Betur gert, flokkað og merkt! Hugrún Geirsdóttir skrifar 5. apríl 2023 12:39 Nú flokkar þú úrganginn þinn á einfaldan og skilvirkan hátt. Nú borgar þú lægra gjald fyrir úrganginn þinn með því að draga úr magni hans og flokka betur. Nú flokkar þú eftir sömu flokkunarmerkingum hvort sem þú ert á Kópaskeri eða í Kópavogi. Það á að vera létt að gera betur í flokkun og endurvinnslu og með innleiðingu á hringrásarlögunum mun það verða einfaldara. Ekki seinna (umhverfis)vænna! Á árinu 2023 verður flokkun úrgangs stórbætt og einfölduð um allt land. Hringrásarlögin svokölluðu kveða á um skyldu til að flokka heimilisúrgang í fleiri úrgangsflokka á heimilum og vinnustöðum. Auk þess verða merkingar samræmdar um allt land til að tryggja að við flokkum í takt. Samkvæmt könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Umhverfisstofnun flokka langflestir úrganginn sinn en sífellt fleiri hafa áhuga á að flokka í fleiri úrgangsflokka en þeir gera í dag, eða 75% landsmanna. Niðurstöður þessarar könnunar sýna að landsmenn eru tilbúnir til að gera betur í flokkun sé þeim boðið tækifæri til þess. Og nú er tækifærið! Í upphafi árs tóku gildi ný lög sem hafa oft verið kölluð einu nafni hringrásarlögin. Hringrásarlögin skapa ramma fyrir okkur svo hægt sé að halda auðlindum okkar í hringrás. Samhliða betrumbættu fyrirkomulagi við flokkun þurfum við þó einnig að huga að því hvernig við getum komið í veg fyrir myndun úrgangs og lágmarkað alla sóun. Rétt meðferð úrgangsauðlindarinnar er allt í senn loftslagsmál, sjálfbærnimál og umfram allt spurning um heilbrigða skynsemi. En hvaða breytingar er hér um að ræða? Flokkarnir sjö Hringrásarlögin kveða á um skyldu til að flokka heimilisúrgang í pappír, plast, matarleifar, málma, gler, textíl og spilliefni á heimilum og vinnustöðum. Við kveðjum ekki tunnuna fyrir blandaða úrganginn fyrir fullt og allt alveg strax þar sem ýmislegt þarf að rata þangað sem ekki á heima í flokkunartunnum. Umfang hennar á þó að minnka samhliða betri flokkun. Pappír, plasti, matarleifum og blönduðum úrgangi verður safnað við heimili og vinnustaði en textíl, málmum, gleri og spilliefnum verður safnað með öðrum hætti. Sveitarfélögunum er ætlað að útfæra leiðir við söfnun þessara úrgangsflokka. Bannað verður að urða eða brenna úrgang sem búið er að flokka enda er markmiðið að koma honum til endurnýtingar eða endurvinnslu. Urðun er úrelt þar sem hún er langversta aðferðin við meðhöndlun úrgangs. Borgað þegar hent er Við lagabreytinguna eiga sveitarfélögin að innheimta gjöld fyrir meðhöndlun úrgangs sem næst raunkostnaði. Með nýju fyrirkomulagi sem kallast „Borgað þegar hent er“ mun hvert heimili borga eftir magni og tegund úrgangs. Þau sem fleygja minna og flokka vel geta lækkað sinn kostnað fyrir meðhöndlun úrgangs. Breytingunni er ætlað að styðja við innleiðingu hringrásarhagkerfisins með hagrænum hvötum. Þannig má spara, umhverfið græðir en ávinningurinn er okkar allra! Sömu flokkunarmerkingar Sömu merkingar á ílátum og tunnum fyrir úrgang verða að veruleika á árinu 2023 og er kannski sú breyting sem flestir landsmenn hafa beðið eftir. Flokkun úrgangs á að vera einföld og skilvirk og því hefur notkun á samnorrænum merkingum fyrir flokkunartunnur- og ílát verið lögfest. Þessar merkingar er einnig að finna á mörgum vöruflokkum sem sýnir á einfaldan hátt í hvaða flokk varan eða umbúðirnar eiga að fara að notkun lokinni. Rétt skal vera létt og létt að flokka rétt! Allan hringinn Nú í apríl fer af stað vitundarvakning undir merkjum verkefnisins Allan hringinn. Verkefnið er samstarf stofnana, sveitarfélaga, rekstraraðila í úrgangsþjónustu og hagsmunasamtaka í atvinnulífinu en allir þessir aðilar eiga mikið undir því að innleiðing hringrásarlaganna gangi greiðlega fyrir sig. Markmið vitundarvakningarinnar er að kynna nýtt og betrumbætt fyrirkomulag við flokkun úrgangs undir slagorðinu „Betur gert, flokkað og merkt“. Innleiðing lagabreytinganna og aðlögun að kröfum þeirra mun eiga sér stað yfir allt árið. Nýtt flokkunarkerfi á höfuðborgarsvæðinu mun til að mynda koma með vorinu á meðan einhver önnur sveitarfélög gætu þegar hafa sett upp nýjar tunnur og merkingar. Við sem stöndum að baki verkefninu Allan hringinn hvetjum ykkur til að kynna ykkur upplýsingar um breytingarnar á vefsíðunni úrgangur.is þar sem einnig má nálgast kynningarefni. Tökum komandi breytingum fagnandi og sameinumst um að halda dýrmætum auðlindum í hringrásinni – allan hringinn! Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Sorphirða Loftslagsmál Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nú flokkar þú úrganginn þinn á einfaldan og skilvirkan hátt. Nú borgar þú lægra gjald fyrir úrganginn þinn með því að draga úr magni hans og flokka betur. Nú flokkar þú eftir sömu flokkunarmerkingum hvort sem þú ert á Kópaskeri eða í Kópavogi. Það á að vera létt að gera betur í flokkun og endurvinnslu og með innleiðingu á hringrásarlögunum mun það verða einfaldara. Ekki seinna (umhverfis)vænna! Á árinu 2023 verður flokkun úrgangs stórbætt og einfölduð um allt land. Hringrásarlögin svokölluðu kveða á um skyldu til að flokka heimilisúrgang í fleiri úrgangsflokka á heimilum og vinnustöðum. Auk þess verða merkingar samræmdar um allt land til að tryggja að við flokkum í takt. Samkvæmt könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Umhverfisstofnun flokka langflestir úrganginn sinn en sífellt fleiri hafa áhuga á að flokka í fleiri úrgangsflokka en þeir gera í dag, eða 75% landsmanna. Niðurstöður þessarar könnunar sýna að landsmenn eru tilbúnir til að gera betur í flokkun sé þeim boðið tækifæri til þess. Og nú er tækifærið! Í upphafi árs tóku gildi ný lög sem hafa oft verið kölluð einu nafni hringrásarlögin. Hringrásarlögin skapa ramma fyrir okkur svo hægt sé að halda auðlindum okkar í hringrás. Samhliða betrumbættu fyrirkomulagi við flokkun þurfum við þó einnig að huga að því hvernig við getum komið í veg fyrir myndun úrgangs og lágmarkað alla sóun. Rétt meðferð úrgangsauðlindarinnar er allt í senn loftslagsmál, sjálfbærnimál og umfram allt spurning um heilbrigða skynsemi. En hvaða breytingar er hér um að ræða? Flokkarnir sjö Hringrásarlögin kveða á um skyldu til að flokka heimilisúrgang í pappír, plast, matarleifar, málma, gler, textíl og spilliefni á heimilum og vinnustöðum. Við kveðjum ekki tunnuna fyrir blandaða úrganginn fyrir fullt og allt alveg strax þar sem ýmislegt þarf að rata þangað sem ekki á heima í flokkunartunnum. Umfang hennar á þó að minnka samhliða betri flokkun. Pappír, plasti, matarleifum og blönduðum úrgangi verður safnað við heimili og vinnustaði en textíl, málmum, gleri og spilliefnum verður safnað með öðrum hætti. Sveitarfélögunum er ætlað að útfæra leiðir við söfnun þessara úrgangsflokka. Bannað verður að urða eða brenna úrgang sem búið er að flokka enda er markmiðið að koma honum til endurnýtingar eða endurvinnslu. Urðun er úrelt þar sem hún er langversta aðferðin við meðhöndlun úrgangs. Borgað þegar hent er Við lagabreytinguna eiga sveitarfélögin að innheimta gjöld fyrir meðhöndlun úrgangs sem næst raunkostnaði. Með nýju fyrirkomulagi sem kallast „Borgað þegar hent er“ mun hvert heimili borga eftir magni og tegund úrgangs. Þau sem fleygja minna og flokka vel geta lækkað sinn kostnað fyrir meðhöndlun úrgangs. Breytingunni er ætlað að styðja við innleiðingu hringrásarhagkerfisins með hagrænum hvötum. Þannig má spara, umhverfið græðir en ávinningurinn er okkar allra! Sömu flokkunarmerkingar Sömu merkingar á ílátum og tunnum fyrir úrgang verða að veruleika á árinu 2023 og er kannski sú breyting sem flestir landsmenn hafa beðið eftir. Flokkun úrgangs á að vera einföld og skilvirk og því hefur notkun á samnorrænum merkingum fyrir flokkunartunnur- og ílát verið lögfest. Þessar merkingar er einnig að finna á mörgum vöruflokkum sem sýnir á einfaldan hátt í hvaða flokk varan eða umbúðirnar eiga að fara að notkun lokinni. Rétt skal vera létt og létt að flokka rétt! Allan hringinn Nú í apríl fer af stað vitundarvakning undir merkjum verkefnisins Allan hringinn. Verkefnið er samstarf stofnana, sveitarfélaga, rekstraraðila í úrgangsþjónustu og hagsmunasamtaka í atvinnulífinu en allir þessir aðilar eiga mikið undir því að innleiðing hringrásarlaganna gangi greiðlega fyrir sig. Markmið vitundarvakningarinnar er að kynna nýtt og betrumbætt fyrirkomulag við flokkun úrgangs undir slagorðinu „Betur gert, flokkað og merkt“. Innleiðing lagabreytinganna og aðlögun að kröfum þeirra mun eiga sér stað yfir allt árið. Nýtt flokkunarkerfi á höfuðborgarsvæðinu mun til að mynda koma með vorinu á meðan einhver önnur sveitarfélög gætu þegar hafa sett upp nýjar tunnur og merkingar. Við sem stöndum að baki verkefninu Allan hringinn hvetjum ykkur til að kynna ykkur upplýsingar um breytingarnar á vefsíðunni úrgangur.is þar sem einnig má nálgast kynningarefni. Tökum komandi breytingum fagnandi og sameinumst um að halda dýrmætum auðlindum í hringrásinni – allan hringinn! Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar