur hópur fólks úr ólíkum áttum sem öll hafa áhuga að skoða mannflóruna betur. Það frábæra við að hefja nám í þjóðfræði eftir að hafa átt millilendingu í öðrum lífsverkefnum er að námið er áhugasviðsdrifið og því er tilvalið að nýta reynslu sína og þekkingu í verkefnagerð. Þannig getur hlutverkaspilarinn sökkt sér í að rannsaka samfélög og menningu innan Dungeons & Dragons, miðaldra áhugabakarinn eða kokkurinn skoðað matarmenningu frá öllum hliðum og ungur maður með græna fingur skoðað plöntur og jurtir út frá samfélagslegu sjónarhorni. Möguleikarnir eru nánast endalausir. Þegar ég eignaðist son minn á öðru ári í náminu þótti því ekkert eðlilegra en að verkefni mín í námskeiðum það árið tengdust mörg hefðum og menningu óléttra kvenna og svo umönnun ungbarna. Þar sem það var þema lífs míns þá stundina. Eins var velkomið að taka eitt námskeið í fjarnámi til þess að minnka bundna viðveru á háskólasvæði en svo mæta með sofandi barn í vagni í önnur námskeið. Þjóðfræði er nefnilega nám sem er samofið samfélaginu og hentar því ungum sem öldnum þar sem hvert og eitt nýtir sína þekkingu, kosti og í náminu og tekur það á sínum hraða. Höfundur er þjóðfræðinemi við Háskóla Íslands.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar