Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair en vetraráætlun þeirra var kynnt í dag. Fimm áfangastaðir bætast nú í flóru heilsársáfangastaða, Róm, Barselóna, Raleigh Durham, Vancouver og Baltimore.
Þá var tíðni flugferða til sjö áfangastaða aukin. Það eru Munchen, Tenerife, Minneapolis, Chicago, Prag, Boston og New York.
„Vetraráætlun okkar hefur aldrei verið umfangsmeiri og það er mjög gleðilegt og til marks um sterka eftirspurn og metnaðarfulla þróun á leiðakerfi félagsins. Icelandair hefur um árabil lagt áherslu á að efla tengingar við Ísland yfir vetrartímann enda er það mikið hagsmunamál fyrir íslenska ferðaþjónustu og atvinnulíf, auk þess sem það gerir okkur kleift að nýta okkar innviði og flugflota betur,“ er haft eftir Tómasi Ingasyni, framkvæmdastjóra leiðakerfis og sölu, í tilkynningu.