Derek Chauvin stunginn í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2023 10:44 Derek Chauvin er sagður hafa særst alvarlega í árásinni en talið er að hann muni lifa af. AP Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, er sagður í alvarlegu ástandi eftir að hann var stunginn í fangelsi í gær. Árásin var gerð í fangelsi í Tucson í Arisóna, þar sem Chauvin afplánar 21 árs dóm fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Hann hefur einnig verið dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir að myrða Floyd. Í frétt New York Times segir að árásin hafi verið stöðvuð fljótt og að engan annan hafi sakað. Hins vegar hafi Chauvin særst alvarlega og verið fluttur á sjúkrahús. Talið er að hann muni lifa af. Chauvin myrti Floyd þegar hann og aðrir lögregluþjónar handtóku þann síðarnefnda í maí 2020. Lögregla var kölluð til í Minneapolis í maí í fyrra eftir að George Floyd hafði notað falsaðan seðil í verslun. Hann var undir áhrifum fíkniefna og neitaði að setjast upp í lögreglubílinn. Chauvin kom á vettvang eftir á og hélt hann Floyd niðri. Í um tíu mínútur var hann með hné sitt á hálsi Floyd svo hann dó. Myndbönd af morðinu á Floyd fóru eins og eldur um sinu í Bandaríkjunum og leiddur til umfangsmikilla mótmæla og óeirða víða. Lögmenn hans gerðu samkomulag við saksóknara um að Chauvin fengi að afplána í alríkisfangelsi, þar sem þau eru talin öruggari en önnur fangelsi í Bandaríkjunum. Fyrir það hafði Chauvin verið í einangrun í 23 tíma á dag í fangelsi í Minnesota en þar var gert svo hægt væri að tryggja öryggi hans. Áðurnefndir lögmenn höfðu einnig sóst eftir sambærilegu fyrirkomulagi í fangelsinu í Tuscon, á þeim grundvelli að Chauvin stafaði ógn af öðrum föngum. Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði fyrr í vikunni áfrýjun Chauvin vegna morðsdóms hans en hann hefur haldið því fram að úrskurðinn eigi að fella úr gildi, þar sem hann hafi ekki fengið sanngjörn réttarhöld. Hann er einnig að reyna að fá alríkisdóminn felldan úr gildi, á þeim grunni að ný sönnunargögn sýni að hann hafi ekki valdið dauða Floyd. Litlar líkur eru taldar á að það muni ganga upp hjá Chauvin. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Mismunaði svörtum og frumbyggjum kerfisbundið fyrir dauða Floyd Lögreglan í Minneapolis í Bandaríkjunum sýndi almenna tilhneigingu til þess að brjóta stjórnarskrárbundin réttindi og mismuna svörtum og frumbyggjum. Þetta er niðurstaða rannsóknar dómsmálaráðuneytisins sem var hrint af stað eftir að lögreglumenn urðu George Floyd að bana árið 2020. 16. júní 2023 15:40 Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. 18. október 2022 06:58 Morðingi George Floyd aftur dæmdur í fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, hefur verið dæmdur aftur í fangelsi. Að þessu sinni var hann dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi af alríkisdómstól fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Hann var áður dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir morð. 7. júlí 2022 23:01 Hefja réttarhöld yfir hinum lögreglumönnunum í máli George Floyd Búist er við því að réttarhöld yfir þremur bandarískum lögreglumönnum, sem ákærðir eru fyrir að hafa svipt George Floyd borgaralegum réttindum sínum daginn sem hann var myrtur af fjórða lögreglumanninum, hefjist í dag. 24. janúar 2022 07:46 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Hann hefur einnig verið dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir að myrða Floyd. Í frétt New York Times segir að árásin hafi verið stöðvuð fljótt og að engan annan hafi sakað. Hins vegar hafi Chauvin særst alvarlega og verið fluttur á sjúkrahús. Talið er að hann muni lifa af. Chauvin myrti Floyd þegar hann og aðrir lögregluþjónar handtóku þann síðarnefnda í maí 2020. Lögregla var kölluð til í Minneapolis í maí í fyrra eftir að George Floyd hafði notað falsaðan seðil í verslun. Hann var undir áhrifum fíkniefna og neitaði að setjast upp í lögreglubílinn. Chauvin kom á vettvang eftir á og hélt hann Floyd niðri. Í um tíu mínútur var hann með hné sitt á hálsi Floyd svo hann dó. Myndbönd af morðinu á Floyd fóru eins og eldur um sinu í Bandaríkjunum og leiddur til umfangsmikilla mótmæla og óeirða víða. Lögmenn hans gerðu samkomulag við saksóknara um að Chauvin fengi að afplána í alríkisfangelsi, þar sem þau eru talin öruggari en önnur fangelsi í Bandaríkjunum. Fyrir það hafði Chauvin verið í einangrun í 23 tíma á dag í fangelsi í Minnesota en þar var gert svo hægt væri að tryggja öryggi hans. Áðurnefndir lögmenn höfðu einnig sóst eftir sambærilegu fyrirkomulagi í fangelsinu í Tuscon, á þeim grundvelli að Chauvin stafaði ógn af öðrum föngum. Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði fyrr í vikunni áfrýjun Chauvin vegna morðsdóms hans en hann hefur haldið því fram að úrskurðinn eigi að fella úr gildi, þar sem hann hafi ekki fengið sanngjörn réttarhöld. Hann er einnig að reyna að fá alríkisdóminn felldan úr gildi, á þeim grunni að ný sönnunargögn sýni að hann hafi ekki valdið dauða Floyd. Litlar líkur eru taldar á að það muni ganga upp hjá Chauvin.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Mismunaði svörtum og frumbyggjum kerfisbundið fyrir dauða Floyd Lögreglan í Minneapolis í Bandaríkjunum sýndi almenna tilhneigingu til þess að brjóta stjórnarskrárbundin réttindi og mismuna svörtum og frumbyggjum. Þetta er niðurstaða rannsóknar dómsmálaráðuneytisins sem var hrint af stað eftir að lögreglumenn urðu George Floyd að bana árið 2020. 16. júní 2023 15:40 Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. 18. október 2022 06:58 Morðingi George Floyd aftur dæmdur í fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, hefur verið dæmdur aftur í fangelsi. Að þessu sinni var hann dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi af alríkisdómstól fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Hann var áður dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir morð. 7. júlí 2022 23:01 Hefja réttarhöld yfir hinum lögreglumönnunum í máli George Floyd Búist er við því að réttarhöld yfir þremur bandarískum lögreglumönnum, sem ákærðir eru fyrir að hafa svipt George Floyd borgaralegum réttindum sínum daginn sem hann var myrtur af fjórða lögreglumanninum, hefjist í dag. 24. janúar 2022 07:46 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Mismunaði svörtum og frumbyggjum kerfisbundið fyrir dauða Floyd Lögreglan í Minneapolis í Bandaríkjunum sýndi almenna tilhneigingu til þess að brjóta stjórnarskrárbundin réttindi og mismuna svörtum og frumbyggjum. Þetta er niðurstaða rannsóknar dómsmálaráðuneytisins sem var hrint af stað eftir að lögreglumenn urðu George Floyd að bana árið 2020. 16. júní 2023 15:40
Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. 18. október 2022 06:58
Morðingi George Floyd aftur dæmdur í fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, hefur verið dæmdur aftur í fangelsi. Að þessu sinni var hann dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi af alríkisdómstól fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Hann var áður dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir morð. 7. júlí 2022 23:01
Hefja réttarhöld yfir hinum lögreglumönnunum í máli George Floyd Búist er við því að réttarhöld yfir þremur bandarískum lögreglumönnum, sem ákærðir eru fyrir að hafa svipt George Floyd borgaralegum réttindum sínum daginn sem hann var myrtur af fjórða lögreglumanninum, hefjist í dag. 24. janúar 2022 07:46