„Þarf að fara og sækja tekjur þar sem svigrúm er“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. ágúst 2023 22:29 Kristrún ræddi verðbólgu og aðgerðir gegn henni í kvöldfréttum Stöðvar 2. vísir/arnar Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir verðbólguvæntingar benda til þess að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti náð verðbólgu niður. Fjármagna þurfi að fullu næsta kjarapakka sem sé ómögulegt með ríkisstjórn sem geti ekki komið sér saman um ákvarðanir. Stýrivextir voru hækkaðir um 0,5 prósent í gær sem er meira en hafði verið spáð fyrir um. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við formann neytendasamtakanna telur að ferðaþjónustan eigi að axla ábyrgð á verðbólgunni en ekki neytendur. Kristrún ræddi málið sömuleiðis í kvöldfréttum: Segir hún að aðgerðir Seðlabankans skýrist að einhverju leyti af aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar. „Það er þannig að þegar ríkið gerir minna þá þarf Seðlabankinn að gera meira. Það þarf ekki annað en að horfa á þessa runu stýrivaxtahækkana til að átta sig á því að það er ákveðið andvaraleysi hjá ríkinu,“ segir Kristrún. Verðbólguvæntingar séu enn háar sem bendi til þess að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti ekki náð verðbólgunni niður. Gamlar tillögur kallaðar nýjar lausnir Spurð hvað hún myndi sjálf gera í stöðunni sem upp er komin, segir Kristrún að það hafi ekki staðið á tillögum úr hennar flokki. „Við lögðum fram kjarapakka í tengslum við fjárlög í fyrra. Í vor vorum við með verkefnalista þar sem við kölluðum etir vaxtabótaauka. Við töluðum um leigubremsu og höfum talað um barnabætur og húsnæðisbætur í gegnum tíðina.“ Segir hún að ríkisstjórnin hafi hins vegar lagt fram gamlar tillögur og kallað þær nýjar lausnir. „Það er oft verið að tala um hækkanir á barnabótum sem reynast miklu lægri en raun ber vitni. Við spáðum fyrir um það fyrir jól, þegar fjárlög voru samþykkt og takmörkuð úrræði komu, að venjulegt fólk myndi bara finna það á eigin skinni hvort ríkisstjórnin væri að segja satt um þær tillögur sem hún var að leggja til. Vegna þess að fólk finnur það ef peningurinn er að koma inn til þeirra eða ekki. Núna upplifir fólk kjararýrnun og ofan á það koma þessar stýrivaxtahækkanir.“ Sækja fjármagn í fjármagnstekjur og hærri bankaskatt Hún segir að áhersla innan Samfylkingar verði lögð á kjarapakka í haust og aðgerðir á húsnæðismarkaði. „Fyrst og fremst viljum við að þessar aðgerðir verði fjármagnaðar. Það þarf að fara og sækja tekjur þar sem svigrúm er til tekjuauka.“ Hvar? „Til að mynda í fjármagnstekjum. Við höfum kallað eftir því að klóruð sé til baka þessi lækkun á bankaskattinum á sínum tíma. Við viljum líka horfa almennt á staði þar sem þensla hefur verið í samfélaginu. Það gengur ekki að ríkisstjórnin sé stöðugt að koma með vilyrði sem eru ekki fjármögnuð. Það er lykilatriði nú í aðdraganda kjarasamninga að það komi kjarapakki sem verkalýðsforystunni og vinnumarkaðnum hugnast þannig að það sé minni pressa á launahækkanir. En það þarf að vera fjármagnað að fullu og rúmlega það svo þetta leiti ekki inn í verðbólgu. Þar þarf pólítiska forystu en vandinn er sá að þar getur þessi stjórn ekki komið sér saman um ákvarðanir.“ Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Fjármál heimilisins Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Skilur gagnrýnina en Seðlabankinn þurfi að ná niður háum verðbólguvæntingum „Við erum að beita peningastefnunni svona harkalega af því að við erum ekki að fá mikla aðstoð frá öðrum,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, en viðurkennir um leið að þegar vextirnir eru hækkaðir svona skarpt þá sé hætta á að það valdi harðri lendingu í efnahagslífinu. Fjórtánda vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í röð á rétt rúmlega tveimur árum, nú síðast í morgun um 50 punkta, var nánast alfarið réttlætt með vísun til hárra verðbólguvæntinga til lengri tíma á meðan flestir hagvísar sýna að farið er að hægja hraðar á umsvifum í hagkerfinu en áður var spáð. 23. ágúst 2023 18:19 Vaxtahækkanir Seðlabankans ýti undir verðbólgu Stýrivextir hafa ríflega tólffaldast á tveimur árum og hafa ekki verið hærri í fjórtán ár. Seðlabankastjóri segir verðhækkanir, þenslu í ferðaþjónustu og spennu á vinnumarkaði skýra hækkun vaxta. Hagsmunasamtök og verkalýðsfélög fordæmdu hækkunina í dag. 23. ágúst 2023 19:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Stýrivextir voru hækkaðir um 0,5 prósent í gær sem er meira en hafði verið spáð fyrir um. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við formann neytendasamtakanna telur að ferðaþjónustan eigi að axla ábyrgð á verðbólgunni en ekki neytendur. Kristrún ræddi málið sömuleiðis í kvöldfréttum: Segir hún að aðgerðir Seðlabankans skýrist að einhverju leyti af aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar. „Það er þannig að þegar ríkið gerir minna þá þarf Seðlabankinn að gera meira. Það þarf ekki annað en að horfa á þessa runu stýrivaxtahækkana til að átta sig á því að það er ákveðið andvaraleysi hjá ríkinu,“ segir Kristrún. Verðbólguvæntingar séu enn háar sem bendi til þess að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti ekki náð verðbólgunni niður. Gamlar tillögur kallaðar nýjar lausnir Spurð hvað hún myndi sjálf gera í stöðunni sem upp er komin, segir Kristrún að það hafi ekki staðið á tillögum úr hennar flokki. „Við lögðum fram kjarapakka í tengslum við fjárlög í fyrra. Í vor vorum við með verkefnalista þar sem við kölluðum etir vaxtabótaauka. Við töluðum um leigubremsu og höfum talað um barnabætur og húsnæðisbætur í gegnum tíðina.“ Segir hún að ríkisstjórnin hafi hins vegar lagt fram gamlar tillögur og kallað þær nýjar lausnir. „Það er oft verið að tala um hækkanir á barnabótum sem reynast miklu lægri en raun ber vitni. Við spáðum fyrir um það fyrir jól, þegar fjárlög voru samþykkt og takmörkuð úrræði komu, að venjulegt fólk myndi bara finna það á eigin skinni hvort ríkisstjórnin væri að segja satt um þær tillögur sem hún var að leggja til. Vegna þess að fólk finnur það ef peningurinn er að koma inn til þeirra eða ekki. Núna upplifir fólk kjararýrnun og ofan á það koma þessar stýrivaxtahækkanir.“ Sækja fjármagn í fjármagnstekjur og hærri bankaskatt Hún segir að áhersla innan Samfylkingar verði lögð á kjarapakka í haust og aðgerðir á húsnæðismarkaði. „Fyrst og fremst viljum við að þessar aðgerðir verði fjármagnaðar. Það þarf að fara og sækja tekjur þar sem svigrúm er til tekjuauka.“ Hvar? „Til að mynda í fjármagnstekjum. Við höfum kallað eftir því að klóruð sé til baka þessi lækkun á bankaskattinum á sínum tíma. Við viljum líka horfa almennt á staði þar sem þensla hefur verið í samfélaginu. Það gengur ekki að ríkisstjórnin sé stöðugt að koma með vilyrði sem eru ekki fjármögnuð. Það er lykilatriði nú í aðdraganda kjarasamninga að það komi kjarapakki sem verkalýðsforystunni og vinnumarkaðnum hugnast þannig að það sé minni pressa á launahækkanir. En það þarf að vera fjármagnað að fullu og rúmlega það svo þetta leiti ekki inn í verðbólgu. Þar þarf pólítiska forystu en vandinn er sá að þar getur þessi stjórn ekki komið sér saman um ákvarðanir.“
Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Fjármál heimilisins Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Skilur gagnrýnina en Seðlabankinn þurfi að ná niður háum verðbólguvæntingum „Við erum að beita peningastefnunni svona harkalega af því að við erum ekki að fá mikla aðstoð frá öðrum,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, en viðurkennir um leið að þegar vextirnir eru hækkaðir svona skarpt þá sé hætta á að það valdi harðri lendingu í efnahagslífinu. Fjórtánda vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í röð á rétt rúmlega tveimur árum, nú síðast í morgun um 50 punkta, var nánast alfarið réttlætt með vísun til hárra verðbólguvæntinga til lengri tíma á meðan flestir hagvísar sýna að farið er að hægja hraðar á umsvifum í hagkerfinu en áður var spáð. 23. ágúst 2023 18:19 Vaxtahækkanir Seðlabankans ýti undir verðbólgu Stýrivextir hafa ríflega tólffaldast á tveimur árum og hafa ekki verið hærri í fjórtán ár. Seðlabankastjóri segir verðhækkanir, þenslu í ferðaþjónustu og spennu á vinnumarkaði skýra hækkun vaxta. Hagsmunasamtök og verkalýðsfélög fordæmdu hækkunina í dag. 23. ágúst 2023 19:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Skilur gagnrýnina en Seðlabankinn þurfi að ná niður háum verðbólguvæntingum „Við erum að beita peningastefnunni svona harkalega af því að við erum ekki að fá mikla aðstoð frá öðrum,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, en viðurkennir um leið að þegar vextirnir eru hækkaðir svona skarpt þá sé hætta á að það valdi harðri lendingu í efnahagslífinu. Fjórtánda vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í röð á rétt rúmlega tveimur árum, nú síðast í morgun um 50 punkta, var nánast alfarið réttlætt með vísun til hárra verðbólguvæntinga til lengri tíma á meðan flestir hagvísar sýna að farið er að hægja hraðar á umsvifum í hagkerfinu en áður var spáð. 23. ágúst 2023 18:19
Vaxtahækkanir Seðlabankans ýti undir verðbólgu Stýrivextir hafa ríflega tólffaldast á tveimur árum og hafa ekki verið hærri í fjórtán ár. Seðlabankastjóri segir verðhækkanir, þenslu í ferðaþjónustu og spennu á vinnumarkaði skýra hækkun vaxta. Hagsmunasamtök og verkalýðsfélög fordæmdu hækkunina í dag. 23. ágúst 2023 19:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent