Síðasta veiðiferð Múlabergsins og tólf skipverjum sagt upp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2023 13:46 Múlaberg er annað tveggja skipa sem eftir er af tíu svokölluðum Japanstogurum sem komu hingað til lands fyrir um bil fimmtíu árum. Björn Steinbekk Togarinn Múlabergið á Siglufirði hefur farið í sína síðustu veiðiferð. Upp kom leki í ferðinni sem talið er of kostnaðarsamt að gera við. Tólf skipverjar hafa fengið uppsagnarbréf frá Ísfélaginu sem gerir út togarann. Fiskifréttir greina frá tíðindunum og ræða við Finn Sigurbjörnsson, skipstjóra á Múlabergi frá árinu 2005. Finnur segir engin uppsagnarbréf hafa borist áhöfninni sem telji líklega fimmtán manns með öllu. Vonandi muni Ísfélagið, sem á togarann, koma þeim fyrir á öðrum skipum. „Ætli karlarnir fari ekki bara að líta í kring um sig eftir öðrum stöðum. Það fer eftir hvað stendur í bréfinu,“ segir Finnur við Fiskifréttir. Kannski verði þeim komið fyrir á nýju Sigurbjörgu sem verið sé að smíða í Tyrklandi. „Það hlýtur að þurfa að manna það skip.“ Tólf fengu uppsagnarbréf Ólafur H. Marteinsson, aðstoðarforstjóri Ísfélagsins og framkvæmdastjóri útgerðar, segir tólf starfsmenn hafa fengið uppsagnarbréf í dag. „Ástæða uppsagnarinnar er að þetta skip er orðið rúmlega fimmtíu ára gamalt. Það kom upp bilun í því sem við metum sem svo að svari ekki kostnaði að gera við. Þessi leiðinlega ákvörðun var eiginlega óhjákvæmileg,“ segir Ólafur. Bilunin er í formi leka í afturskipinu sem Ólafur segir mjög mikið mál að gera við. Það sé töluverð ákvörðun að leggja skipi sem hafi þjónað fyrirtækinu vel en annað hafi ekki verið í stöðunni. Óvíst um framtíð skipverjanna Múlabergið hefur verið í rækjuveiði. Skipverjarnir eru héðan og þaðan af landinu en skipið gerir út frá Siglufirði. „Við munum væntanlega ekki stunda rækjuveiðar aftur fyrr en með vorinu. En þetta hefur ekki áhrif á rækjuvinnslu sjálfa því við flytjum inn frá Noregi og Kanada.“ Skipið er fimmtíu ára gamalt og var eitt af flaggskipum flotans á sínum tíma. Nú er það einn elsti togarinn í flotanum að sögn Ólafs. Óvíst er um framtíð skipverjanna á Múlabergi. „Það er allavega ekkert fast í hendi með það. Það er verið að reyna að koma þeim í afleysingar til að byrja með á öðrum skipum. Það verða einhverjir sem fara tiltölulega fljótt í það, jafnvel í þessari viku. En það á alls ekki við um alla.“ Sjávarútvegur Fjallabyggð Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kveður hafið eftir rúma hálfa öld á sjó Eftir 55 ára sjómennsku ákvað Kristján Björnsson, sem varð sjötugur um síðustu áramót, að setjast í helgan stein. Björn Steinbekk, sonur Kristjáns, ákvað að skrásetja kveðju föður síns til hafsins. 12. júní 2022 11:00 Aukið brottkast en engir auka fjármunir til Fiskistofu Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það 23. maí 2020 12:30 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Fiskifréttir greina frá tíðindunum og ræða við Finn Sigurbjörnsson, skipstjóra á Múlabergi frá árinu 2005. Finnur segir engin uppsagnarbréf hafa borist áhöfninni sem telji líklega fimmtán manns með öllu. Vonandi muni Ísfélagið, sem á togarann, koma þeim fyrir á öðrum skipum. „Ætli karlarnir fari ekki bara að líta í kring um sig eftir öðrum stöðum. Það fer eftir hvað stendur í bréfinu,“ segir Finnur við Fiskifréttir. Kannski verði þeim komið fyrir á nýju Sigurbjörgu sem verið sé að smíða í Tyrklandi. „Það hlýtur að þurfa að manna það skip.“ Tólf fengu uppsagnarbréf Ólafur H. Marteinsson, aðstoðarforstjóri Ísfélagsins og framkvæmdastjóri útgerðar, segir tólf starfsmenn hafa fengið uppsagnarbréf í dag. „Ástæða uppsagnarinnar er að þetta skip er orðið rúmlega fimmtíu ára gamalt. Það kom upp bilun í því sem við metum sem svo að svari ekki kostnaði að gera við. Þessi leiðinlega ákvörðun var eiginlega óhjákvæmileg,“ segir Ólafur. Bilunin er í formi leka í afturskipinu sem Ólafur segir mjög mikið mál að gera við. Það sé töluverð ákvörðun að leggja skipi sem hafi þjónað fyrirtækinu vel en annað hafi ekki verið í stöðunni. Óvíst um framtíð skipverjanna Múlabergið hefur verið í rækjuveiði. Skipverjarnir eru héðan og þaðan af landinu en skipið gerir út frá Siglufirði. „Við munum væntanlega ekki stunda rækjuveiðar aftur fyrr en með vorinu. En þetta hefur ekki áhrif á rækjuvinnslu sjálfa því við flytjum inn frá Noregi og Kanada.“ Skipið er fimmtíu ára gamalt og var eitt af flaggskipum flotans á sínum tíma. Nú er það einn elsti togarinn í flotanum að sögn Ólafs. Óvíst er um framtíð skipverjanna á Múlabergi. „Það er allavega ekkert fast í hendi með það. Það er verið að reyna að koma þeim í afleysingar til að byrja með á öðrum skipum. Það verða einhverjir sem fara tiltölulega fljótt í það, jafnvel í þessari viku. En það á alls ekki við um alla.“
Sjávarútvegur Fjallabyggð Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kveður hafið eftir rúma hálfa öld á sjó Eftir 55 ára sjómennsku ákvað Kristján Björnsson, sem varð sjötugur um síðustu áramót, að setjast í helgan stein. Björn Steinbekk, sonur Kristjáns, ákvað að skrásetja kveðju föður síns til hafsins. 12. júní 2022 11:00 Aukið brottkast en engir auka fjármunir til Fiskistofu Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það 23. maí 2020 12:30 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Kveður hafið eftir rúma hálfa öld á sjó Eftir 55 ára sjómennsku ákvað Kristján Björnsson, sem varð sjötugur um síðustu áramót, að setjast í helgan stein. Björn Steinbekk, sonur Kristjáns, ákvað að skrásetja kveðju föður síns til hafsins. 12. júní 2022 11:00
Aukið brottkast en engir auka fjármunir til Fiskistofu Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það 23. maí 2020 12:30