Þrír stjórnendur til Borealis Data Center Jón Þór Stefánsson skrifar 12. september 2023 13:10 Kristófer Andri Kristinsson, Bergþóra Halldórsdóttir og Blake Elizabeth Greene Aðsend Borealis Data Center hefur ráðið til starfa þrjá nýja stjórnendur. Það eru þau Bergþóra Halldórsdóttir, sem mun stýra skrifstofu forstjóra, Blake E. Greene verður markaðsstjóri Borealis og Kristófer Kristinsson mun leiða vöruþróun fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Fyrirtækið sér um gagnaversþjónustu. Starfsemin tekur meðal annars til hýsingar skýjaþjónustu, rekstur ofurtölva og umgjarðar stafrænna innviða þá segir að fyrirtækið hafi gert erlendum fyrirtækjum kleift að færa tölvurekstur yfir í umhverfisvænni og öruggari hýsingu. Í tilkynningunni segir að Bergþóra Halldórsdóttir muni bera ábyrgð á samhæfingu verkferla innan fyrirtækisins og framgöngu strategískra verkefna ásamt forstjóra. Hún stýrði viðskiptaþróun hjá Íslandsstofu og hafði þar umsjón með gerð stefnumótunar stjórnvalda og atvinnulífs fyrir íslenskar útflutningsgreinar. Hún starfaði sem ráðgjafi hjá Samtökum iðnaðarins og var lögmaður Samtaka atvinnulífsins þar sem hún bar meðal annars ábyrgð á alþjóðlegu málefnastarfi samtakanna. Fram kemur að Blake Elizabeth Greene muni vinna að stefnumótun, samskipta- og kynningarmálum fyrirtækisins á erlendum og innlendum vettvangi. Auk þess muni hún vinna að sameiginlegu alþjóðlegu markaðsstarfi útflutningsgreina á vegum Íslandsstofu. Blake er með meistarapróf í evrópusamrunafræðum. Hún hefur verið verkefnastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, markaðsstjóri hjá Iceland Travel, markaðsstjóri hjá Greenqloud og forstöðumaður skrifstofu forstjóra hjá Urban-Brookings Tax Policy Center í Washington D.C. Kristófer Andri Kristinsson mun stýra vöruþróun Borealis og styðja við alþjóðlegt sölu- og markaðsstarf fyrirtækisins og þjónustu við lykilviðskiptavini. Kristófer kemur frá Kerecis þar sem hann hefur undanfarin ár aðstoðað við að uppbyggingu markaðsteymis hjá Kerecis á alþjóðavettvangi. Hann hefur starfað hjá Porsche, Audi, Volkswagen og Skoda, en hann er viðskipta- og tölvunarfræðingur að mennt. Vistaskipti Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Fyrirtækið sér um gagnaversþjónustu. Starfsemin tekur meðal annars til hýsingar skýjaþjónustu, rekstur ofurtölva og umgjarðar stafrænna innviða þá segir að fyrirtækið hafi gert erlendum fyrirtækjum kleift að færa tölvurekstur yfir í umhverfisvænni og öruggari hýsingu. Í tilkynningunni segir að Bergþóra Halldórsdóttir muni bera ábyrgð á samhæfingu verkferla innan fyrirtækisins og framgöngu strategískra verkefna ásamt forstjóra. Hún stýrði viðskiptaþróun hjá Íslandsstofu og hafði þar umsjón með gerð stefnumótunar stjórnvalda og atvinnulífs fyrir íslenskar útflutningsgreinar. Hún starfaði sem ráðgjafi hjá Samtökum iðnaðarins og var lögmaður Samtaka atvinnulífsins þar sem hún bar meðal annars ábyrgð á alþjóðlegu málefnastarfi samtakanna. Fram kemur að Blake Elizabeth Greene muni vinna að stefnumótun, samskipta- og kynningarmálum fyrirtækisins á erlendum og innlendum vettvangi. Auk þess muni hún vinna að sameiginlegu alþjóðlegu markaðsstarfi útflutningsgreina á vegum Íslandsstofu. Blake er með meistarapróf í evrópusamrunafræðum. Hún hefur verið verkefnastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, markaðsstjóri hjá Iceland Travel, markaðsstjóri hjá Greenqloud og forstöðumaður skrifstofu forstjóra hjá Urban-Brookings Tax Policy Center í Washington D.C. Kristófer Andri Kristinsson mun stýra vöruþróun Borealis og styðja við alþjóðlegt sölu- og markaðsstarf fyrirtækisins og þjónustu við lykilviðskiptavini. Kristófer kemur frá Kerecis þar sem hann hefur undanfarin ár aðstoðað við að uppbyggingu markaðsteymis hjá Kerecis á alþjóðavettvangi. Hann hefur starfað hjá Porsche, Audi, Volkswagen og Skoda, en hann er viðskipta- og tölvunarfræðingur að mennt.
Vistaskipti Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira