Heildartekjur Icelandair aldrei verið meiri á einum ársfjórðungi Jón Þór Stefánsson skrifar 19. október 2023 17:39 Hagnaður Icelandair eftir skatta var 11,2 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Vísir/Vilhelm Heildartekjur Icelandair voru 74,7 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé það séu mestu heildartekjur félagsins frá upphafi, en þær jukust um sautján prósent frá því í fyrra. Hagnaður Icelandair eftir skatta var 11,2 milljarðar króna á ársfjórðungnum og jókst um 3,5 milljarða króna milli ára. Þá var fjöldi farþega 1,5 milljón. „Það er ánægjulegt að skila svo góðum árangri í okkar stærsta og mikilvægasta fjórðungi. Undirstaða góðrar afkomu var sterk tekjumyndun í farþegaflugi en þriðji ársfjórðungur þessa árs var tekjuhæsti fjórðungur í sögu félagsins,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Hann segir að rekstur leiðakerfisins hafi gengið vel og þá bendir hann á að flugáætlun félagsins hafi verið sú var stærsta frá upphafi þegar kemur að fjölda flugferða. 1,5 milljón farþega hafi verið flutt til 49 áfangastaða í Evrópu og Norður Ameríku. Þúsund starfsmenn hafi verið ráðnir fyrir sumarvertíðina og heildarfjöldi starfsfólks því verið um 4400 yfir háannatímann. „Fraktstarfsemi okkar var áfram krefjandi og hafði neikvæð áhrif á afkomu félagsins. Unnið er að fjölbreyttum aðgerðum til að rétta reksturinn af, þar á meðal að aðlaga framboð að eftirspurn. Afkoma af leiguflugi var hins vegar áfram góð,“ segir Bogi hins vegar. Hann segir þó að horfur í farþegaflugi séu góðar og bókunarstaðan út árið og inn í næsta ár sé sterkari nú en á sama tíma í fyrra. „Eftirspurn er áfram mikil á ferðamannamarkaðnum til Íslands, sérstaklega frá Norður Ameríku. Mikill vöxtur hefur einkennt félagið að undanförnu en við höfum næstum þrefaldað flugáætlun okkar á síðustu tveimur árum. Vöxturinn verður hóflegur á næsta ári og sjáum við því tækifæri til að auka skilvirkni í rekstri. Við gerum ráð fyrir um tíu prósent aukningu flugframboðs og munum bæði bæta við tíðni og spennandi nýjum áfangastöðum sem við munum kynna á næstunni.“ Fréttir af flugi Icelandair Kauphöllin Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Hagnaður Icelandair eftir skatta var 11,2 milljarðar króna á ársfjórðungnum og jókst um 3,5 milljarða króna milli ára. Þá var fjöldi farþega 1,5 milljón. „Það er ánægjulegt að skila svo góðum árangri í okkar stærsta og mikilvægasta fjórðungi. Undirstaða góðrar afkomu var sterk tekjumyndun í farþegaflugi en þriðji ársfjórðungur þessa árs var tekjuhæsti fjórðungur í sögu félagsins,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Hann segir að rekstur leiðakerfisins hafi gengið vel og þá bendir hann á að flugáætlun félagsins hafi verið sú var stærsta frá upphafi þegar kemur að fjölda flugferða. 1,5 milljón farþega hafi verið flutt til 49 áfangastaða í Evrópu og Norður Ameríku. Þúsund starfsmenn hafi verið ráðnir fyrir sumarvertíðina og heildarfjöldi starfsfólks því verið um 4400 yfir háannatímann. „Fraktstarfsemi okkar var áfram krefjandi og hafði neikvæð áhrif á afkomu félagsins. Unnið er að fjölbreyttum aðgerðum til að rétta reksturinn af, þar á meðal að aðlaga framboð að eftirspurn. Afkoma af leiguflugi var hins vegar áfram góð,“ segir Bogi hins vegar. Hann segir þó að horfur í farþegaflugi séu góðar og bókunarstaðan út árið og inn í næsta ár sé sterkari nú en á sama tíma í fyrra. „Eftirspurn er áfram mikil á ferðamannamarkaðnum til Íslands, sérstaklega frá Norður Ameríku. Mikill vöxtur hefur einkennt félagið að undanförnu en við höfum næstum þrefaldað flugáætlun okkar á síðustu tveimur árum. Vöxturinn verður hóflegur á næsta ári og sjáum við því tækifæri til að auka skilvirkni í rekstri. Við gerum ráð fyrir um tíu prósent aukningu flugframboðs og munum bæði bæta við tíðni og spennandi nýjum áfangastöðum sem við munum kynna á næstunni.“
Fréttir af flugi Icelandair Kauphöllin Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira