Gunnar Már hættir hjá Icelandair Cargo Atli Ísleifsson skrifar 14. september 2023 08:36 Gunnar Már Sigurfinnsson mun áfram starfa hjá Icelandair þar til nýr maður hefur verið ráðinn í stöðuna. Vísir/Vilhelm Gunnar Már Sigurfinnsson hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Icelandair Cargo og mun þar með stíga til hliðar úr framkvæmdastjórn Icelandair Group. Greint var frá því í gær að fraktstarfsemi félagsins hafi reynst erfið. Í tilkynningu frá Icelandair til Kauphallar segir að uppsögnin taki gildi samstundis en Gunnar Már muni halda áfram að starfa með félaginu á næstu mánuðum og styðja eftirmann sinn eftir því sem þörf sé á til að tryggja óslitna starfsemi á þessu mikilvæga sviði innan félagsins. „Einar Már Guðmundsson, forstöðumaður hjá tæknisviði Icelandair, mun tímabundið taka við starfi framkvæmdastjóra Icelandair Cargo og mun sitja í framkvæmdastjórn Icelandair Group á meðan hann gegnir stöðunni. Formlegt ráðningarferli mun nú fara af stað í því skyni að ráða til starfa nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Einar Már Guðmundsson hóf störf hjá Icelandair árið 2015 sem forstöðumaður á tæknisviði félagsins. Einar starfaði áður sem innkaupastjóri hjá Rio Tinto Alcan (ISAL) í þrjú ár og þar á undan sem rekstrarstjóri hjá Skeljungi. Einar er með MBA gráðu frá Copenhagen Business School og BS gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri,“ segir í tilkynningunni. Icelandair birti uppfærða afkomuspá í gær sem gerir ráð fyrir minni hagnaði á árinu en áður var búið að gera. Kom þar fram að farþega- og leiguflugsstarfsemi félagsins skili betri rekstarniðurstöðu en í fyrra en að fraktstarfsemin hafi verið erfið. Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair group.Vísir/Vilhelm Mikilvægur liðsmaður Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að Gunnar Már hafi verið mikilvægur liðsmaður innan Icelandair síðustu áratugi þar sem hann hafi gegnt ýmsum mikilvægum stöðum innan félagsins. „Hann hefur verið framkvæmdastjóri hjá Icelandair síðan 2005, meðal annars sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs í samtals yfir 5 ár. Hann hefur svo farsællega leitt starfsemi Icelandair Cargo síðastliðin 15 ár þar sem hann gegndi mikilvægu hlutverki þegar Covid-19 faraldurinn gekk yfir. Þegar Icelandair gekk í gegnum þetta krefjandi tímabil átti hann stóran þátt í að grípa þau tækifæri sem gáfust á fraktmarkaðnum til að tryggja mikilvægar tekjur þegar Icelandair fór í gegnum fordæmalausa erfiðleika. Fyrir hönd Icelandair teymisins vil ég þakka Gunnari Má fyrir ómetanlegt starf hjá félaginu í gegnum árin og hlakka til að vinna áfram með honum í þeim mikilvægu verkefnum sem eru framundan hjá félaginu,” segir Bogi. Mikilvæg verkefni framundan Þá er haft eftir Gunnari Má að hann sé gríðarlega stoltur og þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að vinna fyrir Icelandair Group að fjölmörgum verkefnum alla sína starfsævi. „Ferillinn sem hófst í Eyjum árið 1986 hefur spannað allt sviðið sem þetta frábæra félag býður upp á. Það hefur verið skemmtileg vegferð frá hlaðinu alla leið í framkvæmdastjórn. Ég hef notið þess að vinna með frábæru fólki bæði hér á landi og á starfstöðvum félagsins erlendis þar sem við höfum ávallt unnið saman að einu markmiði í blíðu og stríðu. Icelandair hefur mikil tækifæri til frekari vaxtar og býr yfir frábærum mannauði sem mun tryggja góðan árangur til lengri tíma. Ég óska öllum í Icelandair fjölskyldunni velfarnaðar í þeirra störfum og mun að sjálfsögðu verða áfram til staðar til að liðsinna við þau mikilvægu verkefni sem eru framundan innan félagsins,” segir Gunnar Már. Icelandair Vistaskipti Fréttir af flugi Tengdar fréttir Færa niður afkomuspá Uppfærð afkomuspá Icelandair gerir ráð fyrir minni hagnaði á árinu en áður var búið að gera. Farþega- og leiguflugsstarfsemi félagsins skilar betri rekstarniðurstöðu en í fyrra en fraktstarfsemin hefur verið erfið. 13. september 2023 22:29 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Í tilkynningu frá Icelandair til Kauphallar segir að uppsögnin taki gildi samstundis en Gunnar Már muni halda áfram að starfa með félaginu á næstu mánuðum og styðja eftirmann sinn eftir því sem þörf sé á til að tryggja óslitna starfsemi á þessu mikilvæga sviði innan félagsins. „Einar Már Guðmundsson, forstöðumaður hjá tæknisviði Icelandair, mun tímabundið taka við starfi framkvæmdastjóra Icelandair Cargo og mun sitja í framkvæmdastjórn Icelandair Group á meðan hann gegnir stöðunni. Formlegt ráðningarferli mun nú fara af stað í því skyni að ráða til starfa nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Einar Már Guðmundsson hóf störf hjá Icelandair árið 2015 sem forstöðumaður á tæknisviði félagsins. Einar starfaði áður sem innkaupastjóri hjá Rio Tinto Alcan (ISAL) í þrjú ár og þar á undan sem rekstrarstjóri hjá Skeljungi. Einar er með MBA gráðu frá Copenhagen Business School og BS gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri,“ segir í tilkynningunni. Icelandair birti uppfærða afkomuspá í gær sem gerir ráð fyrir minni hagnaði á árinu en áður var búið að gera. Kom þar fram að farþega- og leiguflugsstarfsemi félagsins skili betri rekstarniðurstöðu en í fyrra en að fraktstarfsemin hafi verið erfið. Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair group.Vísir/Vilhelm Mikilvægur liðsmaður Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að Gunnar Már hafi verið mikilvægur liðsmaður innan Icelandair síðustu áratugi þar sem hann hafi gegnt ýmsum mikilvægum stöðum innan félagsins. „Hann hefur verið framkvæmdastjóri hjá Icelandair síðan 2005, meðal annars sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs í samtals yfir 5 ár. Hann hefur svo farsællega leitt starfsemi Icelandair Cargo síðastliðin 15 ár þar sem hann gegndi mikilvægu hlutverki þegar Covid-19 faraldurinn gekk yfir. Þegar Icelandair gekk í gegnum þetta krefjandi tímabil átti hann stóran þátt í að grípa þau tækifæri sem gáfust á fraktmarkaðnum til að tryggja mikilvægar tekjur þegar Icelandair fór í gegnum fordæmalausa erfiðleika. Fyrir hönd Icelandair teymisins vil ég þakka Gunnari Má fyrir ómetanlegt starf hjá félaginu í gegnum árin og hlakka til að vinna áfram með honum í þeim mikilvægu verkefnum sem eru framundan hjá félaginu,” segir Bogi. Mikilvæg verkefni framundan Þá er haft eftir Gunnari Má að hann sé gríðarlega stoltur og þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að vinna fyrir Icelandair Group að fjölmörgum verkefnum alla sína starfsævi. „Ferillinn sem hófst í Eyjum árið 1986 hefur spannað allt sviðið sem þetta frábæra félag býður upp á. Það hefur verið skemmtileg vegferð frá hlaðinu alla leið í framkvæmdastjórn. Ég hef notið þess að vinna með frábæru fólki bæði hér á landi og á starfstöðvum félagsins erlendis þar sem við höfum ávallt unnið saman að einu markmiði í blíðu og stríðu. Icelandair hefur mikil tækifæri til frekari vaxtar og býr yfir frábærum mannauði sem mun tryggja góðan árangur til lengri tíma. Ég óska öllum í Icelandair fjölskyldunni velfarnaðar í þeirra störfum og mun að sjálfsögðu verða áfram til staðar til að liðsinna við þau mikilvægu verkefni sem eru framundan innan félagsins,” segir Gunnar Már.
Icelandair Vistaskipti Fréttir af flugi Tengdar fréttir Færa niður afkomuspá Uppfærð afkomuspá Icelandair gerir ráð fyrir minni hagnaði á árinu en áður var búið að gera. Farþega- og leiguflugsstarfsemi félagsins skilar betri rekstarniðurstöðu en í fyrra en fraktstarfsemin hefur verið erfið. 13. september 2023 22:29 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Færa niður afkomuspá Uppfærð afkomuspá Icelandair gerir ráð fyrir minni hagnaði á árinu en áður var búið að gera. Farþega- og leiguflugsstarfsemi félagsins skilar betri rekstarniðurstöðu en í fyrra en fraktstarfsemin hefur verið erfið. 13. september 2023 22:29