Ábyrgð okkar allra gagnvart Grindvíkingum Gísli Rafn Ólafsson skrifar 22. nóvember 2023 10:30 Fyrir þrjátíu árum gekk ég í Björgunarsveit Hafnarfjarðar af því að ég fann mig knúinn til þess að gefa til baka til samfélagsins. Af sömu ástæðu hef ég boðið fram krafta mína, reynslu og þekkingu undanfarna tíu daga í Samhæfingarstöð Almannavarna. Þetta nefni ég ekki til upphefja sjálfan mig heldur sem dæmi um þá samfélagslegu ábyrgð sem ég og hundruð annara sjálfboðaliða frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og Rauða Kross Íslands hafa fundið til nú þegar íbúar Grindavíkur ganga í gegnum skelfilegar náttúruhamfarir. Þúsundir annara Íslendinga og fjölmörg fyrirtæki hafa einnig fundið til þessarar samfélagslegu ábyrgðar og boðið fram húsnæði, föt, þjónustu og vörur til þess að létta undir íbúum Grindavíkur á þessum erfiðu tímum. Það að sýna samfélagslega ábyrgð er ekki skylda, hvorki fyrir einstaklinga né fyrirtæki, heldur er það drifið áfram af samkennd með þeim sem eru að ganga í gegnum erfiðleika. Fyrir rúmum áratug vann ég fyrir eitt stærsta fyrirtæki heims í deild sem einblíndi á það að aðstoða lönd og hjálparstofnanir þegar náttúruhamfarir dundu yfir. Þar lærði ég að það búa nokkrar aðstæður að baki þess að fyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð á slíkum tímum. Ein slíkra ástæðna eru beinir viðskiptalegir hagsmunir. Þegar viðskiptavinir lenda í ófyrirsjáanlegum áföllum þá er það til góðs fyrir fyrirtækið til lengri tíma að aðstoða viðskiptavini við að komast sem fyrst út úr áfallinu og komast aftur af stað. Önnur ástæða er ímynd fyrirtækisins og viðskiptavild. Það er tekið eftir því þegar fyrirtæki sýna samfélagslega ábyrgð á erfiðum tímum og sannleikurinn er sá að það getur haft mjög jákvæð áhrif á framtíð fyrirtækisins. Viðskiptavinir kaupa nefnilega frekar þjónustu og vörur af fyrirtækjum sem að standa með fólki á erfiðum tímum. Þriðja ástæðan er sú að það hefur sýnt sig að starfsmannavelta hjá fyrirtækjum sem sýna samfélagslega ábyrgð er lægri. Starfsfólk vill vinna hjá fyrirtækjum sem sýna samkennd með fólki í neyð. Fyrirtækjum sem átta sig á því að skammtíma neikvæð áhrif á gróða geta leitt til jákvæðra áhrifa til lengri tíma. Það fylgja því ýmis samlegðaráhrif fyrir fyrirtæki að axla samfélagslega ábyrgð. Við getum sem samfélag þó ekki stólað einungis á það að fyrirtæki og einstaklingar hlaupi undir bagga á þessum erfiðum tímum. Sú ábyrgð liggur fyrst og fremst hjá ríkisstjórninni. Það er ljóst að Grindvíkingar muni ekki geta snúið til baka í húsnæðið sitt í bráð og því þarf ríkisstjórnin að tryggja öllum Grindvíkingum húsnæði. Þegar er búið að úthluta um hundrað fjölskyldum húsnæði en að minnsta kosti sex hundruð fjölskyldur bíða enn. Auk þessa þurfa stjórnvöld að tryggja afkomu fólks tímabundið sem og húsnæðisstuðning vegna komandi leigugreiðslna og afborgana af húsnæði í Grindavík. Ein leið til þess væri að þrýsta á fjármálafyrirtæki að frysta lán og fella niður vaxtagreiðslur, og verðbætur á vexti, á meðan á þessu óvissuástandi stendur. Nú reynir virkilega á það að ríkisstjórnin og íslensk fyrirtæki taki höndum saman og sýni í verki samfélagslega ábyrgð gagnvart Grindvíkingum. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Grindavík Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir þrjátíu árum gekk ég í Björgunarsveit Hafnarfjarðar af því að ég fann mig knúinn til þess að gefa til baka til samfélagsins. Af sömu ástæðu hef ég boðið fram krafta mína, reynslu og þekkingu undanfarna tíu daga í Samhæfingarstöð Almannavarna. Þetta nefni ég ekki til upphefja sjálfan mig heldur sem dæmi um þá samfélagslegu ábyrgð sem ég og hundruð annara sjálfboðaliða frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og Rauða Kross Íslands hafa fundið til nú þegar íbúar Grindavíkur ganga í gegnum skelfilegar náttúruhamfarir. Þúsundir annara Íslendinga og fjölmörg fyrirtæki hafa einnig fundið til þessarar samfélagslegu ábyrgðar og boðið fram húsnæði, föt, þjónustu og vörur til þess að létta undir íbúum Grindavíkur á þessum erfiðu tímum. Það að sýna samfélagslega ábyrgð er ekki skylda, hvorki fyrir einstaklinga né fyrirtæki, heldur er það drifið áfram af samkennd með þeim sem eru að ganga í gegnum erfiðleika. Fyrir rúmum áratug vann ég fyrir eitt stærsta fyrirtæki heims í deild sem einblíndi á það að aðstoða lönd og hjálparstofnanir þegar náttúruhamfarir dundu yfir. Þar lærði ég að það búa nokkrar aðstæður að baki þess að fyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð á slíkum tímum. Ein slíkra ástæðna eru beinir viðskiptalegir hagsmunir. Þegar viðskiptavinir lenda í ófyrirsjáanlegum áföllum þá er það til góðs fyrir fyrirtækið til lengri tíma að aðstoða viðskiptavini við að komast sem fyrst út úr áfallinu og komast aftur af stað. Önnur ástæða er ímynd fyrirtækisins og viðskiptavild. Það er tekið eftir því þegar fyrirtæki sýna samfélagslega ábyrgð á erfiðum tímum og sannleikurinn er sá að það getur haft mjög jákvæð áhrif á framtíð fyrirtækisins. Viðskiptavinir kaupa nefnilega frekar þjónustu og vörur af fyrirtækjum sem að standa með fólki á erfiðum tímum. Þriðja ástæðan er sú að það hefur sýnt sig að starfsmannavelta hjá fyrirtækjum sem sýna samfélagslega ábyrgð er lægri. Starfsfólk vill vinna hjá fyrirtækjum sem sýna samkennd með fólki í neyð. Fyrirtækjum sem átta sig á því að skammtíma neikvæð áhrif á gróða geta leitt til jákvæðra áhrifa til lengri tíma. Það fylgja því ýmis samlegðaráhrif fyrir fyrirtæki að axla samfélagslega ábyrgð. Við getum sem samfélag þó ekki stólað einungis á það að fyrirtæki og einstaklingar hlaupi undir bagga á þessum erfiðum tímum. Sú ábyrgð liggur fyrst og fremst hjá ríkisstjórninni. Það er ljóst að Grindvíkingar muni ekki geta snúið til baka í húsnæðið sitt í bráð og því þarf ríkisstjórnin að tryggja öllum Grindvíkingum húsnæði. Þegar er búið að úthluta um hundrað fjölskyldum húsnæði en að minnsta kosti sex hundruð fjölskyldur bíða enn. Auk þessa þurfa stjórnvöld að tryggja afkomu fólks tímabundið sem og húsnæðisstuðning vegna komandi leigugreiðslna og afborgana af húsnæði í Grindavík. Ein leið til þess væri að þrýsta á fjármálafyrirtæki að frysta lán og fella niður vaxtagreiðslur, og verðbætur á vexti, á meðan á þessu óvissuástandi stendur. Nú reynir virkilega á það að ríkisstjórnin og íslensk fyrirtæki taki höndum saman og sýni í verki samfélagslega ábyrgð gagnvart Grindvíkingum. Höfundur er þingmaður Pírata.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun