„Bankarnir eru að pissa í skóinn sinn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. nóvember 2023 13:01 Vilhjálmur Árnason þingmaður og Grindvíkingur segir lánastofnanir ekki hafa skilning á veruleikanum í húsnæðismálum sem Grindvíkingar búi nú við. Vísir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur, segist enn ekki búinn að meðtaka fyllilega aðstæðurnar sem upp eru komnar. Hann vill að því verði komið í kring að Grindvíkingar geti keypt nýbyggt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðislán þeirra í Grindavík verði fryst að fullu. Vilhjálmur var í röð við lokunarpóstinn á Grindavíkurvegi þegar fréttastofa náði af honum tali. „Ég er að fara með matsmönnum í húsið mitt og skoða ástandið. Ég held það sé vegna þess að það stendur á sprungubarminum. Þegar ég fór þangað á mánudaginn leit þetta ágætlega út nema garðurinn var kannski byrjaður að síga svolítið,“ segir Vilhjálmur. Á föstudaginn flúðu Vilhjálmur og fjölskylda hans Grindavík eins og aðrir bæjarbúar og hjón, sem er statt í útlöndum, skutu yfir þau skjólshúsi fram yfir jól. Hvernig líður ykkur? „Við erum ennþá í einhvers konar áfalli. Við vitum ekki enn almennilega hvernig okkur líður, við höfum ekki meðtekið þær aðstæður sem við erum í. Það fer mjög vel um okkur og við erum mjög þakklát fyrir allan þann mikla stuðning og aðstoð sem við höfum fengið. Það eru allir heilir og okkur líður eftir atvikum mjög vel.“ Taka þurfi húsnæðismálin föstum tökum Ríkisstjórnin un eftir helgi leggja fram frumvarp á Alþingi sem tryggja á afkomu Grindvíkinga næstu þrjá mánuði hið minnsta. Vilhjálmur fagnar þessu. „Að sjálfsögðu hefur fólk áhyggjur af afkomu sinni og framtíðarstörfum sínum. Að reyna að halda sem lengst í ráðningarsambandið er eitthvað sem mér líst mjög vel á,“ segir Vilhjálmur. Næst þurfi að ráðast í aðgerðir vegna húsnæðisvanda Grindvíkinga. Þeir séu gríðarlega þakklátir þeirri góðvild sem landsmenn hafi sýnt en sú góðvild dugi að hámarki fram að áramótum og leigumarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sé mjög erfiður. „Nú er húsnæðis- og heimiliskostnaður okkar Grindvíkinga að margfaldast. Við erum komin inn í einhvern óstarfhæfan íbúðamarkað á stórhöfuðborgarsvæðinu. Við eigum ekki einu sinni krydd í skúffurnar þannig að það er mikill kostnaðarauki sem fylgir svona raski. Við fáum ekki aðgengi að dótinu okkar nema að takmörkuðu leyti,“ segir Vilhjálmur. „Þetta góða fólk sem er aðstoða okkur það þarf náttúrulega að reka sínar fasteignir líka og sín heimili. Þau geta ekki boðið okkur að vera á lágri leigu eða endurgjaldslaust lengi fram yfir áramót. Það liggur alveg ljóst fyrir.“ Grindvíkingar fái að kaupa húsnæði með aðkomu Seðlabanka Mörg hundruð íbúðir séu lausar til afhendingar á höfuðborgarsvæðinu. „Því held ég að væri ráð að hægt verði að geyma einhvern vegin lánin okkar á húsnæði í Grindavík og hjálpa okkur með einhvers konar stuðningi að fjárfesta tímabundið í íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Þá fáum við öruggt skjól og þurfum ekki að segja til hvort leigusamningur eigi að vera sex mánuðir eða eitt ár, við bara vitum það ekki,“ segir Vilhjálmur. „Við erum þá að borga af einhverri fasteign eins og við vorum að gera í Grindavík en ekki að borga himinháa leigu sem við fáum ekki til baka. Svo þegar við fáum að flytja aftur í húsin okkar heima í Grindavík þá fáum við bara einhvern ákveðinn tíma til að selja þessa bráðabrigðafasteign og taka aftur við afborgunum af okkar eigin húsnæði. Ég held að það sé fljótlegasta lausnin og mun tryggja okkur húsnæðisöryggi, sem skapar ró fyrir okkur.“ Hvernig yrði framkvæmdin á þessu og hver þarf að koma að henni? „Þarna þarf Seðlabankinn að aðstoða með viðskiptabönkunum hvernig við geymum lánasafnið, sem er í Grindavík núna. Þá þyrfti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að koma að þessu með einhvers konar hlutdeildarlánum og viðskiptabankarnir líka varðandi einhvers konar lánakjör. Þá gætu þeir sem vildu fjárfest í íbúð, sem er laus til afhendingar strax og það mun draga úr þörfinni fyrir leiguhúsnæði og búa til nýtt húsnæði,“ segir Vilhjálmur. Bankar og lánastofnanir hafi ekki brugðist við hamförunum Lánastofnanir hafa boðið Grindvíkingum að frysta húsnæðislán en vextir og vaxtabætur hlaðast enn á lánin. „Mér finnst bankarnir og lánastofnanir bara ekki hafa brugðist neitt við þessum hamförum. Mér finnst þau ekki skilja þann veruleika sem Grindvíkingar búa við. Ef við þurfum að nýta okkar afkomu til þess að koma öðru heimili yfir okkar fjölskyldu á meðan við getum ekki farið heim þá er augljóst að lánin í Grindavík eru að fara í vanskil. Þá verður erfiðara fyrir okkur að koma til baka og endurreisa okkar samfélag,“ segir Vilhjálmur. „Því lengur sem við erum að endurreisa samfélagið því lengur verða eignirnar okkar í Grindavík verðlausar. Þá hafa bankarnir ekkert veð á bak við íbúðarlánin. Mér finnst bankarnir vera að pissa í skóinn sinn með því að aðstoða okkur ekki að verja veðið.“ Margir Grindvíkingar hafa lýst pirringi og reiði yfir ástandinu. Margir hafa gagnrýnt fyrirkomulagið við að hleypa fólki heim að sækja verðmæti og fólk hefur miklar áhyggjur. Einn lýsti því í samtali við fréttastofu í gær að ástandið sé að breytast úr sorg í reiði. „Ég finn það að stóru áhyggjurnar núna er óvissan í húsnæðismálunum. Það þarf að leysa hana hratt og örugglega. Það eru að koma jól og áramót, það er erfitt að koma stöðugleika á skólamál barnanna og íþróttamál og annað ef við vitum ekki hvar við búum eftir þrjár, fjórar vikur. Fólk hefur líka áhyggjur af húsnæðinu sínu í Grindavík. Ef fólk fær að fara til baka og húsnæðið er óskemmt, fær það ekki neinar bætur? Ef húsið er alveg skemmt hvenær fær það þá bætur? Óvissan er það versta,“ segir Vilhjálmur. „Ég held að það skipti miklu máli að taka ákvörðun um að það verði ekki flutt aftur til Grindavíkur fyrr en í fyrsta lagi í vor. Það eru sprungur um bæinn og annað þannig að það er erfitt að vera í vetur þangað til búið er að byggja upp innviði aftur. Við verðum að fá einhvern fastan punkt og fastur punktur fæst með því að segja að það sé eitthvað ákveðið tímabil núna sem við förum ekki til baka og að við getum tryggt okkur íverustað fyrir fjölskylduna að þeim tíma að lágmarki.“ Þolinmæði og yfirvegun áfram Hann segir Grindvíkinga hafa sýnt mikla þolinmæði og það þurfi þeir að gera áfram. „Ég held að við verðum að vera eins yfirveguð og við getum í þessum aðstæðum. Auðvitað er það erfitt þegar maður er illa sofinn með alla þessa óvissu, búinn að missa heimili sitt. Mér finnst Grindvíkingar hafa staðið sig mjög vel í að vera yfirvegaðir. Það er ekkert óeðlilegt að það komi margar tilfinningar fram eins og reiði og óþreyjufylli,“ segir Vilhjálmur. „Þetta er samfélagið sem við þekkjum best og þegar einhverjir utanaðkomandi segja okkur hvernig við eigum að umgangast samfélagið skiljum við það auðvitað ekki alltaf. Ég held að við þurfum bara að trúa því, og ég trúi því og finn það, að allir viðbragðsaðilar séu að gera sitt allra besta. Ég heyri það vel að þau heyra það sem við erum að segja og eru að reyna að laga sig að því eins best og þau geta. Við megum ekki gleyma að þetta er hættusvæði og þeir sem hleypa okkur inn bera ábyrgð, við verðum að bera virðingu fyrir því.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Íslenskir bankar Landsbankinn Arion banki Íslandsbanki Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stuðningur vegna launa fólks sem starfar í Grindavík Grindvíkingar takast nú á við nýjan veruleika fjarri heimilum sínum. Verkefnin fram undan eru mörg og snúa meðal annars að húsnæðismálum, skólagöngu barna, afkomu fólks og sálrænum stuðningi. Sveitarstjórn Grindavíkur er leiðandi í að halda utan um málefni íbúa sinna og nýtur stuðnings og aðstoðar annarra sveitarfélaga, ríkisins og ríkisstjórnarinnar. 18. nóvember 2023 10:31 Ekki sjálfsögð krafa að fara inn á hættusvæði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að hleypa afmörkuðum hópi Grindvíkinga inn í bæinn í dag. Búið er að hafa samband við alla þá sem mega fara að sækja verðmæti. „Vakin er athygli á því að það er ekki sjálfsögð krafa að fara inn á hættusvæði sem hefur verið rýmt af öryggisástæðum.“ 18. nóvember 2023 08:38 Skora á lánastofnanir að veita Grindvíkingum fullt greiðsluhlé Níu samtök launafólks skora á lánastofnanir að veita Grindvíkingum fullt greiðsluhlé næstu þrjá mánuði og falli frá vöxtum og verðbótum á sama tímabili. Samtökin segja mikilvægt að Grindvíkingar fái fjárhagslegt svigrúm til að takast á við þau áföll sem þau hafa orðið fyrir síðustu daga í kjölfar náttúruhamfara í bænum. 17. nóvember 2023 16:48 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Vilhjálmur var í röð við lokunarpóstinn á Grindavíkurvegi þegar fréttastofa náði af honum tali. „Ég er að fara með matsmönnum í húsið mitt og skoða ástandið. Ég held það sé vegna þess að það stendur á sprungubarminum. Þegar ég fór þangað á mánudaginn leit þetta ágætlega út nema garðurinn var kannski byrjaður að síga svolítið,“ segir Vilhjálmur. Á föstudaginn flúðu Vilhjálmur og fjölskylda hans Grindavík eins og aðrir bæjarbúar og hjón, sem er statt í útlöndum, skutu yfir þau skjólshúsi fram yfir jól. Hvernig líður ykkur? „Við erum ennþá í einhvers konar áfalli. Við vitum ekki enn almennilega hvernig okkur líður, við höfum ekki meðtekið þær aðstæður sem við erum í. Það fer mjög vel um okkur og við erum mjög þakklát fyrir allan þann mikla stuðning og aðstoð sem við höfum fengið. Það eru allir heilir og okkur líður eftir atvikum mjög vel.“ Taka þurfi húsnæðismálin föstum tökum Ríkisstjórnin un eftir helgi leggja fram frumvarp á Alþingi sem tryggja á afkomu Grindvíkinga næstu þrjá mánuði hið minnsta. Vilhjálmur fagnar þessu. „Að sjálfsögðu hefur fólk áhyggjur af afkomu sinni og framtíðarstörfum sínum. Að reyna að halda sem lengst í ráðningarsambandið er eitthvað sem mér líst mjög vel á,“ segir Vilhjálmur. Næst þurfi að ráðast í aðgerðir vegna húsnæðisvanda Grindvíkinga. Þeir séu gríðarlega þakklátir þeirri góðvild sem landsmenn hafi sýnt en sú góðvild dugi að hámarki fram að áramótum og leigumarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sé mjög erfiður. „Nú er húsnæðis- og heimiliskostnaður okkar Grindvíkinga að margfaldast. Við erum komin inn í einhvern óstarfhæfan íbúðamarkað á stórhöfuðborgarsvæðinu. Við eigum ekki einu sinni krydd í skúffurnar þannig að það er mikill kostnaðarauki sem fylgir svona raski. Við fáum ekki aðgengi að dótinu okkar nema að takmörkuðu leyti,“ segir Vilhjálmur. „Þetta góða fólk sem er aðstoða okkur það þarf náttúrulega að reka sínar fasteignir líka og sín heimili. Þau geta ekki boðið okkur að vera á lágri leigu eða endurgjaldslaust lengi fram yfir áramót. Það liggur alveg ljóst fyrir.“ Grindvíkingar fái að kaupa húsnæði með aðkomu Seðlabanka Mörg hundruð íbúðir séu lausar til afhendingar á höfuðborgarsvæðinu. „Því held ég að væri ráð að hægt verði að geyma einhvern vegin lánin okkar á húsnæði í Grindavík og hjálpa okkur með einhvers konar stuðningi að fjárfesta tímabundið í íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Þá fáum við öruggt skjól og þurfum ekki að segja til hvort leigusamningur eigi að vera sex mánuðir eða eitt ár, við bara vitum það ekki,“ segir Vilhjálmur. „Við erum þá að borga af einhverri fasteign eins og við vorum að gera í Grindavík en ekki að borga himinháa leigu sem við fáum ekki til baka. Svo þegar við fáum að flytja aftur í húsin okkar heima í Grindavík þá fáum við bara einhvern ákveðinn tíma til að selja þessa bráðabrigðafasteign og taka aftur við afborgunum af okkar eigin húsnæði. Ég held að það sé fljótlegasta lausnin og mun tryggja okkur húsnæðisöryggi, sem skapar ró fyrir okkur.“ Hvernig yrði framkvæmdin á þessu og hver þarf að koma að henni? „Þarna þarf Seðlabankinn að aðstoða með viðskiptabönkunum hvernig við geymum lánasafnið, sem er í Grindavík núna. Þá þyrfti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að koma að þessu með einhvers konar hlutdeildarlánum og viðskiptabankarnir líka varðandi einhvers konar lánakjör. Þá gætu þeir sem vildu fjárfest í íbúð, sem er laus til afhendingar strax og það mun draga úr þörfinni fyrir leiguhúsnæði og búa til nýtt húsnæði,“ segir Vilhjálmur. Bankar og lánastofnanir hafi ekki brugðist við hamförunum Lánastofnanir hafa boðið Grindvíkingum að frysta húsnæðislán en vextir og vaxtabætur hlaðast enn á lánin. „Mér finnst bankarnir og lánastofnanir bara ekki hafa brugðist neitt við þessum hamförum. Mér finnst þau ekki skilja þann veruleika sem Grindvíkingar búa við. Ef við þurfum að nýta okkar afkomu til þess að koma öðru heimili yfir okkar fjölskyldu á meðan við getum ekki farið heim þá er augljóst að lánin í Grindavík eru að fara í vanskil. Þá verður erfiðara fyrir okkur að koma til baka og endurreisa okkar samfélag,“ segir Vilhjálmur. „Því lengur sem við erum að endurreisa samfélagið því lengur verða eignirnar okkar í Grindavík verðlausar. Þá hafa bankarnir ekkert veð á bak við íbúðarlánin. Mér finnst bankarnir vera að pissa í skóinn sinn með því að aðstoða okkur ekki að verja veðið.“ Margir Grindvíkingar hafa lýst pirringi og reiði yfir ástandinu. Margir hafa gagnrýnt fyrirkomulagið við að hleypa fólki heim að sækja verðmæti og fólk hefur miklar áhyggjur. Einn lýsti því í samtali við fréttastofu í gær að ástandið sé að breytast úr sorg í reiði. „Ég finn það að stóru áhyggjurnar núna er óvissan í húsnæðismálunum. Það þarf að leysa hana hratt og örugglega. Það eru að koma jól og áramót, það er erfitt að koma stöðugleika á skólamál barnanna og íþróttamál og annað ef við vitum ekki hvar við búum eftir þrjár, fjórar vikur. Fólk hefur líka áhyggjur af húsnæðinu sínu í Grindavík. Ef fólk fær að fara til baka og húsnæðið er óskemmt, fær það ekki neinar bætur? Ef húsið er alveg skemmt hvenær fær það þá bætur? Óvissan er það versta,“ segir Vilhjálmur. „Ég held að það skipti miklu máli að taka ákvörðun um að það verði ekki flutt aftur til Grindavíkur fyrr en í fyrsta lagi í vor. Það eru sprungur um bæinn og annað þannig að það er erfitt að vera í vetur þangað til búið er að byggja upp innviði aftur. Við verðum að fá einhvern fastan punkt og fastur punktur fæst með því að segja að það sé eitthvað ákveðið tímabil núna sem við förum ekki til baka og að við getum tryggt okkur íverustað fyrir fjölskylduna að þeim tíma að lágmarki.“ Þolinmæði og yfirvegun áfram Hann segir Grindvíkinga hafa sýnt mikla þolinmæði og það þurfi þeir að gera áfram. „Ég held að við verðum að vera eins yfirveguð og við getum í þessum aðstæðum. Auðvitað er það erfitt þegar maður er illa sofinn með alla þessa óvissu, búinn að missa heimili sitt. Mér finnst Grindvíkingar hafa staðið sig mjög vel í að vera yfirvegaðir. Það er ekkert óeðlilegt að það komi margar tilfinningar fram eins og reiði og óþreyjufylli,“ segir Vilhjálmur. „Þetta er samfélagið sem við þekkjum best og þegar einhverjir utanaðkomandi segja okkur hvernig við eigum að umgangast samfélagið skiljum við það auðvitað ekki alltaf. Ég held að við þurfum bara að trúa því, og ég trúi því og finn það, að allir viðbragðsaðilar séu að gera sitt allra besta. Ég heyri það vel að þau heyra það sem við erum að segja og eru að reyna að laga sig að því eins best og þau geta. Við megum ekki gleyma að þetta er hættusvæði og þeir sem hleypa okkur inn bera ábyrgð, við verðum að bera virðingu fyrir því.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Íslenskir bankar Landsbankinn Arion banki Íslandsbanki Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stuðningur vegna launa fólks sem starfar í Grindavík Grindvíkingar takast nú á við nýjan veruleika fjarri heimilum sínum. Verkefnin fram undan eru mörg og snúa meðal annars að húsnæðismálum, skólagöngu barna, afkomu fólks og sálrænum stuðningi. Sveitarstjórn Grindavíkur er leiðandi í að halda utan um málefni íbúa sinna og nýtur stuðnings og aðstoðar annarra sveitarfélaga, ríkisins og ríkisstjórnarinnar. 18. nóvember 2023 10:31 Ekki sjálfsögð krafa að fara inn á hættusvæði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að hleypa afmörkuðum hópi Grindvíkinga inn í bæinn í dag. Búið er að hafa samband við alla þá sem mega fara að sækja verðmæti. „Vakin er athygli á því að það er ekki sjálfsögð krafa að fara inn á hættusvæði sem hefur verið rýmt af öryggisástæðum.“ 18. nóvember 2023 08:38 Skora á lánastofnanir að veita Grindvíkingum fullt greiðsluhlé Níu samtök launafólks skora á lánastofnanir að veita Grindvíkingum fullt greiðsluhlé næstu þrjá mánuði og falli frá vöxtum og verðbótum á sama tímabili. Samtökin segja mikilvægt að Grindvíkingar fái fjárhagslegt svigrúm til að takast á við þau áföll sem þau hafa orðið fyrir síðustu daga í kjölfar náttúruhamfara í bænum. 17. nóvember 2023 16:48 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Stuðningur vegna launa fólks sem starfar í Grindavík Grindvíkingar takast nú á við nýjan veruleika fjarri heimilum sínum. Verkefnin fram undan eru mörg og snúa meðal annars að húsnæðismálum, skólagöngu barna, afkomu fólks og sálrænum stuðningi. Sveitarstjórn Grindavíkur er leiðandi í að halda utan um málefni íbúa sinna og nýtur stuðnings og aðstoðar annarra sveitarfélaga, ríkisins og ríkisstjórnarinnar. 18. nóvember 2023 10:31
Ekki sjálfsögð krafa að fara inn á hættusvæði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að hleypa afmörkuðum hópi Grindvíkinga inn í bæinn í dag. Búið er að hafa samband við alla þá sem mega fara að sækja verðmæti. „Vakin er athygli á því að það er ekki sjálfsögð krafa að fara inn á hættusvæði sem hefur verið rýmt af öryggisástæðum.“ 18. nóvember 2023 08:38
Skora á lánastofnanir að veita Grindvíkingum fullt greiðsluhlé Níu samtök launafólks skora á lánastofnanir að veita Grindvíkingum fullt greiðsluhlé næstu þrjá mánuði og falli frá vöxtum og verðbótum á sama tímabili. Samtökin segja mikilvægt að Grindvíkingar fái fjárhagslegt svigrúm til að takast á við þau áföll sem þau hafa orðið fyrir síðustu daga í kjölfar náttúruhamfara í bænum. 17. nóvember 2023 16:48