Ritdómur um leikrit True North Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar 1. september 2023 19:02 Framleiðslufyrirtækið True North vakti í gær verðskuldaða athygli þegar lögmaður þess skilaði til sýslumannsins á Vesturlandi lögbannskröfu vegna fyrirhugaðra hvalveiða Hvals hf., hér verður ekki tekin efnisleg afstaða til hvalveiða sem slíkra nema að því marki að því sé haldið til haga að undirritaður er andvígur þeim. Tilefni greinarinnar er frekar að fjalla um þessa fjarstæðukenndustu lögbannskröfu í sögu landsins. True North vísar máli sínu til stuðnings aðallega til yfirlýsingar frá 67 (mismiklum) kvikmyndastjörnum þar sem segir að þeir einstaklingar ætli sér að sniðganga Ísland í einu og öllu verði hvalveiðum ekki hætt. Sú ástæða er að fullu leyti skiljanleg. True North hefur ansi mikla og beina hagsmuni af því að halda ráðafólki í Hollywood góðu. Þó leyfir maður sér að velta því upp hvort að lögbannskrafan sé sett fram af hreinni hugsjón eða sjálfsbjargarviðleitni til þess að friða þjakaða samvisku Leonardo DiCaprio, sem getur þá bent á Vísisfréttina, sagt “sko þau reyndu” og hoppað upp í Gulfstream G550 og þeytt sér af stað til lands norðurljósanna og Bæjarins Bestu. True North lætur ekki þar við sitja heldur tekur til ýmis önnur atriði, að dráp hvala dragi úr getu sjávar til kolefnisbindingar, að þriðjungur hvala þjáist að óþörfu, að starfsemi Hvals hf. uppfylli ekki kröfur laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, og loks að vatnsból sem standi fyrir ofan hvalstöð Hvals í Hvalfirði sé í andstöðu við reglugerð um neysluvatn (?!?). Það eina sem þau láta ósagt er að þeim finnst Kristján Loftsson leiðinlegur og með hátt enni, þó er ekki hægt að útiloka að það hafi einnig fengið að fylgja sem ástæða lögbanns. Viðleitni True North til að standa vörð um hagsmuni umhverfisins er aðdáunarverð svo ekki mikið sé sagt. Það yljar manni um hjartarætur að sjá réttsýnt fyrirtæki sem er tilbúið að leggja peninga og orðsporið að veði til að tryggja að hagsmuni náttúrunnar, og að reglugerð um neysluvatn sé fylgt (?!?). Ég tel þó að True North geti gengið enn lengra í átt að nýja markmiði sínu. Ég, rétt eins og þau, vil sjá alvöru, ósjálfselskar aðgerðir sem hafa áhrif. Ég legg því til, séu fyrirsvarsmönnum True North í alvöru umhugað um umhverfið, að þeir geri það umhverfisvænasta í stöðunni, sem er auðvitað að afskrá fyrirtækið og hætta alfarið rekstri þess. Enda hljóta þeir sem aðrir að vita að rekstargrundvöllur þess er byggður á stanslausri einkaþotuumferð um flugvöllinn í miðbænum, og síðan að keyra frægu fólki og drasli upp á fjall og taka myndband af þeim. Höfundur er pescatarian áhrifavaldur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58 Vill svör frá Lilju: „Auðkýfingur með sértæka drápsýki“ fái að leggja skapandi iðnað í rúst Katrín Oddsdóttir, lögmaður framleiðslufyrirtækisins True North, segist vongóð um að Alþingi muni geta komið sér saman um breytingar á lögum um hvalveiðar. Hún segist spyrja sig hvort „auðkýfingur með sértæka drápsýki“ eigi að fá að leggja skapandi iðnað á Íslandi í rúst. 31. ágúst 2023 21:04 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið True North vakti í gær verðskuldaða athygli þegar lögmaður þess skilaði til sýslumannsins á Vesturlandi lögbannskröfu vegna fyrirhugaðra hvalveiða Hvals hf., hér verður ekki tekin efnisleg afstaða til hvalveiða sem slíkra nema að því marki að því sé haldið til haga að undirritaður er andvígur þeim. Tilefni greinarinnar er frekar að fjalla um þessa fjarstæðukenndustu lögbannskröfu í sögu landsins. True North vísar máli sínu til stuðnings aðallega til yfirlýsingar frá 67 (mismiklum) kvikmyndastjörnum þar sem segir að þeir einstaklingar ætli sér að sniðganga Ísland í einu og öllu verði hvalveiðum ekki hætt. Sú ástæða er að fullu leyti skiljanleg. True North hefur ansi mikla og beina hagsmuni af því að halda ráðafólki í Hollywood góðu. Þó leyfir maður sér að velta því upp hvort að lögbannskrafan sé sett fram af hreinni hugsjón eða sjálfsbjargarviðleitni til þess að friða þjakaða samvisku Leonardo DiCaprio, sem getur þá bent á Vísisfréttina, sagt “sko þau reyndu” og hoppað upp í Gulfstream G550 og þeytt sér af stað til lands norðurljósanna og Bæjarins Bestu. True North lætur ekki þar við sitja heldur tekur til ýmis önnur atriði, að dráp hvala dragi úr getu sjávar til kolefnisbindingar, að þriðjungur hvala þjáist að óþörfu, að starfsemi Hvals hf. uppfylli ekki kröfur laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, og loks að vatnsból sem standi fyrir ofan hvalstöð Hvals í Hvalfirði sé í andstöðu við reglugerð um neysluvatn (?!?). Það eina sem þau láta ósagt er að þeim finnst Kristján Loftsson leiðinlegur og með hátt enni, þó er ekki hægt að útiloka að það hafi einnig fengið að fylgja sem ástæða lögbanns. Viðleitni True North til að standa vörð um hagsmuni umhverfisins er aðdáunarverð svo ekki mikið sé sagt. Það yljar manni um hjartarætur að sjá réttsýnt fyrirtæki sem er tilbúið að leggja peninga og orðsporið að veði til að tryggja að hagsmuni náttúrunnar, og að reglugerð um neysluvatn sé fylgt (?!?). Ég tel þó að True North geti gengið enn lengra í átt að nýja markmiði sínu. Ég, rétt eins og þau, vil sjá alvöru, ósjálfselskar aðgerðir sem hafa áhrif. Ég legg því til, séu fyrirsvarsmönnum True North í alvöru umhugað um umhverfið, að þeir geri það umhverfisvænasta í stöðunni, sem er auðvitað að afskrá fyrirtækið og hætta alfarið rekstri þess. Enda hljóta þeir sem aðrir að vita að rekstargrundvöllur þess er byggður á stanslausri einkaþotuumferð um flugvöllinn í miðbænum, og síðan að keyra frægu fólki og drasli upp á fjall og taka myndband af þeim. Höfundur er pescatarian áhrifavaldur
True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58
Vill svör frá Lilju: „Auðkýfingur með sértæka drápsýki“ fái að leggja skapandi iðnað í rúst Katrín Oddsdóttir, lögmaður framleiðslufyrirtækisins True North, segist vongóð um að Alþingi muni geta komið sér saman um breytingar á lögum um hvalveiðar. Hún segist spyrja sig hvort „auðkýfingur með sértæka drápsýki“ eigi að fá að leggja skapandi iðnað á Íslandi í rúst. 31. ágúst 2023 21:04
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar