Aðhald í þágu almennings Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 26. mars 2023 14:30 Tveggja stafa verðbólga, hæstu vextir í 12 ár, æ fleiri eiga erfitt með að ná endum saman – en samkvæmt Bjarna Benediktssyni gengur efnahagsstjórnin ljómandi vel og fjárlög sem voru samþykkt með 120 milljarða halla eru í raun og veru að reynast prýðilegt meðal gegn verðbólgunni sem þó eykst milli mánaða. Katrín Jakobsdóttir bregst hneyksluð við þegar bent er á að vaxtahækkanir Seðlabankans kunni að hafa eitthvað með agaleysi í ríkisfjármálum að gera sem er þó einmitt það sem seðlabankastjóri segir sjálfur. Margt spes í kýrhausnum. Allt frá því að hagkerfið tók við sér eftir heimsfaraldur höfum við í Samfylkingunni kallað eftir auknu aðhaldi í ríkisfjármálum. Það er ekki skemmtileg afstaða eða til vinsælda fallin, en hún hefur reynst rétt. Kjarapakkinn sem við kynntum 6. desember síðastliðinn gekk út á að verja tekjulægri hópa fyrir verðbólgunni en taka á þenslunni þar sem þenslan er í raun og veru, eftir sprengingu í fjármagnstekjum og mikinn hagnað hjá bönkum og stórútgerð. Ríkisstjórnin féllst á hluta pakkans en þó aðeins þær tillögur sem fela í sér aukin útgjöld. Breytingatillaga okkar um 50 prósenta hækkun á eignaskerðingarmörkum vaxtabóta var samþykkt sem skiptir máli fyrir tekjulág heimili með stóraukna greiðslubyrði. Jafnframt lét ríkisstjórnin undan kröfunni um hækkun húsnæðisbóta án þess þó að lögfesta leigubremsu eins og við og verkalýðshreyfingin höfum kallað eftir. Stjórnarmeirihlutinn leit hins vegar ekki við þeim tillögum okkar sem eru til þess fallnar að sporna gegn þenslu og verðbólguþrýstingi. Umfang þeirra er 17 milljarðar eða sem nemur hálfri prósentu af vergri landsframleiðslu. Bjarni Benediktsson hefur brugðist við hugmyndunum með skætingi og sagt að með því að leggja til hækkun fjármagnstekjuskatts og álag á veiðigjöld stórútgerða sé Kristrún Frostadóttir að ala á „öfund“. Sjálfur kaus Bjarni að ná fram aðhaldi á tekjuhlið ríkisins með ofsahækkun á krónutölugjöldum, flötum sköttum sem leggjast þyngst á tekjulægstu heimilin í landinu, og hefur boðað sams konar gjaldahækkanir næstu árin. Í vikunni verður fjármálaáætlun til næstu fimm ára kynnt. Þá fær ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tækifæri til að snúa við blaðinu og þetta tækifæri mun ekki koma aftur. Ríkisstjórnin getur ekki látið Seðlabankann einan um að kljást við verðbólguna og verður að herða á aðhaldsstigi ríkisfjármálanna. En í stað þess að demba öllu aðhaldinu á lágtekju- og millitekjufólk ætti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að koma þjóðinni hressilega á óvart og skattleggja breiðu bökin, sækja aukna skatta af hæstu tekjum og hvalrekagróða í sjávarútvegi og fjármálageiranum og skapa þannig svigrúm til að verja heimilisbókhaldið hjá almenningi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í fjárlaganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir Ríkisstjórnin fékk það sem hún bað um: meiri verðbólgu og hærri vexti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kyndir undir verðbólgu með óábyrgri stefnu í ríkisfjármálum. Þetta er ein af orsökum vaxtahækkunarinnar sem kynnt var í gær. 9. febrúar 2023 07:31 Tvöfaldur skellur fyrir tekjulægri Ríkisstjórnin hefur heykst á að beita tækjum ríkisfjármálanna til að taka á verðbólgunni og látið Seðlabankann einan um verkefnið. 24. ágúst 2022 10:31 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Tveggja stafa verðbólga, hæstu vextir í 12 ár, æ fleiri eiga erfitt með að ná endum saman – en samkvæmt Bjarna Benediktssyni gengur efnahagsstjórnin ljómandi vel og fjárlög sem voru samþykkt með 120 milljarða halla eru í raun og veru að reynast prýðilegt meðal gegn verðbólgunni sem þó eykst milli mánaða. Katrín Jakobsdóttir bregst hneyksluð við þegar bent er á að vaxtahækkanir Seðlabankans kunni að hafa eitthvað með agaleysi í ríkisfjármálum að gera sem er þó einmitt það sem seðlabankastjóri segir sjálfur. Margt spes í kýrhausnum. Allt frá því að hagkerfið tók við sér eftir heimsfaraldur höfum við í Samfylkingunni kallað eftir auknu aðhaldi í ríkisfjármálum. Það er ekki skemmtileg afstaða eða til vinsælda fallin, en hún hefur reynst rétt. Kjarapakkinn sem við kynntum 6. desember síðastliðinn gekk út á að verja tekjulægri hópa fyrir verðbólgunni en taka á þenslunni þar sem þenslan er í raun og veru, eftir sprengingu í fjármagnstekjum og mikinn hagnað hjá bönkum og stórútgerð. Ríkisstjórnin féllst á hluta pakkans en þó aðeins þær tillögur sem fela í sér aukin útgjöld. Breytingatillaga okkar um 50 prósenta hækkun á eignaskerðingarmörkum vaxtabóta var samþykkt sem skiptir máli fyrir tekjulág heimili með stóraukna greiðslubyrði. Jafnframt lét ríkisstjórnin undan kröfunni um hækkun húsnæðisbóta án þess þó að lögfesta leigubremsu eins og við og verkalýðshreyfingin höfum kallað eftir. Stjórnarmeirihlutinn leit hins vegar ekki við þeim tillögum okkar sem eru til þess fallnar að sporna gegn þenslu og verðbólguþrýstingi. Umfang þeirra er 17 milljarðar eða sem nemur hálfri prósentu af vergri landsframleiðslu. Bjarni Benediktsson hefur brugðist við hugmyndunum með skætingi og sagt að með því að leggja til hækkun fjármagnstekjuskatts og álag á veiðigjöld stórútgerða sé Kristrún Frostadóttir að ala á „öfund“. Sjálfur kaus Bjarni að ná fram aðhaldi á tekjuhlið ríkisins með ofsahækkun á krónutölugjöldum, flötum sköttum sem leggjast þyngst á tekjulægstu heimilin í landinu, og hefur boðað sams konar gjaldahækkanir næstu árin. Í vikunni verður fjármálaáætlun til næstu fimm ára kynnt. Þá fær ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tækifæri til að snúa við blaðinu og þetta tækifæri mun ekki koma aftur. Ríkisstjórnin getur ekki látið Seðlabankann einan um að kljást við verðbólguna og verður að herða á aðhaldsstigi ríkisfjármálanna. En í stað þess að demba öllu aðhaldinu á lágtekju- og millitekjufólk ætti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að koma þjóðinni hressilega á óvart og skattleggja breiðu bökin, sækja aukna skatta af hæstu tekjum og hvalrekagróða í sjávarútvegi og fjármálageiranum og skapa þannig svigrúm til að verja heimilisbókhaldið hjá almenningi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í fjárlaganefnd.
Ríkisstjórnin fékk það sem hún bað um: meiri verðbólgu og hærri vexti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kyndir undir verðbólgu með óábyrgri stefnu í ríkisfjármálum. Þetta er ein af orsökum vaxtahækkunarinnar sem kynnt var í gær. 9. febrúar 2023 07:31
Tvöfaldur skellur fyrir tekjulægri Ríkisstjórnin hefur heykst á að beita tækjum ríkisfjármálanna til að taka á verðbólgunni og látið Seðlabankann einan um verkefnið. 24. ágúst 2022 10:31
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun