Kjarklaus og verkstola ríkisstjórn Helga Vala Helgadóttir skrifar 22. mars 2023 16:00 Stýrivaxtahækkun dagsins kom fáum á óvart enda kjarklaus og verkstola ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur við völd hér á landi. Stýrivextir eru nú 114 – 188% hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og Seðlabankinn hefur fá önnur ráð í glímunni við óðaverðbólguna en að hækka stýrivexti. Það er sterkt samband milli gengisþróunar, vaxtastigs og verðlags því eins og Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor hefur bent á er þetta keðjuverkun; hækki verðlag örar hér en erlendis lækkar gengið. Sé vaxtastig hér hærra en erlendis hækkar gengið. En það er ekki allt því jafnframt því að ýta undir gengishækkun virkar vaxtahækkun letjandi á eftirspurn og þar með verðlagshækkanir innanlands. Fyrirtækin þurfa svo að taka afstöðu til óorðinna hluta og gera sér einhverjar hugmyndir um þróun þessara stærða, það er gengis krónunnar, stöðu vaxta og þurfa svo að taka ákvörðun um verð á vöru og þjónustu til almennings í kjölfarið. Því fyrirtækin ætla sér ekki að bera hallann í þessu flöktandi umhverfi óðaverðbólgu og himinhárra stýrivaxta. Í stuttu máli, svo vitnað sé til prófessors Þórólfs Matthíassonar, þá eru fjárfestar ekki tilbúnir til að fjárfesta í eignum í íslenskum krónum nema gegn ávöxtun sem er nægilega miklu hærri en ávöxtun á sambærilegum eignum erlendis til að bæta þeim mögulegt tjón vegna óvæntrar verðbólguþróunar eða óvæntra árása spákaupmanna á íslensku krónuna. Við ríkisstjórnarborðið virðast hins vegar engin ráð uppi önnur en að fjölga ferðalögum ráðherra, fjölga starfsfólki í ráðuneytunum og ræða svo helst eitthvað allt annað en það hvernig efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar hefur beðið skipbrot sem bitnar harkalega á öllum almenningi. Hér ríkir villta vestrið á húsnæðismarkaði, hér lifum við í örhagkerfi með smágjaldmiðli, og við völd er kjarklaus og verkstola ríkisstjórn sem fer ekki í nauðsynlegar aðgerðir, svo sem tekjuöflun í formi hvalrekaskatts svo dæmi séu tekin. Er ekki kominn tími til að þau skili lyklunum að stjórnarráðinu? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Helga Vala Helgadóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Stýrivaxtahækkun dagsins kom fáum á óvart enda kjarklaus og verkstola ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur við völd hér á landi. Stýrivextir eru nú 114 – 188% hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og Seðlabankinn hefur fá önnur ráð í glímunni við óðaverðbólguna en að hækka stýrivexti. Það er sterkt samband milli gengisþróunar, vaxtastigs og verðlags því eins og Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor hefur bent á er þetta keðjuverkun; hækki verðlag örar hér en erlendis lækkar gengið. Sé vaxtastig hér hærra en erlendis hækkar gengið. En það er ekki allt því jafnframt því að ýta undir gengishækkun virkar vaxtahækkun letjandi á eftirspurn og þar með verðlagshækkanir innanlands. Fyrirtækin þurfa svo að taka afstöðu til óorðinna hluta og gera sér einhverjar hugmyndir um þróun þessara stærða, það er gengis krónunnar, stöðu vaxta og þurfa svo að taka ákvörðun um verð á vöru og þjónustu til almennings í kjölfarið. Því fyrirtækin ætla sér ekki að bera hallann í þessu flöktandi umhverfi óðaverðbólgu og himinhárra stýrivaxta. Í stuttu máli, svo vitnað sé til prófessors Þórólfs Matthíassonar, þá eru fjárfestar ekki tilbúnir til að fjárfesta í eignum í íslenskum krónum nema gegn ávöxtun sem er nægilega miklu hærri en ávöxtun á sambærilegum eignum erlendis til að bæta þeim mögulegt tjón vegna óvæntrar verðbólguþróunar eða óvæntra árása spákaupmanna á íslensku krónuna. Við ríkisstjórnarborðið virðast hins vegar engin ráð uppi önnur en að fjölga ferðalögum ráðherra, fjölga starfsfólki í ráðuneytunum og ræða svo helst eitthvað allt annað en það hvernig efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar hefur beðið skipbrot sem bitnar harkalega á öllum almenningi. Hér ríkir villta vestrið á húsnæðismarkaði, hér lifum við í örhagkerfi með smágjaldmiðli, og við völd er kjarklaus og verkstola ríkisstjórn sem fer ekki í nauðsynlegar aðgerðir, svo sem tekjuöflun í formi hvalrekaskatts svo dæmi séu tekin. Er ekki kominn tími til að þau skili lyklunum að stjórnarráðinu? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar