Trúarlegt óþol Sindri Geir Óskarsson skrifar 24. nóvember 2023 08:30 Ég upplifi stundum að samfélagið okkar sé plagað af trúarlegu óþoli, já eða bara kristnu óþoli. Samfélagið sem flaggar því rækilega að fjölbreytileikanum sé fagnað virðist á köflum eiga afskaplega erfitt með að kyngja því að kristin trúfélög og kristin menningararfleið sé órjúfanlegur hluti af þessu fjölbreytta samfélagi samtímans. Tjah, ekki nóg með það, þá megum við þakka kristnum munkum og prestum það að hafa varðveitt menningararfinn, skrifað upp handritin, bjargað íslensku ritmáli með þýðingu Nýja testamentisins, stutt við sjálfstæðisbaráttuna. Já, sama hvað fólkið sem amast yfir kirkju og kristni getur réttilega eða ómaklega talið fram til að halda málstað sínum til streitu - þá er íslenskt samfélag til í dag vegna þátttöku kirkjunnar í samfélaginu. Nýlega átti sér stað umræða á samfélagsmiðlum þar sem það er gert varhugavert eða óeðlilegt að Kristniboðssambandið hljóti örlítið framlag af endursölu á textíl sem berst til Sorpu. Fólk vill nefnilega ekki styðja við kristniboð heldur hjálparstarf og fulltrúi Sorpu segir í viðtali við DV að þetta eigi að taka til endurskoðunar[1]. En hvað þarf að endurskoða? Er það niðurstaðan í þessu samfélagi fjölbreytileika, virðingar og víðsýni að það þurfi að óttast það sem er trúarlegt og afskrifa það sem óæskilegt eða slæmt? Kristniboðssambandið er tæplega 100 ára gamalt félag með merkilega sögu og getur státað af því að hafa með litlum efnum, en gífurlegri fórnfýsi, trú von og kærleik sjálfboðaliða sinna umbreytt heilu samfélögunum á sínum starfssvæðum. Bara í Pokot héraði Kenýu þar sem Kristniboðssambandið hefur starfað undanfarna áratugi hefur sú kirkja sem Íslenskir kristniboðar stofnuðu getið af sér 150 grunnskóla, 34 menntaskóla, 2 munaðarleysingjaheimili, þar var rekið byggðaþróunarverkefni í fjölda ára auk þess sem kirkjan hefur kostað menntun innfæddra presta og djákna. Þetta litla félag hér heima sem nú á að endurskoða hvort fái brotabrot af hagnaðinum af endursölu notaðs textíls frá Sorpu hefur unnið stórbrotið hjálpar- og þróunarstarf. Ein af stærstu aðgerðunum sem þarf að ráðast í til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er að mennta stúlkur í fátækari löndum. Ef einhver samtök á Íslandi hafa staðið sig í því undanfarna áratugi, þá eru það Kristniboðssamtökin. Getum við leyft okkur að staldra við áður en við stökkvum á vagn trúarlega óþolsins og reynt að gangast við því að þetta sé virkilega samfélag fjölbreytileikans þar sem við erum reiðubúin að lifa í sátt við þau sem eru ólík okkur, eða aðhyllast aðra trú en við? Ég er fullviss að þá ættum við auðveldara með að sjá allt það góða í kringum okkur, sjá allt það sem sameinar okkur frekar en það sem sundrar. Njótum dagsins. Höfundur er prestur á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Ég upplifi stundum að samfélagið okkar sé plagað af trúarlegu óþoli, já eða bara kristnu óþoli. Samfélagið sem flaggar því rækilega að fjölbreytileikanum sé fagnað virðist á köflum eiga afskaplega erfitt með að kyngja því að kristin trúfélög og kristin menningararfleið sé órjúfanlegur hluti af þessu fjölbreytta samfélagi samtímans. Tjah, ekki nóg með það, þá megum við þakka kristnum munkum og prestum það að hafa varðveitt menningararfinn, skrifað upp handritin, bjargað íslensku ritmáli með þýðingu Nýja testamentisins, stutt við sjálfstæðisbaráttuna. Já, sama hvað fólkið sem amast yfir kirkju og kristni getur réttilega eða ómaklega talið fram til að halda málstað sínum til streitu - þá er íslenskt samfélag til í dag vegna þátttöku kirkjunnar í samfélaginu. Nýlega átti sér stað umræða á samfélagsmiðlum þar sem það er gert varhugavert eða óeðlilegt að Kristniboðssambandið hljóti örlítið framlag af endursölu á textíl sem berst til Sorpu. Fólk vill nefnilega ekki styðja við kristniboð heldur hjálparstarf og fulltrúi Sorpu segir í viðtali við DV að þetta eigi að taka til endurskoðunar[1]. En hvað þarf að endurskoða? Er það niðurstaðan í þessu samfélagi fjölbreytileika, virðingar og víðsýni að það þurfi að óttast það sem er trúarlegt og afskrifa það sem óæskilegt eða slæmt? Kristniboðssambandið er tæplega 100 ára gamalt félag með merkilega sögu og getur státað af því að hafa með litlum efnum, en gífurlegri fórnfýsi, trú von og kærleik sjálfboðaliða sinna umbreytt heilu samfélögunum á sínum starfssvæðum. Bara í Pokot héraði Kenýu þar sem Kristniboðssambandið hefur starfað undanfarna áratugi hefur sú kirkja sem Íslenskir kristniboðar stofnuðu getið af sér 150 grunnskóla, 34 menntaskóla, 2 munaðarleysingjaheimili, þar var rekið byggðaþróunarverkefni í fjölda ára auk þess sem kirkjan hefur kostað menntun innfæddra presta og djákna. Þetta litla félag hér heima sem nú á að endurskoða hvort fái brotabrot af hagnaðinum af endursölu notaðs textíls frá Sorpu hefur unnið stórbrotið hjálpar- og þróunarstarf. Ein af stærstu aðgerðunum sem þarf að ráðast í til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er að mennta stúlkur í fátækari löndum. Ef einhver samtök á Íslandi hafa staðið sig í því undanfarna áratugi, þá eru það Kristniboðssamtökin. Getum við leyft okkur að staldra við áður en við stökkvum á vagn trúarlega óþolsins og reynt að gangast við því að þetta sé virkilega samfélag fjölbreytileikans þar sem við erum reiðubúin að lifa í sátt við þau sem eru ólík okkur, eða aðhyllast aðra trú en við? Ég er fullviss að þá ættum við auðveldara með að sjá allt það góða í kringum okkur, sjá allt það sem sameinar okkur frekar en það sem sundrar. Njótum dagsins. Höfundur er prestur á Akureyri.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun