Gervigreind og hröð og hæg hugsun Þorsteinn Siglaugsson skrifar 28. nóvember 2023 20:01 Samkvæmt gervigreindarbloggaranum Alberto Romero var upphafið að þeirri atburðarás sem átti sér stað innan OpenAI fyrirtækisins, sem þróar ChatGPT mállíkanið, fyrir um 10 dögum síðan líklega tengt ágreiningi varðandi nýja Q* (Q-Star) líkanið sem er talið geta leyst flókin stærðfræðileg vandamál, eitthvað sem núverandi stóru tungumálalíkön geta ekki gert. Forstjórinn, Sam Altman, var fyrst rekinn af stjórninni, en ráðinn aftur fáum dögum síðar og nánast öllum stjórnarmönnum skipt út. Að mati Romerosendurspeglar þessi atburður djúpstæðan ágreining milli yfirlýsts markmiðs fyrirtækisins um að þróa örugga gervigreind sem gagnast öllu mannkyni og þeirrar almennu stefnu tæknifyrirtækja að vera í fremstu röð á sínu sviði við þróun og markaðssetningu nýjunga. Þetta er kannski dæmigert fyrir það sem getur gerst þegar fyrirtæki setur sér mótsagnakennd markmið. Hvað er Q* líkanið? Fyrir nokkrum dögum birti Andrej Karpathy, sérfræðingur hjá OpenAI, myndband þar sem hann útskýrir stóru tungumálalíkönin, hvað þau eru, hvernig þau virka og hvernig þau kunna að þróast. Þetta myndband er eiginlega skylduáhorf fyrir alla sem vilja fá greinargott yfirlit yfir þessa nýju tækni. Meðal annars ræðir Karpathy Q* líkanið og mikilvægi þess. Hann lýsir getu þess með því að vísa til aðgreiningar Daniels Kahnemann milli hraðrar og hægrar hugsunar, eða þess sem hann nefnir "System 1" og "System 2" hugsun. Dæmi um "System 1" hugsun er þegar við leggjum saman tvo og tvo. Við svörum strax, notum upplýsingar sem eru til staðar í huga okkar, í skammtímaminninu. En ef dæmið er 24*47 er, geta fæstokkar svarað strax. Við þurfum að fara í "System 2", "hægu" hugsunina til þess. Eins og Karpathy útskýrir, færir Q* verkefnið stórt tungumálalíkan yfir á stig "System 2" hugsunar. Þetta er mikil framför í getu slíks líkans og markvert skref í átt að svonefndri almennri gervigreind, líkani sem stendur okkur langtum framar í getu til rökhugsunar. Það hljómar ekki ósennilega að ótti við afleiðingar þessarar þróunar og vantraust á áætlunum Altmansum hana hafi legið að baki ákvörðun stjórnarinnar. Það sem stjórnin virðist hins vegar ekki hafa áttað sig á er að á endanum býr þekkingin sem knýr fyrirtækið í hugum starfsmanna og stjórnenda, og ný tækni, hversu ógnvekjandi sem hún kann að virðast, gufar ekki upp, sama hvað stjórn eins fyrirtækis ákveður, jafnvel þótt ákvörðunin leiddi til upplausnar fyrirtækisins. Hvernig getum við brugðist við? Stóru mállíkönin munu halda áfram að þróast ogbreyta lífi okkar og við höfum aðeins séð glitta í blátoppinn á þeim ísjaka. Fram að þessu hafa líkönin aðeins verið fær um "System 1" hugsun, og samt hef ég sannreynt að þau hafa nú þegar umtalsverða getu til að meta jafnvel flóknar röklegar greiningar. Fljótlega verður þessi geta langtum meiri. Hvernig getum við brugðist við? Einu raunhæfu viðbrögðin eru þau að við gerum okkar besta til að efla okkar eigin hugsun og nýtum þessa nýju tækni til þess: Við verðum að styrkja okkar eigin málskilning og tjáningarhæfni eins og kostur er. Við verðum að efla okkar eigin getu til gagnrýninnar hugsunar. Við verðum að þjálfa okkur markvisst í samskiptum við mállíkönin. Þetta gerir enginn fyrir okkur. Við verðum að gera það sjálf, hvert og eitt. Það er verkefnið framundan. Höfundur er ráðgjafi og stjórnendaþjálfari, https://thinksharper.net. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Gervigreind Tækni Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt gervigreindarbloggaranum Alberto Romero var upphafið að þeirri atburðarás sem átti sér stað innan OpenAI fyrirtækisins, sem þróar ChatGPT mállíkanið, fyrir um 10 dögum síðan líklega tengt ágreiningi varðandi nýja Q* (Q-Star) líkanið sem er talið geta leyst flókin stærðfræðileg vandamál, eitthvað sem núverandi stóru tungumálalíkön geta ekki gert. Forstjórinn, Sam Altman, var fyrst rekinn af stjórninni, en ráðinn aftur fáum dögum síðar og nánast öllum stjórnarmönnum skipt út. Að mati Romerosendurspeglar þessi atburður djúpstæðan ágreining milli yfirlýsts markmiðs fyrirtækisins um að þróa örugga gervigreind sem gagnast öllu mannkyni og þeirrar almennu stefnu tæknifyrirtækja að vera í fremstu röð á sínu sviði við þróun og markaðssetningu nýjunga. Þetta er kannski dæmigert fyrir það sem getur gerst þegar fyrirtæki setur sér mótsagnakennd markmið. Hvað er Q* líkanið? Fyrir nokkrum dögum birti Andrej Karpathy, sérfræðingur hjá OpenAI, myndband þar sem hann útskýrir stóru tungumálalíkönin, hvað þau eru, hvernig þau virka og hvernig þau kunna að þróast. Þetta myndband er eiginlega skylduáhorf fyrir alla sem vilja fá greinargott yfirlit yfir þessa nýju tækni. Meðal annars ræðir Karpathy Q* líkanið og mikilvægi þess. Hann lýsir getu þess með því að vísa til aðgreiningar Daniels Kahnemann milli hraðrar og hægrar hugsunar, eða þess sem hann nefnir "System 1" og "System 2" hugsun. Dæmi um "System 1" hugsun er þegar við leggjum saman tvo og tvo. Við svörum strax, notum upplýsingar sem eru til staðar í huga okkar, í skammtímaminninu. En ef dæmið er 24*47 er, geta fæstokkar svarað strax. Við þurfum að fara í "System 2", "hægu" hugsunina til þess. Eins og Karpathy útskýrir, færir Q* verkefnið stórt tungumálalíkan yfir á stig "System 2" hugsunar. Þetta er mikil framför í getu slíks líkans og markvert skref í átt að svonefndri almennri gervigreind, líkani sem stendur okkur langtum framar í getu til rökhugsunar. Það hljómar ekki ósennilega að ótti við afleiðingar þessarar þróunar og vantraust á áætlunum Altmansum hana hafi legið að baki ákvörðun stjórnarinnar. Það sem stjórnin virðist hins vegar ekki hafa áttað sig á er að á endanum býr þekkingin sem knýr fyrirtækið í hugum starfsmanna og stjórnenda, og ný tækni, hversu ógnvekjandi sem hún kann að virðast, gufar ekki upp, sama hvað stjórn eins fyrirtækis ákveður, jafnvel þótt ákvörðunin leiddi til upplausnar fyrirtækisins. Hvernig getum við brugðist við? Stóru mállíkönin munu halda áfram að þróast ogbreyta lífi okkar og við höfum aðeins séð glitta í blátoppinn á þeim ísjaka. Fram að þessu hafa líkönin aðeins verið fær um "System 1" hugsun, og samt hef ég sannreynt að þau hafa nú þegar umtalsverða getu til að meta jafnvel flóknar röklegar greiningar. Fljótlega verður þessi geta langtum meiri. Hvernig getum við brugðist við? Einu raunhæfu viðbrögðin eru þau að við gerum okkar besta til að efla okkar eigin hugsun og nýtum þessa nýju tækni til þess: Við verðum að styrkja okkar eigin málskilning og tjáningarhæfni eins og kostur er. Við verðum að efla okkar eigin getu til gagnrýninnar hugsunar. Við verðum að þjálfa okkur markvisst í samskiptum við mállíkönin. Þetta gerir enginn fyrir okkur. Við verðum að gera það sjálf, hvert og eitt. Það er verkefnið framundan. Höfundur er ráðgjafi og stjórnendaþjálfari, https://thinksharper.net.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun