Guðmundur hættir aftur hjá Bónus Bjarki Sigurðsson skrifar 27. september 2023 16:29 Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus. Vísir/Sigurjón Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu frá og með áramótum. Hann hefur gegnt starfinu síðan árið 1998, 25 ár. Björgvin Víkingsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og innkaupastjóri Bónus hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra og tekur við um áramótin. Þetta kemur fram í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar. Haft er eftir Finni Oddssyni, forstjóra Haga, að Guðmundar verði saknað. „Það hefur verið bæði lærdómsríkt og ánægjulegt að fá að starfa með Guðmundi undanfarin ár, en velgengni Bónus hefur ekki síst byggt á staðfestu hans við að tryggja íslenskum heimilum ávallt hagkvæmustu matvörukörfu landsins, sem hefur verið markmið félagsins frá stofnun. Guðmundur skilur við Bónus sem leiðandi fyrirtæki í verslun á Íslandi, þar sem hagkvæmni í rekstri og hagur neytenda eru ávallt sett í fyrsta sætið,“ segir Finnur. Guðmundur segist stoltur af því að hafa staðið vörð um þau gildi sem honum var trúað fyrir þegar hann tók við félaginu. „Ég hef verið svo heppinn að fá að vinna með frábæru starfsfólki og yfirmönnum, sem ég þakka mjög gott samstarf í gegnum tíðina. Að sama skapi er ég þakklátur fyrir samstarf við okkar öflugu birgja og aðra samstarfsaðila sem eiga hlut í velgengni Bónus. Síðast en ekki síst vil ég þakka Ingu Brynju konunni minni fyrir að hafa gert mér kleift að sinna þessari krefjandi vinnu í þennan langa tíma,“ segir Guðmundur. Guðmundur hefur áður hætt hjá Bónus, það gerði hann árið 2020. Rúmum tveimur mánuðum eftir að hann tilkynnti um uppsögn sína þá hætti hann þó við. Björgvin Víkingsson sem tekur við af Guðmundi hefur starfað hjá Bónus síðan í vor. Fram af því var hann forstjóri Ríkiskaupa í þrjú ár. Hagar Vistaskipti Kauphöllin Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Forstjóri Ríkiskaupa ráðinn innkaupastjóri Bónuss Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa, hefur verið ráðinn innkaupastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Bónus. 2. mars 2023 09:33 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar. Haft er eftir Finni Oddssyni, forstjóra Haga, að Guðmundar verði saknað. „Það hefur verið bæði lærdómsríkt og ánægjulegt að fá að starfa með Guðmundi undanfarin ár, en velgengni Bónus hefur ekki síst byggt á staðfestu hans við að tryggja íslenskum heimilum ávallt hagkvæmustu matvörukörfu landsins, sem hefur verið markmið félagsins frá stofnun. Guðmundur skilur við Bónus sem leiðandi fyrirtæki í verslun á Íslandi, þar sem hagkvæmni í rekstri og hagur neytenda eru ávallt sett í fyrsta sætið,“ segir Finnur. Guðmundur segist stoltur af því að hafa staðið vörð um þau gildi sem honum var trúað fyrir þegar hann tók við félaginu. „Ég hef verið svo heppinn að fá að vinna með frábæru starfsfólki og yfirmönnum, sem ég þakka mjög gott samstarf í gegnum tíðina. Að sama skapi er ég þakklátur fyrir samstarf við okkar öflugu birgja og aðra samstarfsaðila sem eiga hlut í velgengni Bónus. Síðast en ekki síst vil ég þakka Ingu Brynju konunni minni fyrir að hafa gert mér kleift að sinna þessari krefjandi vinnu í þennan langa tíma,“ segir Guðmundur. Guðmundur hefur áður hætt hjá Bónus, það gerði hann árið 2020. Rúmum tveimur mánuðum eftir að hann tilkynnti um uppsögn sína þá hætti hann þó við. Björgvin Víkingsson sem tekur við af Guðmundi hefur starfað hjá Bónus síðan í vor. Fram af því var hann forstjóri Ríkiskaupa í þrjú ár.
Hagar Vistaskipti Kauphöllin Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Forstjóri Ríkiskaupa ráðinn innkaupastjóri Bónuss Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa, hefur verið ráðinn innkaupastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Bónus. 2. mars 2023 09:33 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku Sjá meira
Forstjóri Ríkiskaupa ráðinn innkaupastjóri Bónuss Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa, hefur verið ráðinn innkaupastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Bónus. 2. mars 2023 09:33