Síðasta veiðiferð Múlabergsins og tólf skipverjum sagt upp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2023 13:46 Múlaberg er annað tveggja skipa sem eftir er af tíu svokölluðum Japanstogurum sem komu hingað til lands fyrir um bil fimmtíu árum. Björn Steinbekk Togarinn Múlabergið á Siglufirði hefur farið í sína síðustu veiðiferð. Upp kom leki í ferðinni sem talið er of kostnaðarsamt að gera við. Tólf skipverjar hafa fengið uppsagnarbréf frá Ísfélaginu sem gerir út togarann. Fiskifréttir greina frá tíðindunum og ræða við Finn Sigurbjörnsson, skipstjóra á Múlabergi frá árinu 2005. Finnur segir engin uppsagnarbréf hafa borist áhöfninni sem telji líklega fimmtán manns með öllu. Vonandi muni Ísfélagið, sem á togarann, koma þeim fyrir á öðrum skipum. „Ætli karlarnir fari ekki bara að líta í kring um sig eftir öðrum stöðum. Það fer eftir hvað stendur í bréfinu,“ segir Finnur við Fiskifréttir. Kannski verði þeim komið fyrir á nýju Sigurbjörgu sem verið sé að smíða í Tyrklandi. „Það hlýtur að þurfa að manna það skip.“ Tólf fengu uppsagnarbréf Ólafur H. Marteinsson, aðstoðarforstjóri Ísfélagsins og framkvæmdastjóri útgerðar, segir tólf starfsmenn hafa fengið uppsagnarbréf í dag. „Ástæða uppsagnarinnar er að þetta skip er orðið rúmlega fimmtíu ára gamalt. Það kom upp bilun í því sem við metum sem svo að svari ekki kostnaði að gera við. Þessi leiðinlega ákvörðun var eiginlega óhjákvæmileg,“ segir Ólafur. Bilunin er í formi leka í afturskipinu sem Ólafur segir mjög mikið mál að gera við. Það sé töluverð ákvörðun að leggja skipi sem hafi þjónað fyrirtækinu vel en annað hafi ekki verið í stöðunni. Óvíst um framtíð skipverjanna Múlabergið hefur verið í rækjuveiði. Skipverjarnir eru héðan og þaðan af landinu en skipið gerir út frá Siglufirði. „Við munum væntanlega ekki stunda rækjuveiðar aftur fyrr en með vorinu. En þetta hefur ekki áhrif á rækjuvinnslu sjálfa því við flytjum inn frá Noregi og Kanada.“ Skipið er fimmtíu ára gamalt og var eitt af flaggskipum flotans á sínum tíma. Nú er það einn elsti togarinn í flotanum að sögn Ólafs. Óvíst er um framtíð skipverjanna á Múlabergi. „Það er allavega ekkert fast í hendi með það. Það er verið að reyna að koma þeim í afleysingar til að byrja með á öðrum skipum. Það verða einhverjir sem fara tiltölulega fljótt í það, jafnvel í þessari viku. En það á alls ekki við um alla.“ Sjávarútvegur Fjallabyggð Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kveður hafið eftir rúma hálfa öld á sjó Eftir 55 ára sjómennsku ákvað Kristján Björnsson, sem varð sjötugur um síðustu áramót, að setjast í helgan stein. Björn Steinbekk, sonur Kristjáns, ákvað að skrásetja kveðju föður síns til hafsins. 12. júní 2022 11:00 Aukið brottkast en engir auka fjármunir til Fiskistofu Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það 23. maí 2020 12:30 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fiskifréttir greina frá tíðindunum og ræða við Finn Sigurbjörnsson, skipstjóra á Múlabergi frá árinu 2005. Finnur segir engin uppsagnarbréf hafa borist áhöfninni sem telji líklega fimmtán manns með öllu. Vonandi muni Ísfélagið, sem á togarann, koma þeim fyrir á öðrum skipum. „Ætli karlarnir fari ekki bara að líta í kring um sig eftir öðrum stöðum. Það fer eftir hvað stendur í bréfinu,“ segir Finnur við Fiskifréttir. Kannski verði þeim komið fyrir á nýju Sigurbjörgu sem verið sé að smíða í Tyrklandi. „Það hlýtur að þurfa að manna það skip.“ Tólf fengu uppsagnarbréf Ólafur H. Marteinsson, aðstoðarforstjóri Ísfélagsins og framkvæmdastjóri útgerðar, segir tólf starfsmenn hafa fengið uppsagnarbréf í dag. „Ástæða uppsagnarinnar er að þetta skip er orðið rúmlega fimmtíu ára gamalt. Það kom upp bilun í því sem við metum sem svo að svari ekki kostnaði að gera við. Þessi leiðinlega ákvörðun var eiginlega óhjákvæmileg,“ segir Ólafur. Bilunin er í formi leka í afturskipinu sem Ólafur segir mjög mikið mál að gera við. Það sé töluverð ákvörðun að leggja skipi sem hafi þjónað fyrirtækinu vel en annað hafi ekki verið í stöðunni. Óvíst um framtíð skipverjanna Múlabergið hefur verið í rækjuveiði. Skipverjarnir eru héðan og þaðan af landinu en skipið gerir út frá Siglufirði. „Við munum væntanlega ekki stunda rækjuveiðar aftur fyrr en með vorinu. En þetta hefur ekki áhrif á rækjuvinnslu sjálfa því við flytjum inn frá Noregi og Kanada.“ Skipið er fimmtíu ára gamalt og var eitt af flaggskipum flotans á sínum tíma. Nú er það einn elsti togarinn í flotanum að sögn Ólafs. Óvíst er um framtíð skipverjanna á Múlabergi. „Það er allavega ekkert fast í hendi með það. Það er verið að reyna að koma þeim í afleysingar til að byrja með á öðrum skipum. Það verða einhverjir sem fara tiltölulega fljótt í það, jafnvel í þessari viku. En það á alls ekki við um alla.“
Sjávarútvegur Fjallabyggð Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kveður hafið eftir rúma hálfa öld á sjó Eftir 55 ára sjómennsku ákvað Kristján Björnsson, sem varð sjötugur um síðustu áramót, að setjast í helgan stein. Björn Steinbekk, sonur Kristjáns, ákvað að skrásetja kveðju föður síns til hafsins. 12. júní 2022 11:00 Aukið brottkast en engir auka fjármunir til Fiskistofu Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það 23. maí 2020 12:30 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Kveður hafið eftir rúma hálfa öld á sjó Eftir 55 ára sjómennsku ákvað Kristján Björnsson, sem varð sjötugur um síðustu áramót, að setjast í helgan stein. Björn Steinbekk, sonur Kristjáns, ákvað að skrásetja kveðju föður síns til hafsins. 12. júní 2022 11:00
Aukið brottkast en engir auka fjármunir til Fiskistofu Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það 23. maí 2020 12:30