Jafnar byrðar – ekki undanþágur Bogi Nils Bogason skrifar 31. mars 2023 08:31 Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að íslensk stjórnvöld hafa lagt talsverða vinnu í að Evrópusambandið taki landfræðilega legu Íslands til greina þegar aukinn kostnaður mun leggjast á flugfélög innan álfunnar vegna kolefnislosunar á næstu árum. Útfærsla löggjafarinnar hefur nefnilega í för með sér auknar byrðar fyrir Ísland umfram önnur lönd, einungis vegna landfræðilegrar stöðu. Málið snýst ekki um að Ísland fái undanþágur, heldur einungis að flugfélög sem reka tengimiðstöð á Íslandi taki á sig sambærilegan kostnað og önnur evrópsk flugfélög sem fljúga yfir hafið, milli Evrópu og Norður-Ameríku. Metnaðarfull markmið um orkuskipti í flugi Um 3% af CO2 útblæstri heimsins kemur frá flugi. Við hjá Icelandair tökum loftslagsmálin mjög alvarlega og höfum sett okkur metnaðarfull markmið í því sambandi. Félagið hefur þegar stigið mikilvæg skref í átt að þeim markmiðum og hefur á síðustu fimm árum fjárfest fyrir um 100 milljarða króna í nýjum flugvélum sem eru mun umhverfisvænni en eldri vélategundir. Áframhaldandi fjárfestingar í þessa átt munu eiga sér stað hjá félaginu á næstu árum ef markmið þess ganga eftir. Félagið tekur jafnframt þátt í alþjóðlegum samstarfsverkefnum sem snúa að þróun vetnis- og rafmagnsflugvéla fyrir innanlandsflug. Við erum bjartsýn á að fyrir lok þessa áratugar verði flugflotinn í innanlandsfluginu okkar knúinn áfram af 100% grænni orku. Þá er ljóst að ef markmið Icelandair og fluggeirans í heiminum í loftslagsmálum eiga að ganga eftir þá verður framleiðsla á sjálfbæru flugvélaeldsneyti að aukast verulega á næstu árum. Þar hefur Ísland tækifæri til að stíga stór skref. Í því skyni hefur Icelandair meðal annars skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á sjálfbæru flugvélaeldsneyti sem fyrirhugað er að framleitt verði hér á landi. Um hvað snýst baráttan? En aftur að baráttu íslenskra stjórnvalda gagnvart Evrópusambandinu sem Icelandair styður heilshugar. Að undanförnu hafa ýmsir komið fram og mótmælt því að stjórnvöld séu að standa í þessari baráttu. Rökin eru í flestum tilvikum að Ísland eigi að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og ekki biðja um undanþágu á neinu sem að þeim málum snýr. En málið snýst einmitt ekki um undanþágur heldur einungis að kostnaður sé lagður jafnt á ríki innan EES. Af hverju á hærri hlutfallslegur kostnaður að leggjast á flug milli Parísar og Boston í gegnum Ísland en ef flogið er beint? Eða á flug milli Hamborgar og Boston í gegnum Ísland en ef flogið væri í gegnum Frankfurt? Það er nauðsynlegt að spyrja þessara spurninga ekki síst í ljósi þess að í mörgum tilvikum er umhverfisvænna að fljúga á nýjustu tegundum mjóþotna (e. narrow body) milli heimsálfanna með viðkomu á Íslandi en á breiðþotum beint yfir hafið. Það er ljóst að ef reglurnar verða innleiddar óbreyttar verða áhrifin á Ísland verulega neikvæð. Auk þess mun eiga sér stað svokallaður kolefnisleki. Það þýðir að flugið mun ekki minnka heldur einfaldlega færast til. Kolefnislosun mun því ekki dragast saman, hún mun jafnvel aukast. Varla getur það verið markmiðið. Höfundur er forstjóri Icelandair. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icelandair Fréttir af flugi Orkumál Orkuskipti Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að íslensk stjórnvöld hafa lagt talsverða vinnu í að Evrópusambandið taki landfræðilega legu Íslands til greina þegar aukinn kostnaður mun leggjast á flugfélög innan álfunnar vegna kolefnislosunar á næstu árum. Útfærsla löggjafarinnar hefur nefnilega í för með sér auknar byrðar fyrir Ísland umfram önnur lönd, einungis vegna landfræðilegrar stöðu. Málið snýst ekki um að Ísland fái undanþágur, heldur einungis að flugfélög sem reka tengimiðstöð á Íslandi taki á sig sambærilegan kostnað og önnur evrópsk flugfélög sem fljúga yfir hafið, milli Evrópu og Norður-Ameríku. Metnaðarfull markmið um orkuskipti í flugi Um 3% af CO2 útblæstri heimsins kemur frá flugi. Við hjá Icelandair tökum loftslagsmálin mjög alvarlega og höfum sett okkur metnaðarfull markmið í því sambandi. Félagið hefur þegar stigið mikilvæg skref í átt að þeim markmiðum og hefur á síðustu fimm árum fjárfest fyrir um 100 milljarða króna í nýjum flugvélum sem eru mun umhverfisvænni en eldri vélategundir. Áframhaldandi fjárfestingar í þessa átt munu eiga sér stað hjá félaginu á næstu árum ef markmið þess ganga eftir. Félagið tekur jafnframt þátt í alþjóðlegum samstarfsverkefnum sem snúa að þróun vetnis- og rafmagnsflugvéla fyrir innanlandsflug. Við erum bjartsýn á að fyrir lok þessa áratugar verði flugflotinn í innanlandsfluginu okkar knúinn áfram af 100% grænni orku. Þá er ljóst að ef markmið Icelandair og fluggeirans í heiminum í loftslagsmálum eiga að ganga eftir þá verður framleiðsla á sjálfbæru flugvélaeldsneyti að aukast verulega á næstu árum. Þar hefur Ísland tækifæri til að stíga stór skref. Í því skyni hefur Icelandair meðal annars skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á sjálfbæru flugvélaeldsneyti sem fyrirhugað er að framleitt verði hér á landi. Um hvað snýst baráttan? En aftur að baráttu íslenskra stjórnvalda gagnvart Evrópusambandinu sem Icelandair styður heilshugar. Að undanförnu hafa ýmsir komið fram og mótmælt því að stjórnvöld séu að standa í þessari baráttu. Rökin eru í flestum tilvikum að Ísland eigi að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og ekki biðja um undanþágu á neinu sem að þeim málum snýr. En málið snýst einmitt ekki um undanþágur heldur einungis að kostnaður sé lagður jafnt á ríki innan EES. Af hverju á hærri hlutfallslegur kostnaður að leggjast á flug milli Parísar og Boston í gegnum Ísland en ef flogið er beint? Eða á flug milli Hamborgar og Boston í gegnum Ísland en ef flogið væri í gegnum Frankfurt? Það er nauðsynlegt að spyrja þessara spurninga ekki síst í ljósi þess að í mörgum tilvikum er umhverfisvænna að fljúga á nýjustu tegundum mjóþotna (e. narrow body) milli heimsálfanna með viðkomu á Íslandi en á breiðþotum beint yfir hafið. Það er ljóst að ef reglurnar verða innleiddar óbreyttar verða áhrifin á Ísland verulega neikvæð. Auk þess mun eiga sér stað svokallaður kolefnisleki. Það þýðir að flugið mun ekki minnka heldur einfaldlega færast til. Kolefnislosun mun því ekki dragast saman, hún mun jafnvel aukast. Varla getur það verið markmiðið. Höfundur er forstjóri Icelandair.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun