Vísa frá kæru Hreyfils í Hopp-máli Atli Ísleifsson skrifar 20. nóvember 2023 07:39 Samkeppniseftirlitið taldi að Hreyfli væri óheimilt að banna eða hamla leigubílstjórum sem séu í þjónustu Hreyfils, að nýta sér jafnframt þjónustu annarra leigubifreiðastöðva. Vísir/Vilhelm Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur vísað kæru leigubílastöðvarinnar Hreyfils á hendur Samkeppniseftirlitinu frá. Kæra Hreyfils sneri að bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins að Hreyfli sé óheimilt að banna eða hamla leigubílstjórum sem eru í þjónustu Hreyfils, að nýta sér jafnframt þjónustu annarra leigubifreiðastöðva. Málið kom upp eftir að Hreyfill útilokaði félagsmenn frá því að nýta sér aðra þjónustu á markaði sem þeim stæði til boða, allt frá því að Hopp hóf innreið sína á leigubílamarkað síðasta vor. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur fram að áfrýjunarnefnin hafi þó fellt úr gildi fyrirmæli Samkeppniseftirlitsins þess efnis að Hreyfill geri nauðsynlegar breytingar á reglum og samþykktum sínum sem kveði á um banni við því að leigubílstjórar í þjónustu Hreyfils nýti sér jafnframt þjónustu annarra leigubílastöðva. „Segir í úrskurðinum að slíkar breytingar séu ekki nauðsynlegar vegna þess banns sem felst í umræddri bráðabirgðaákvörðun og hafi yfirbragð endanlegrar ákvörðunar í skilningi stjórnsýslulaga. Af þeim sökum fellir áfrýjunarnefndin þann hluta ákvörðunarinnar úr gildi,“ segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Í úrskurði áfrýjunarnefndarinnar segir að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hafi það í för með sér að „...að leigubifreiðastjórum sem starfa í þjónustu Hreyfils, er í sjálfsvald sett hvernig þeir nýta sitt rekstrarleyfi meðan ákvörðunin varir.“ Um málið segir að Samkeppniseftirlitið hafi talið að háttsemi Hreyfils að banna bílstjórum að nýta sér þjónustu annarra stöðva hafi hvorki grundvallast á málefnalegum né hlutlægum forsendum. „Háttsemi Hreyfils hefði verið til þess fallin að hindra innkomu nýs keppinautar á markaðinn neytendum til tjóns ásamt því að viðhalda þeim takmörkunum, gagnvart meirihluta leigubifreiðastjóra, sem ný lög um leigubifreiðaakstur áttu að uppræta. Taldi Samkeppniseftirlitið því sennilegt að háttsemi Hreyfils fæli í sér brot gegn bannákvæðum samkeppnislaga og að skilyrði til töku ákvörðunar til bráðabirgða væru uppfyllt,“ segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Leigubílar Vinnumarkaður Samkeppnismál Tengdar fréttir Hreyfli ekki heimilt að banna bílstjórum að aka fyrir Hopp Leigubifreiðastöðinni Hreyfli var óheimilt að banna leigubílstjórum sem keyra fyrir stöðina að skrá sig hjá Hopp. Þetta er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins sem hefur gert Hreyfli að láta af háttsemi sinni án tafar. Telur eftirlitið að háttsemin grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum og sé sennilega brot á samkeppnislögum. 20. júlí 2023 15:46 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Málið kom upp eftir að Hreyfill útilokaði félagsmenn frá því að nýta sér aðra þjónustu á markaði sem þeim stæði til boða, allt frá því að Hopp hóf innreið sína á leigubílamarkað síðasta vor. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur fram að áfrýjunarnefnin hafi þó fellt úr gildi fyrirmæli Samkeppniseftirlitsins þess efnis að Hreyfill geri nauðsynlegar breytingar á reglum og samþykktum sínum sem kveði á um banni við því að leigubílstjórar í þjónustu Hreyfils nýti sér jafnframt þjónustu annarra leigubílastöðva. „Segir í úrskurðinum að slíkar breytingar séu ekki nauðsynlegar vegna þess banns sem felst í umræddri bráðabirgðaákvörðun og hafi yfirbragð endanlegrar ákvörðunar í skilningi stjórnsýslulaga. Af þeim sökum fellir áfrýjunarnefndin þann hluta ákvörðunarinnar úr gildi,“ segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Í úrskurði áfrýjunarnefndarinnar segir að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hafi það í för með sér að „...að leigubifreiðastjórum sem starfa í þjónustu Hreyfils, er í sjálfsvald sett hvernig þeir nýta sitt rekstrarleyfi meðan ákvörðunin varir.“ Um málið segir að Samkeppniseftirlitið hafi talið að háttsemi Hreyfils að banna bílstjórum að nýta sér þjónustu annarra stöðva hafi hvorki grundvallast á málefnalegum né hlutlægum forsendum. „Háttsemi Hreyfils hefði verið til þess fallin að hindra innkomu nýs keppinautar á markaðinn neytendum til tjóns ásamt því að viðhalda þeim takmörkunum, gagnvart meirihluta leigubifreiðastjóra, sem ný lög um leigubifreiðaakstur áttu að uppræta. Taldi Samkeppniseftirlitið því sennilegt að háttsemi Hreyfils fæli í sér brot gegn bannákvæðum samkeppnislaga og að skilyrði til töku ákvörðunar til bráðabirgða væru uppfyllt,“ segir á vef Samkeppniseftirlitsins.
Leigubílar Vinnumarkaður Samkeppnismál Tengdar fréttir Hreyfli ekki heimilt að banna bílstjórum að aka fyrir Hopp Leigubifreiðastöðinni Hreyfli var óheimilt að banna leigubílstjórum sem keyra fyrir stöðina að skrá sig hjá Hopp. Þetta er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins sem hefur gert Hreyfli að láta af háttsemi sinni án tafar. Telur eftirlitið að háttsemin grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum og sé sennilega brot á samkeppnislögum. 20. júlí 2023 15:46 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Hreyfli ekki heimilt að banna bílstjórum að aka fyrir Hopp Leigubifreiðastöðinni Hreyfli var óheimilt að banna leigubílstjórum sem keyra fyrir stöðina að skrá sig hjá Hopp. Þetta er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins sem hefur gert Hreyfli að láta af háttsemi sinni án tafar. Telur eftirlitið að háttsemin grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum og sé sennilega brot á samkeppnislögum. 20. júlí 2023 15:46