„Þetta er blóðugt“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. október 2023 19:01 Helen Sigurðardóttir er ein þeirra fjölmörgu sem tók óverðtryggt lán á föstum vöxtum sem losna um næstu mánaðarmót. Hún segir að sig hafi ekki órað fyrir breytingunni á lánskjörunum. Vísir/Ívar Algengt er að afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum hafi meira en tvöfaldast milli ára. Kona sem keypti sér íbúð fyrir þremur árum segir blóðugt að á sama tíma og afborganir hafi snarhækkað sé eignamyndun minni en áður. Snjóhengjan sem hefur verið yfirvofandi á fasteignalánamarkaði þegar kemur að lánum með óverðtryggða fasta vexti er byrjuð að falla á lántakendur af fullum þunga og spurning hvernig þeim muni reiða af. Ástæðan er að þegar vextirnir losna hækka þeir umtalsvert og það hefur mikil áhrif á afborganir lántakenda. Vaxtakostnaður eykst gríðarlega Við fengum nokkur dæmi um breytingar eftir að vextir slíkra lána losnuðu: Íbúðarkaupandi sem greiddi um og yfir tvö hundruð þúsund krónur af fasteignaláni sínu á síðasta ári þarf eftir að lánskjörin breytast í næsta mánuði að greiða um fjögur hundruð og fimmtíu þúsund krónur í afborgun á mánuði. Viðkomandi greiðir sjö þúsund krónur inn á höfuðstólinn en greiddi áður tæplega þrjátíu þúsund krónur. Restin fer í vaxtakostnað. Greiðsluseðill jafnar afborganir á fimmtíu milljón króna fasteignaláni eftir að fastir óverðtyggðir vextir losnuðu. Vísir/Rúnar Í öðru dæmi sem fréttastofa fékk til sín greiðir lántakandi næstum fimm hundruð þúsund krónur í vexti af láninu sínu á mánuði en aðeins tíu þúsund inn á höfuðstól þess. Mánaðarlegur freiðsluseðill tæplega fimmtíu milljón króna fasteignaláns eftir að fastir óverðtryggðir vextir losnuðu.Vísir/Rúnar Hefði ekki órað fyrir þessu Helen Sigurðardóttir sem ákvað ásamt maka sínum að taka óverðtryggt lán á föstum vöxtum fyrir rúmum þremur árum greiðir frá og með næsti mánaðamótum tvöfalt hærri vexti en hún gerði í janúar á þessu ári en afborganir af sjálfum höfuðstólnum lækka. Alls hækka afborganir lánsins um 152 þúsund kr. á mánuði, Hún segir að sig hefði ekki órað fyrir slíkri breytingu á kjörum. „Samkvæmt þessu greiðum við tveimur milljónum meira yfir árið en við gerðum ef vextirnir hefðu haldist þeir sömu. Við áttum svo sem ekki von á þessu fyrir þremur árum. Ég hafði því miður ekki vit á því að spá fyrir þessu,“ segir Helen. Hún segir erfitt að sjá að á sama tíma séu þau að borga minna af höfuðstól lánsins eða sjálfu láninu. „Það versta er að maður er að borga miklu meira en það fer bara í vextina. Þú ert ekki að borga lánið hraðar niður, þetta er blóðugt,“ segir Helen. Aðspurð af hverju hún skipti ekki yfir í verðtryggt lán svarar Helen: „Það væru vissulega lægri afborganir á slíku láni en þá myndum við á móti bara sjá höfuðstólinn hækka en þá bætast verðbæturnar við höfuðstólinn og það er eitthvað sem við myndum alls ekki vilja sjá því þá er eignamyndunin nánast engin á sama tíma og maður er alltaf og borga og borga.“ Fólk að flytja út vegna óhagstæðra kjara Hún segist vita um ungt fólk sem hefur flutt til annarra landa þar sem lánskjörin á fasteignamarkaði eru mun sanngjarnari en hér á landi. „Ég þekki nokkra aðila sem eru búnir að selja íbúðirnar sínar og flytja til Svíþjóðar eða Danmerkur í sanngjarnara kerfi. Fólk kaupir sér þar og á erfitt með að trúa hversu mikill munur er á lánskjörum. Þar er t.d. hægt að fá fasteignalán á þremur til fimm prósenta vöxtum til margra ára. Maður skilur ekki þennan mun. Þarf þetta þarf að vera svona? Er þetta af því Ísland er svona lítið og hér er bara króna? Fjármál heimilisins Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Snjóhengjan sem hefur verið yfirvofandi á fasteignalánamarkaði þegar kemur að lánum með óverðtryggða fasta vexti er byrjuð að falla á lántakendur af fullum þunga og spurning hvernig þeim muni reiða af. Ástæðan er að þegar vextirnir losna hækka þeir umtalsvert og það hefur mikil áhrif á afborganir lántakenda. Vaxtakostnaður eykst gríðarlega Við fengum nokkur dæmi um breytingar eftir að vextir slíkra lána losnuðu: Íbúðarkaupandi sem greiddi um og yfir tvö hundruð þúsund krónur af fasteignaláni sínu á síðasta ári þarf eftir að lánskjörin breytast í næsta mánuði að greiða um fjögur hundruð og fimmtíu þúsund krónur í afborgun á mánuði. Viðkomandi greiðir sjö þúsund krónur inn á höfuðstólinn en greiddi áður tæplega þrjátíu þúsund krónur. Restin fer í vaxtakostnað. Greiðsluseðill jafnar afborganir á fimmtíu milljón króna fasteignaláni eftir að fastir óverðtyggðir vextir losnuðu. Vísir/Rúnar Í öðru dæmi sem fréttastofa fékk til sín greiðir lántakandi næstum fimm hundruð þúsund krónur í vexti af láninu sínu á mánuði en aðeins tíu þúsund inn á höfuðstól þess. Mánaðarlegur freiðsluseðill tæplega fimmtíu milljón króna fasteignaláns eftir að fastir óverðtryggðir vextir losnuðu.Vísir/Rúnar Hefði ekki órað fyrir þessu Helen Sigurðardóttir sem ákvað ásamt maka sínum að taka óverðtryggt lán á föstum vöxtum fyrir rúmum þremur árum greiðir frá og með næsti mánaðamótum tvöfalt hærri vexti en hún gerði í janúar á þessu ári en afborganir af sjálfum höfuðstólnum lækka. Alls hækka afborganir lánsins um 152 þúsund kr. á mánuði, Hún segir að sig hefði ekki órað fyrir slíkri breytingu á kjörum. „Samkvæmt þessu greiðum við tveimur milljónum meira yfir árið en við gerðum ef vextirnir hefðu haldist þeir sömu. Við áttum svo sem ekki von á þessu fyrir þremur árum. Ég hafði því miður ekki vit á því að spá fyrir þessu,“ segir Helen. Hún segir erfitt að sjá að á sama tíma séu þau að borga minna af höfuðstól lánsins eða sjálfu láninu. „Það versta er að maður er að borga miklu meira en það fer bara í vextina. Þú ert ekki að borga lánið hraðar niður, þetta er blóðugt,“ segir Helen. Aðspurð af hverju hún skipti ekki yfir í verðtryggt lán svarar Helen: „Það væru vissulega lægri afborganir á slíku láni en þá myndum við á móti bara sjá höfuðstólinn hækka en þá bætast verðbæturnar við höfuðstólinn og það er eitthvað sem við myndum alls ekki vilja sjá því þá er eignamyndunin nánast engin á sama tíma og maður er alltaf og borga og borga.“ Fólk að flytja út vegna óhagstæðra kjara Hún segist vita um ungt fólk sem hefur flutt til annarra landa þar sem lánskjörin á fasteignamarkaði eru mun sanngjarnari en hér á landi. „Ég þekki nokkra aðila sem eru búnir að selja íbúðirnar sínar og flytja til Svíþjóðar eða Danmerkur í sanngjarnara kerfi. Fólk kaupir sér þar og á erfitt með að trúa hversu mikill munur er á lánskjörum. Þar er t.d. hægt að fá fasteignalán á þremur til fimm prósenta vöxtum til margra ára. Maður skilur ekki þennan mun. Þarf þetta þarf að vera svona? Er þetta af því Ísland er svona lítið og hér er bara króna?
Fjármál heimilisins Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira