Derek Chauvin stunginn í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2023 10:44 Derek Chauvin er sagður hafa særst alvarlega í árásinni en talið er að hann muni lifa af. AP Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, er sagður í alvarlegu ástandi eftir að hann var stunginn í fangelsi í gær. Árásin var gerð í fangelsi í Tucson í Arisóna, þar sem Chauvin afplánar 21 árs dóm fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Hann hefur einnig verið dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir að myrða Floyd. Í frétt New York Times segir að árásin hafi verið stöðvuð fljótt og að engan annan hafi sakað. Hins vegar hafi Chauvin særst alvarlega og verið fluttur á sjúkrahús. Talið er að hann muni lifa af. Chauvin myrti Floyd þegar hann og aðrir lögregluþjónar handtóku þann síðarnefnda í maí 2020. Lögregla var kölluð til í Minneapolis í maí í fyrra eftir að George Floyd hafði notað falsaðan seðil í verslun. Hann var undir áhrifum fíkniefna og neitaði að setjast upp í lögreglubílinn. Chauvin kom á vettvang eftir á og hélt hann Floyd niðri. Í um tíu mínútur var hann með hné sitt á hálsi Floyd svo hann dó. Myndbönd af morðinu á Floyd fóru eins og eldur um sinu í Bandaríkjunum og leiddur til umfangsmikilla mótmæla og óeirða víða. Lögmenn hans gerðu samkomulag við saksóknara um að Chauvin fengi að afplána í alríkisfangelsi, þar sem þau eru talin öruggari en önnur fangelsi í Bandaríkjunum. Fyrir það hafði Chauvin verið í einangrun í 23 tíma á dag í fangelsi í Minnesota en þar var gert svo hægt væri að tryggja öryggi hans. Áðurnefndir lögmenn höfðu einnig sóst eftir sambærilegu fyrirkomulagi í fangelsinu í Tuscon, á þeim grundvelli að Chauvin stafaði ógn af öðrum föngum. Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði fyrr í vikunni áfrýjun Chauvin vegna morðsdóms hans en hann hefur haldið því fram að úrskurðinn eigi að fella úr gildi, þar sem hann hafi ekki fengið sanngjörn réttarhöld. Hann er einnig að reyna að fá alríkisdóminn felldan úr gildi, á þeim grunni að ný sönnunargögn sýni að hann hafi ekki valdið dauða Floyd. Litlar líkur eru taldar á að það muni ganga upp hjá Chauvin. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Mismunaði svörtum og frumbyggjum kerfisbundið fyrir dauða Floyd Lögreglan í Minneapolis í Bandaríkjunum sýndi almenna tilhneigingu til þess að brjóta stjórnarskrárbundin réttindi og mismuna svörtum og frumbyggjum. Þetta er niðurstaða rannsóknar dómsmálaráðuneytisins sem var hrint af stað eftir að lögreglumenn urðu George Floyd að bana árið 2020. 16. júní 2023 15:40 Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. 18. október 2022 06:58 Morðingi George Floyd aftur dæmdur í fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, hefur verið dæmdur aftur í fangelsi. Að þessu sinni var hann dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi af alríkisdómstól fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Hann var áður dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir morð. 7. júlí 2022 23:01 Hefja réttarhöld yfir hinum lögreglumönnunum í máli George Floyd Búist er við því að réttarhöld yfir þremur bandarískum lögreglumönnum, sem ákærðir eru fyrir að hafa svipt George Floyd borgaralegum réttindum sínum daginn sem hann var myrtur af fjórða lögreglumanninum, hefjist í dag. 24. janúar 2022 07:46 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Hann hefur einnig verið dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir að myrða Floyd. Í frétt New York Times segir að árásin hafi verið stöðvuð fljótt og að engan annan hafi sakað. Hins vegar hafi Chauvin særst alvarlega og verið fluttur á sjúkrahús. Talið er að hann muni lifa af. Chauvin myrti Floyd þegar hann og aðrir lögregluþjónar handtóku þann síðarnefnda í maí 2020. Lögregla var kölluð til í Minneapolis í maí í fyrra eftir að George Floyd hafði notað falsaðan seðil í verslun. Hann var undir áhrifum fíkniefna og neitaði að setjast upp í lögreglubílinn. Chauvin kom á vettvang eftir á og hélt hann Floyd niðri. Í um tíu mínútur var hann með hné sitt á hálsi Floyd svo hann dó. Myndbönd af morðinu á Floyd fóru eins og eldur um sinu í Bandaríkjunum og leiddur til umfangsmikilla mótmæla og óeirða víða. Lögmenn hans gerðu samkomulag við saksóknara um að Chauvin fengi að afplána í alríkisfangelsi, þar sem þau eru talin öruggari en önnur fangelsi í Bandaríkjunum. Fyrir það hafði Chauvin verið í einangrun í 23 tíma á dag í fangelsi í Minnesota en þar var gert svo hægt væri að tryggja öryggi hans. Áðurnefndir lögmenn höfðu einnig sóst eftir sambærilegu fyrirkomulagi í fangelsinu í Tuscon, á þeim grundvelli að Chauvin stafaði ógn af öðrum föngum. Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði fyrr í vikunni áfrýjun Chauvin vegna morðsdóms hans en hann hefur haldið því fram að úrskurðinn eigi að fella úr gildi, þar sem hann hafi ekki fengið sanngjörn réttarhöld. Hann er einnig að reyna að fá alríkisdóminn felldan úr gildi, á þeim grunni að ný sönnunargögn sýni að hann hafi ekki valdið dauða Floyd. Litlar líkur eru taldar á að það muni ganga upp hjá Chauvin.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Mismunaði svörtum og frumbyggjum kerfisbundið fyrir dauða Floyd Lögreglan í Minneapolis í Bandaríkjunum sýndi almenna tilhneigingu til þess að brjóta stjórnarskrárbundin réttindi og mismuna svörtum og frumbyggjum. Þetta er niðurstaða rannsóknar dómsmálaráðuneytisins sem var hrint af stað eftir að lögreglumenn urðu George Floyd að bana árið 2020. 16. júní 2023 15:40 Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. 18. október 2022 06:58 Morðingi George Floyd aftur dæmdur í fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, hefur verið dæmdur aftur í fangelsi. Að þessu sinni var hann dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi af alríkisdómstól fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Hann var áður dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir morð. 7. júlí 2022 23:01 Hefja réttarhöld yfir hinum lögreglumönnunum í máli George Floyd Búist er við því að réttarhöld yfir þremur bandarískum lögreglumönnum, sem ákærðir eru fyrir að hafa svipt George Floyd borgaralegum réttindum sínum daginn sem hann var myrtur af fjórða lögreglumanninum, hefjist í dag. 24. janúar 2022 07:46 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Mismunaði svörtum og frumbyggjum kerfisbundið fyrir dauða Floyd Lögreglan í Minneapolis í Bandaríkjunum sýndi almenna tilhneigingu til þess að brjóta stjórnarskrárbundin réttindi og mismuna svörtum og frumbyggjum. Þetta er niðurstaða rannsóknar dómsmálaráðuneytisins sem var hrint af stað eftir að lögreglumenn urðu George Floyd að bana árið 2020. 16. júní 2023 15:40
Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. 18. október 2022 06:58
Morðingi George Floyd aftur dæmdur í fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, hefur verið dæmdur aftur í fangelsi. Að þessu sinni var hann dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi af alríkisdómstól fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Hann var áður dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir morð. 7. júlí 2022 23:01
Hefja réttarhöld yfir hinum lögreglumönnunum í máli George Floyd Búist er við því að réttarhöld yfir þremur bandarískum lögreglumönnum, sem ákærðir eru fyrir að hafa svipt George Floyd borgaralegum réttindum sínum daginn sem hann var myrtur af fjórða lögreglumanninum, hefjist í dag. 24. janúar 2022 07:46