Kína boðar klukkutíma hámark á skjátíma barna Eiður Þór Árnason skrifar 3. ágúst 2023 10:41 Kínversk stjórnvöld leggja síaukna áherslu á að draga úr meintri netfíkn barna sem er sögð vera umtalsvert vandamál. Ap/Ng Han Guan Öll snjalltæki og snjallforrit í Kína þurfa að bjóða upp á sérstaka barnastillingu sem stórlega takmarkar skjánotkun barna og ólögráða ungmenna ef ný tillaga kínverskra yfirvalda nær fram að ganga. Um er að ræða nýjasta skrefið í umfangsmiklum aðgerðum stjórnvalda sem er ætlað að draga úr netfíkn og takmarka aðgengi barna að „óæskilegum upplýsingum.“ Greint er frá þessu í frétt CNN en samkvæmt tillögu kínverskra netmálayfirvalda myndi stillingin til að mynda koma í veg fyrir að einstaklingar undir átján ára aldri geti notað snjalltæki á borð við snjallsíma og spjaldtölvur á milli klukkan 22 á kvöldin og 6 á morgnanna. Þá fengju börn yngri en átta ára aðeins að nota tæki sín í 40 mínútur á dag og þau á aldrinum 8 til 16 ára að hámarki eins klukkustunda skjátíma. Að lokum gætu unglingar sem hafa náð 16 ára aldri notað snjalltæki í allt að tvo klukkutíma á dag þar til þeir verða 18 ára. Fjarskiptafyrirtæki breiði út kjarnagildi sósíalismans Í tillögunni sem er nú í umsagnarferli er lagt til að allir aldurshóparnir muni fá áminningu þegar notendur eru búnir að nota tæki í yfir 30 mínútur og þeir hvattir til þess að taka sér hlé. Þegar barnastillingin er virkjuð verður boðið upp á efni sem talið er hæfa aldri og lokast snjallforrit sjálfkrafa þegar tíminn rennur út, að því er fram kemur í frétt CNN. Samkvæmt tillögunum verður foreldrum gert kleift að framlengja símatíma barna sinna og á takmörkunin ekki að hafa áhrif á vissar þjónustur sem notaðar eru í námi eða til að óska eftir aðstoð viðbragðsaðila. Þá er fjarskiptafyrirtækjum sem veita netþjónustu gert að framleiða efni sem „breiði út kjarnagildi sósíalismans“ og „efli samheldni kínversku þjóðarinnar.“ Árið 2021 var greint frá því að leikjafyrirtækjum hafi verið gert að takmarka spilatíma kínverskra barna. Ganga ætti úr skugga um að börn gætu ekki spilað tölvuleiki nema frá klukkan átta til níu að kvöldi á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum. Kína Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Um er að ræða nýjasta skrefið í umfangsmiklum aðgerðum stjórnvalda sem er ætlað að draga úr netfíkn og takmarka aðgengi barna að „óæskilegum upplýsingum.“ Greint er frá þessu í frétt CNN en samkvæmt tillögu kínverskra netmálayfirvalda myndi stillingin til að mynda koma í veg fyrir að einstaklingar undir átján ára aldri geti notað snjalltæki á borð við snjallsíma og spjaldtölvur á milli klukkan 22 á kvöldin og 6 á morgnanna. Þá fengju börn yngri en átta ára aðeins að nota tæki sín í 40 mínútur á dag og þau á aldrinum 8 til 16 ára að hámarki eins klukkustunda skjátíma. Að lokum gætu unglingar sem hafa náð 16 ára aldri notað snjalltæki í allt að tvo klukkutíma á dag þar til þeir verða 18 ára. Fjarskiptafyrirtæki breiði út kjarnagildi sósíalismans Í tillögunni sem er nú í umsagnarferli er lagt til að allir aldurshóparnir muni fá áminningu þegar notendur eru búnir að nota tæki í yfir 30 mínútur og þeir hvattir til þess að taka sér hlé. Þegar barnastillingin er virkjuð verður boðið upp á efni sem talið er hæfa aldri og lokast snjallforrit sjálfkrafa þegar tíminn rennur út, að því er fram kemur í frétt CNN. Samkvæmt tillögunum verður foreldrum gert kleift að framlengja símatíma barna sinna og á takmörkunin ekki að hafa áhrif á vissar þjónustur sem notaðar eru í námi eða til að óska eftir aðstoð viðbragðsaðila. Þá er fjarskiptafyrirtækjum sem veita netþjónustu gert að framleiða efni sem „breiði út kjarnagildi sósíalismans“ og „efli samheldni kínversku þjóðarinnar.“ Árið 2021 var greint frá því að leikjafyrirtækjum hafi verið gert að takmarka spilatíma kínverskra barna. Ganga ætti úr skugga um að börn gætu ekki spilað tölvuleiki nema frá klukkan átta til níu að kvöldi á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum.
Kína Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira