Alþjóðlegur dagur lupus/rauðra úlfa Hrönn Stefánsdóttir skrifar 10. maí 2023 07:30 Miðvikudaginn 10. maí er árlegur alþjóðlegur dagur lupus eða rauðra úlfa eins og sjúkdómurinn heitir á íslensku, haldinn í tuttugasta sinn. Í ár mun dagurinn vera notaður til að leggja áherslu á þörfina fyrir aukna þekkingu á lupus, betri heilbrigðisþjónustu fyrir sjúklinga, auknar rannsóknir á orsökum sjúkdómsins og mikilvægi góðrar meðferðar, auk mikilvægi þess að sjúkdómurinn greinist snemma og betri faraldsfræðilegra gagna um lupus á heimsvísu. Lupus eða rauðir úlfar er sjaldgæfur alvarlegur sjálfsofnæmissjúkdómur sem getur valdið bólgum og verkjum um allan líkamann. Hann veldur því að ónæmiskerfið sem venjulega berst við sýkingar snýst gegn eigin frumum, vefjum og líffærum. Þegar sjúkdómurinn er virkur getur ónæmissvörun valdið bólgu í frumum sem geta haft áhrif á og skemmt einn eða fleiri vefi líkamans; húð, liði, vöðva, æðar, blóðkorn, heila og taugar og einnig önnur líffæri svo sem lungu, hjarta, nýru, meltingarfæri og / eða himnur í kringum innri líffæri. Birtingarform sjúkdómsins er mismunandi milli einstaklinga en einkennist af tímabilum þar sem sjúkdómurinn er ýmist virkur eða í sjúkdómshléi. Lupus hefur ekki aðeins áhrif á einstaklinginn sem er með sjúkdóminn - hann hefur einnig áhrif á fjölskyldu sjúklingsins, vini og vinnufélaga. Þrátt fyrir það er hann lítt þekktur af almenningi, heilbrigðisstarfsmönnum og stjórnvöldum, sem gerir það að verkum að þörf er fyrir meiri meðvitund og þekkingu. Snemmgreining og meðferð á lupus hjálpar til við að hægja á skemmdum af völdum sjúkdómsins. Hins vegar er oft erfitt að greina hann vegna þess að einkennin líkjast oft einkennum annarra sjúkdóma. Aukin meðvitund og þekking á lupus mun bjarga mannslífum. Lupus er algengastur meðal kvenna en um 90% þeirra sem fá lupus eru komur. Algengast er að sjúkdómurinn greinist á aldrinum 15-44 ára og er hann enn sem komið er ólæknandi, þó til séu lyf sem auka lífsgæði fólks. Þar sem einkenni lupus eru mjög breytileg á milli sjúklinga gengur stundum erfiðlega að greina sjúkdóminn, en því fyrr sem hann greinist því minni skaða hefur hann valdið og því líklegra að hægt sé að halda honum niðri þannig að einstaklingurinn geti lifa eðlilegu og góðu lífi. Vegna þess er mikilvægt að vekja athygli fólks á sjúkdómnum og gæti það flýtt fyrir greiningu og tryggt þeim sem þjást af honum meiri lífsgæði.Á Íslandi eru 200-300 manns greindir með rauða úlfa. Gigtarfélag Íslands starfrækir áhugahóp um rauða úlfa. Hópurinn veitir jafningjastuðning sem er mikilvægur fyrir fólk sem greinist með sjúkdóm sem er lítið þekktur og því er erfitt fyrir fólk að sækja sér upplýsingar á íslensku og stuðning. Hópurinn er bæði með lokaðan hóp á Facebook, en einnig hefur hópurinn reglulega fundi þar sem meðlimir hópsins geta hittst og rætt málin. Þó að ekki sé hægt að tryggja að ein ákveðin meðferð virki fyri alla lupussjúklinga til að bæta líðan þeirra geta eftirfarandi breytingar á lífstíl hjálpað til að bæta daglegt líf sjúklinga. Að taka inn þau lyf sem skrifað er upp á af lækni Hreyfa sig reglulega Hætta að reykja og drekka Bera á sig sólarvörn með háum sólarvarnastuðli sem verndar bæði fyrir UVA og UVB geislum sólar Hvíla sig nóg Minnka stress Það að greinast með ólæknandi sjaldgæfan og jafnvel lífshættulegan sjúkdóm hefur mikil áhrif á líf manneskjunnar sem fyrir því verður, alla fjölskyldu hennar og jafnvel á vini og vinnufélaga. Hlutir sem voru áður sjálfsagðir verða það ekki lengur og allt krefst meiri umhugsunar og skipulags. Það að skella sér í leikhús eða fara í langan göngutúr verður eitthvað sem getur haft eftirköst og jafnvel valdið nokkurra daga veikindum og sjálfsagðir hlutir eins og að setja út og fá sér kaffibolla á kaffihúsi getur valdið alvarlegum veikindum. Þegar fólk lendir í slíkri stöðu þarf það að hugsa allt líf sitt upp á nýtt. Þetta hefur áhrif á fjölskylduna af því að ekki er hægt að taka skyndiákvarðanir og gera hluti sem alltaf hafa verið einfaldir og það eitt að sinna daglegum verkum getur orðið mikil áskorun sem gerir það að verkum að allir heimilismeðlimir þurfa að taka á sig breytta ábyrgð. Þetta er raunveruleiki margra sem greinast með sjúkdóminn. Það getur verið erfitt að greinast með sjúkdóm sem fáir þekkja og jafnvel læknar þekkja ekki. Margir upplifa sig einangraða og finnst fáir skilja hvað þeir eru að ganga í gegnum. Það sem jafnvel gerir málið erfiðara er að margir sem greinast með rauða úlfa líta ekki út fyrir að vera veikir og því eiga margir erfitt með að trúa því að sjúklingurinn sé í alvöru eins veikur og hann heldur fram. Sérlega þar sem hjá lupussjúklingum eins og öðrum sjúklingum með sveiflukennda sjúkdóma eins og aðra sjálfsónæmissjúkdóma þá getur verið mikill dagamunur á líðan sjúklinga sem veldur því að einn daginn geta þeir ekki gert það sem þeir gátu gert daginn áður. Þetta getur til dæmis valdið miklum erfiðleikum fyrir fólk á vinnustöðum þar sem það verður stundum fyrir fordómum og gagnrýni. Höfundur er formaður lupushóps Gigtarfélags Íslands og fulltrúi í framkvæmdastjórn Gigtarfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 10. maí er árlegur alþjóðlegur dagur lupus eða rauðra úlfa eins og sjúkdómurinn heitir á íslensku, haldinn í tuttugasta sinn. Í ár mun dagurinn vera notaður til að leggja áherslu á þörfina fyrir aukna þekkingu á lupus, betri heilbrigðisþjónustu fyrir sjúklinga, auknar rannsóknir á orsökum sjúkdómsins og mikilvægi góðrar meðferðar, auk mikilvægi þess að sjúkdómurinn greinist snemma og betri faraldsfræðilegra gagna um lupus á heimsvísu. Lupus eða rauðir úlfar er sjaldgæfur alvarlegur sjálfsofnæmissjúkdómur sem getur valdið bólgum og verkjum um allan líkamann. Hann veldur því að ónæmiskerfið sem venjulega berst við sýkingar snýst gegn eigin frumum, vefjum og líffærum. Þegar sjúkdómurinn er virkur getur ónæmissvörun valdið bólgu í frumum sem geta haft áhrif á og skemmt einn eða fleiri vefi líkamans; húð, liði, vöðva, æðar, blóðkorn, heila og taugar og einnig önnur líffæri svo sem lungu, hjarta, nýru, meltingarfæri og / eða himnur í kringum innri líffæri. Birtingarform sjúkdómsins er mismunandi milli einstaklinga en einkennist af tímabilum þar sem sjúkdómurinn er ýmist virkur eða í sjúkdómshléi. Lupus hefur ekki aðeins áhrif á einstaklinginn sem er með sjúkdóminn - hann hefur einnig áhrif á fjölskyldu sjúklingsins, vini og vinnufélaga. Þrátt fyrir það er hann lítt þekktur af almenningi, heilbrigðisstarfsmönnum og stjórnvöldum, sem gerir það að verkum að þörf er fyrir meiri meðvitund og þekkingu. Snemmgreining og meðferð á lupus hjálpar til við að hægja á skemmdum af völdum sjúkdómsins. Hins vegar er oft erfitt að greina hann vegna þess að einkennin líkjast oft einkennum annarra sjúkdóma. Aukin meðvitund og þekking á lupus mun bjarga mannslífum. Lupus er algengastur meðal kvenna en um 90% þeirra sem fá lupus eru komur. Algengast er að sjúkdómurinn greinist á aldrinum 15-44 ára og er hann enn sem komið er ólæknandi, þó til séu lyf sem auka lífsgæði fólks. Þar sem einkenni lupus eru mjög breytileg á milli sjúklinga gengur stundum erfiðlega að greina sjúkdóminn, en því fyrr sem hann greinist því minni skaða hefur hann valdið og því líklegra að hægt sé að halda honum niðri þannig að einstaklingurinn geti lifa eðlilegu og góðu lífi. Vegna þess er mikilvægt að vekja athygli fólks á sjúkdómnum og gæti það flýtt fyrir greiningu og tryggt þeim sem þjást af honum meiri lífsgæði.Á Íslandi eru 200-300 manns greindir með rauða úlfa. Gigtarfélag Íslands starfrækir áhugahóp um rauða úlfa. Hópurinn veitir jafningjastuðning sem er mikilvægur fyrir fólk sem greinist með sjúkdóm sem er lítið þekktur og því er erfitt fyrir fólk að sækja sér upplýsingar á íslensku og stuðning. Hópurinn er bæði með lokaðan hóp á Facebook, en einnig hefur hópurinn reglulega fundi þar sem meðlimir hópsins geta hittst og rætt málin. Þó að ekki sé hægt að tryggja að ein ákveðin meðferð virki fyri alla lupussjúklinga til að bæta líðan þeirra geta eftirfarandi breytingar á lífstíl hjálpað til að bæta daglegt líf sjúklinga. Að taka inn þau lyf sem skrifað er upp á af lækni Hreyfa sig reglulega Hætta að reykja og drekka Bera á sig sólarvörn með háum sólarvarnastuðli sem verndar bæði fyrir UVA og UVB geislum sólar Hvíla sig nóg Minnka stress Það að greinast með ólæknandi sjaldgæfan og jafnvel lífshættulegan sjúkdóm hefur mikil áhrif á líf manneskjunnar sem fyrir því verður, alla fjölskyldu hennar og jafnvel á vini og vinnufélaga. Hlutir sem voru áður sjálfsagðir verða það ekki lengur og allt krefst meiri umhugsunar og skipulags. Það að skella sér í leikhús eða fara í langan göngutúr verður eitthvað sem getur haft eftirköst og jafnvel valdið nokkurra daga veikindum og sjálfsagðir hlutir eins og að setja út og fá sér kaffibolla á kaffihúsi getur valdið alvarlegum veikindum. Þegar fólk lendir í slíkri stöðu þarf það að hugsa allt líf sitt upp á nýtt. Þetta hefur áhrif á fjölskylduna af því að ekki er hægt að taka skyndiákvarðanir og gera hluti sem alltaf hafa verið einfaldir og það eitt að sinna daglegum verkum getur orðið mikil áskorun sem gerir það að verkum að allir heimilismeðlimir þurfa að taka á sig breytta ábyrgð. Þetta er raunveruleiki margra sem greinast með sjúkdóminn. Það getur verið erfitt að greinast með sjúkdóm sem fáir þekkja og jafnvel læknar þekkja ekki. Margir upplifa sig einangraða og finnst fáir skilja hvað þeir eru að ganga í gegnum. Það sem jafnvel gerir málið erfiðara er að margir sem greinast með rauða úlfa líta ekki út fyrir að vera veikir og því eiga margir erfitt með að trúa því að sjúklingurinn sé í alvöru eins veikur og hann heldur fram. Sérlega þar sem hjá lupussjúklingum eins og öðrum sjúklingum með sveiflukennda sjúkdóma eins og aðra sjálfsónæmissjúkdóma þá getur verið mikill dagamunur á líðan sjúklinga sem veldur því að einn daginn geta þeir ekki gert það sem þeir gátu gert daginn áður. Þetta getur til dæmis valdið miklum erfiðleikum fyrir fólk á vinnustöðum þar sem það verður stundum fyrir fordómum og gagnrýni. Höfundur er formaður lupushóps Gigtarfélags Íslands og fulltrúi í framkvæmdastjórn Gigtarfélags Íslands.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun