Samtök Koch-bræðra lýsa yfir stuðningi við Haley Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2023 11:04 Jafnvel þótt Haley eigi litla möguleika á því að sigra Trump verður hún að teljast álitlegur frambjóðandi árið 2028. Getty/Joe Raedle Americans for Prosperity Action, stjórnmálasamtök milljarðamæringana Charles og David Koch, hafa lýst yfir stuðningi við Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Stuðningur við Haley hefur vaxið jafnt og þétt frá því að kosningabaráttan hófst og hún þykir hafa staðið sig vel í kappræðum frambjóðendanna. Hún er þó enn langt frá því að eygja raunhæfan möguleika á því að sigra Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem nýtur lang mests stuðnings samkvæmt öllum könnunum. Yfirlýsing Americans for Prosperity Action, sem gefin var út í gær, þykir líkleg til að þoka Haley nær því að ná Ron DeSantis, ríkisstjóra Flórída, og mögulega velta honum úr sessi sem helsta keppinaut Trump. Haley, sem er fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og var sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar í stjórnartíð Trump, hefur sagt tíma Trump liðinn og tímabært að horfa til framtíðar. Americans for Prosperity Action deila þeirri afstöðu en samtökin hafa barist ötullega gegn Trump síðustu misseri. Það vekur athygli að Americans for Prosperity Action hafa hins vegar hingað til haft allt aðra afstöðu en Haley í utanríkismálum og hafa til að mynda ekki viljað blanda Bandaríkjunum í innrásina í Úkraínu. Samtökin segja hins vegar að Haley sé laus við þann bagga sem Trump lagði á herðar frambjóðenda Repúblikanaflokksins í síðustu þingkosningum og að Haley sem forsetaefni flokksins myndi auka stuðning við aðra frambjóðendur og laða til sín atkvæði hófsamra og óháðra kjósenda. Í minnisblaði sem birt var í gær segir að öfgar í báðar áttir séu að sundra Bandaríkjunum og Haley sé manneskjan til að forða landinu frá bjargbrúninni. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Stuðningur við Haley hefur vaxið jafnt og þétt frá því að kosningabaráttan hófst og hún þykir hafa staðið sig vel í kappræðum frambjóðendanna. Hún er þó enn langt frá því að eygja raunhæfan möguleika á því að sigra Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem nýtur lang mests stuðnings samkvæmt öllum könnunum. Yfirlýsing Americans for Prosperity Action, sem gefin var út í gær, þykir líkleg til að þoka Haley nær því að ná Ron DeSantis, ríkisstjóra Flórída, og mögulega velta honum úr sessi sem helsta keppinaut Trump. Haley, sem er fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og var sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar í stjórnartíð Trump, hefur sagt tíma Trump liðinn og tímabært að horfa til framtíðar. Americans for Prosperity Action deila þeirri afstöðu en samtökin hafa barist ötullega gegn Trump síðustu misseri. Það vekur athygli að Americans for Prosperity Action hafa hins vegar hingað til haft allt aðra afstöðu en Haley í utanríkismálum og hafa til að mynda ekki viljað blanda Bandaríkjunum í innrásina í Úkraínu. Samtökin segja hins vegar að Haley sé laus við þann bagga sem Trump lagði á herðar frambjóðenda Repúblikanaflokksins í síðustu þingkosningum og að Haley sem forsetaefni flokksins myndi auka stuðning við aðra frambjóðendur og laða til sín atkvæði hófsamra og óháðra kjósenda. Í minnisblaði sem birt var í gær segir að öfgar í báðar áttir séu að sundra Bandaríkjunum og Haley sé manneskjan til að forða landinu frá bjargbrúninni. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent