Rán í skjóli laga? Aðalsteinn Arnbjörnsson skrifar 31. maí 2023 12:30 Oft velur fólk að leggja fyrir einhverja fjármuni þegar nálgast lífeyrisaldur og margir minnka við sig húsnæði og leggja fjármuni til hliðar. Hvatt er til sparnaðar af hagfræðingum, stjórnvöldum og seðlabanka og þá er mælt með verðtryggðum innlánsreikningum frekar en taka áhættu í hlutabréfum eða öðrum áhættusömum fjárfestingum. Sigríður frænka og þau hjónin lögðu fyrir 10 milljónir hvort til mögru áranna á verðtryggðan bankareikning sem ber nánast enga vexti, einungis verðbætur. Fólk fær frá bankanum sömu verðmæti út eins og lögð voru inn, eftir t.d. þriggja ára binditíma. Engin virðisaukning eða rauntekjur fást. Finnst stjórnvöldum í lagi að lækka stórlega ellilífeyri Sigríðar vegna sparnaðar, þrátt fyrir enga eignaaukningu eða rauntekjur af inneign? Tekin eru 45% af verðbótum inneignarinnar. Sigríði er refsað fyrir að geyma sparifé á 0 % raunvöxtum. Verðbætur eru einungis leiðrétting til að viðhalda óbreyttu verðmæti fjármuna og ættu auðvita ekki að hafa áhrif á bótagreiðslur, styrki eða lífeyri. Hjónin hafa í áratugi greitt háar upphæðir í verðbætur af verðtryggðum húsnæðislánum, námslánum bílalánum ofl. Þau eru vel meðvituð um að greiddar verðbætur eru einungis leiðrétting til að skuldir og inneignir haldi óbreyttu verðgildi. En bíðum nú við. Þegar þau ná ellilífeyrisaldri verða verðbætur (leiðréttingin) skyndilega að allt öðru. Í lögum um almannatryggingar kallast leiðréttingin tekjur og nær helmingur er gerður upptækur þegar 45% af leiðréttingunni dregst frá lífeyri þeirra. Þetta er auðvita fullkomlega galið. Miðað við 8% meðalverðbólgu eru verðbætur 800 þ. á ári fyrir 10 milljóna inneign. Lækkun á lífeyri hjónanna er samtals 720.000 á ári. Á þriggja ára binditíma „sparnaðarins“ hefur þeim hjónum verið refsað að tilefnislausu um 2,16 milljónir króna. Eðlilegt getur verið að draga úr greiðslum ríkisins til einstaklinga vegna rauntekna eða eignaaukningar sem nota má til framfærslu, svo sem atvinnutekjur, leigutekjur ofl. Hinsvegar eru verðbætur ekki tekjur, heldur leiðrétting til að halda óbreyttu virði fjármuna. Engir aukalítrar af mjólk fást fyrir verðbætur og 0% raunávöxtun. Í stuttu máli: Þú greiðir 100% verðbætur vegna lána þinna í áratugi til að tryggja að bankar og lánastofnanir fái sitt, en þegar þú verður öldruð Sigríður mín, verða verðbætur af inneign þinni notaðar gegn þér. Fyrst greiðir þú allt að 22% skatt af verðbótum eins og aðrir hópar gera og síðan er sérstök 45% refsing fyrir aldraða. Hér er verið að ræna aldraða konu. Landsmenn upplifa nú u.þ.b. 10% hækkanir á nauðsynjavörum og þjónustu á nær öllum sviðum. Á sama tíma eru lífeyrisgreiðslur aldraðra lækkaðar og þessum hópi refsað sérstaklega umfram aðra hópa samfélagsins. Skerðing vegna sparnaðar á neikvæðum eða 0% raunvöxtum er meginorsök fyrir því að nú er verið að rukka 49 þúsund lífeyrisþega um 8 milljarða. Þegar augljóst gróft brot er framið á einum hópi samfélagsins verður að ætlast til að stjórnvöld og alþingi bregðist við og breyti lögum án tafar. Eldri borgarar greiða tekjuskatt og aðra skatta til jafns við aðra hópa samfélagsins. Þegar inneign þeirra í banka er leiðrétt með verðbótum hirða stofnanir ríkisins 45-67% af verðbótunum, en aðrir greiða einungis skatt frá 0-22%. Verið er að brjóta á lífeyrisþegum og útiloka þá frá eðlilegum sparnaði. Hvað segja lögfræðingar um núgildandi lög almannatrygginga. Er jafnræðis og meðalhófs gætt? Er í lagi að skerða bætur vegna 0% raunávöxtunar? Samrýmast lögin stjórnarskrá og uppfylla þau evrópskar reglur og skuldbindingar sem íslenska ríkið hefur undirgengist? Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Oft velur fólk að leggja fyrir einhverja fjármuni þegar nálgast lífeyrisaldur og margir minnka við sig húsnæði og leggja fjármuni til hliðar. Hvatt er til sparnaðar af hagfræðingum, stjórnvöldum og seðlabanka og þá er mælt með verðtryggðum innlánsreikningum frekar en taka áhættu í hlutabréfum eða öðrum áhættusömum fjárfestingum. Sigríður frænka og þau hjónin lögðu fyrir 10 milljónir hvort til mögru áranna á verðtryggðan bankareikning sem ber nánast enga vexti, einungis verðbætur. Fólk fær frá bankanum sömu verðmæti út eins og lögð voru inn, eftir t.d. þriggja ára binditíma. Engin virðisaukning eða rauntekjur fást. Finnst stjórnvöldum í lagi að lækka stórlega ellilífeyri Sigríðar vegna sparnaðar, þrátt fyrir enga eignaaukningu eða rauntekjur af inneign? Tekin eru 45% af verðbótum inneignarinnar. Sigríði er refsað fyrir að geyma sparifé á 0 % raunvöxtum. Verðbætur eru einungis leiðrétting til að viðhalda óbreyttu verðmæti fjármuna og ættu auðvita ekki að hafa áhrif á bótagreiðslur, styrki eða lífeyri. Hjónin hafa í áratugi greitt háar upphæðir í verðbætur af verðtryggðum húsnæðislánum, námslánum bílalánum ofl. Þau eru vel meðvituð um að greiddar verðbætur eru einungis leiðrétting til að skuldir og inneignir haldi óbreyttu verðgildi. En bíðum nú við. Þegar þau ná ellilífeyrisaldri verða verðbætur (leiðréttingin) skyndilega að allt öðru. Í lögum um almannatryggingar kallast leiðréttingin tekjur og nær helmingur er gerður upptækur þegar 45% af leiðréttingunni dregst frá lífeyri þeirra. Þetta er auðvita fullkomlega galið. Miðað við 8% meðalverðbólgu eru verðbætur 800 þ. á ári fyrir 10 milljóna inneign. Lækkun á lífeyri hjónanna er samtals 720.000 á ári. Á þriggja ára binditíma „sparnaðarins“ hefur þeim hjónum verið refsað að tilefnislausu um 2,16 milljónir króna. Eðlilegt getur verið að draga úr greiðslum ríkisins til einstaklinga vegna rauntekna eða eignaaukningar sem nota má til framfærslu, svo sem atvinnutekjur, leigutekjur ofl. Hinsvegar eru verðbætur ekki tekjur, heldur leiðrétting til að halda óbreyttu virði fjármuna. Engir aukalítrar af mjólk fást fyrir verðbætur og 0% raunávöxtun. Í stuttu máli: Þú greiðir 100% verðbætur vegna lána þinna í áratugi til að tryggja að bankar og lánastofnanir fái sitt, en þegar þú verður öldruð Sigríður mín, verða verðbætur af inneign þinni notaðar gegn þér. Fyrst greiðir þú allt að 22% skatt af verðbótum eins og aðrir hópar gera og síðan er sérstök 45% refsing fyrir aldraða. Hér er verið að ræna aldraða konu. Landsmenn upplifa nú u.þ.b. 10% hækkanir á nauðsynjavörum og þjónustu á nær öllum sviðum. Á sama tíma eru lífeyrisgreiðslur aldraðra lækkaðar og þessum hópi refsað sérstaklega umfram aðra hópa samfélagsins. Skerðing vegna sparnaðar á neikvæðum eða 0% raunvöxtum er meginorsök fyrir því að nú er verið að rukka 49 þúsund lífeyrisþega um 8 milljarða. Þegar augljóst gróft brot er framið á einum hópi samfélagsins verður að ætlast til að stjórnvöld og alþingi bregðist við og breyti lögum án tafar. Eldri borgarar greiða tekjuskatt og aðra skatta til jafns við aðra hópa samfélagsins. Þegar inneign þeirra í banka er leiðrétt með verðbótum hirða stofnanir ríkisins 45-67% af verðbótunum, en aðrir greiða einungis skatt frá 0-22%. Verið er að brjóta á lífeyrisþegum og útiloka þá frá eðlilegum sparnaði. Hvað segja lögfræðingar um núgildandi lög almannatrygginga. Er jafnræðis og meðalhófs gætt? Er í lagi að skerða bætur vegna 0% raunávöxtunar? Samrýmast lögin stjórnarskrá og uppfylla þau evrópskar reglur og skuldbindingar sem íslenska ríkið hefur undirgengist? Höfundur er verkfræðingur.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun